Er með þennan yndislega Dell skjá sem ég keypti hérna á vaktinni fyrir nokkrum árum. Ég vissi að IPS og matte-skjár væri málið fyrir mig, en guð minn almáttugur hvað Dell hefur hækkað í áliti hjá mér eftir þessa reynslu. Frábær myndgæði, yndislega hannaður fótur, hægt að snúa skjánum út og suður, fullt af portum, usb, headphones, you name it.
En því miður er ég í smá vandræðum.
Núna upp á síðkastið hefur hann tekið upp á því að slökkva á sér.
Það merkilega við þetta er að hann slekkur ekki á sér þegar ég er að nota hann, heldur þegar ég kem að honum eftir að hafa haft kveikt á honum.
Þá kveiki ég á honum eins og ekkert sé, með því að hreyfa músina til dæmis. Þá kviknar á honum eins og venjulega, en eftir svona 2-5 sekúndur þá slokknar á skjánum, ásamt "ON" takkanum á hliðinni.
Ég er með annan skjá, Samsung Syncmaster sem ég nota í staðin, en áður en ég fer að bilanagreina þennan yndæla Dell skjá langaði mig að leita ráða hér, þar sem að mig grunar að þið hafið einhverja hugmynd um það hvað gæti verið að hrjá hann.
Ég er alls ekki hræddur við að opna hann og fara í einhverjar minniháttar lagfæringar á honum - ef það svarar kostnaði. Hef mjög góða reynslu af því að grúska í alls kyns tölvudóti og hef gaman af því að afla mér reynslu í þessum fræðum.
Svo ég spyr, hvað dettur okkur í hug að vandamálið sé?
Þegar það kviknar á honum þá er myndin mjög skýr. Hann hefur bara setið á borðinu hjá mér, svo hnjask er ekki vandamálið.
Hef ekki prufað að tengja hann með hinum inputunum - ég er að nota DVI tengið, en hann býður upp á VGA og DisplayPort innganga.
Það sem ég hef hinsvegar prufað er að útiloka tölvuna, þeas. ég tengi sömu DVI snúru við Samsung skjáinn og hann hrekkur alltaf í gang og ekkert vandamál. Þegar ég svo ætla að nota Dell skjáinn, þá kveikir hann á sér og sýnir mynd, en slekkur svo ALVEG á sér, þeas. ekki bara myndin, heldur líka á ON hnappinum.
Eitt sem mig langar að bæta við, þegar hann lætur svona og ég ýti á takkana, t.d. ON hnappinn, þá lifnar skjárinn við - eins og hann sé að ranka við sér - en slekkur svo aftur á sér.
Ef ég hef ekkert tengt við hann, þá lætur hann eins - þeas. kviknar á honum, en slokknar svo eftir 2 sekúndur.
Var svo að prufa núna áðan að reyna að skipta á milli DVI - Analog - Displayport, en hann lætur eins, menu hverfur og hann slekkur á sér - nema að ON ljósið er ennþá í gangi.
Baklýsing? Spennubreytir? Hvað dettur ykkur í hug?
edit:
Tók nokkrar myndir: http://imgur.com/a/MMaJf
Sést ekkert í fljótu bragði að það sé eitthvað að.


