Að versla skjá - Samanburður

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Að versla skjá - Samanburður

Pósturaf Viktor » Þri 01. Apr 2014 07:27

Sælir.

Ég hef séð Dell skjái detta hérna inn nokkrum sinnum og leikur furða á hvers vegna þeir eru oft lengi að seljast. Dell merkið sem slíkt hefur verið mjög hátt verðlagt hjá EJS og núna Advania, en mér fannst ég knúinn til þess að koma því á framfæri að Dell skjáir eru oft á tíðum á mjög háu kaliberi hvað gæði varðar.

Hér hef ég mynd af minni dual monitor uppsetningu, annars vegar Dell 22" og Samsung Syncmaster 22".
Ég fékk þá báða á svipuðu verði á sínum tíma, notaðir, og þeir eru orðnir ansi gamlir báðir tveir, Dell skjárinn var þó dýrari, þar sem hann hefur að geyma IPS panel, en hinn TF. Báðir skjáir eru góðir og þjóna mér vel, en það er augljóst að annar þeirra er töluvert betri, gæðalega séð.

Langaði bara að deila þessu til þess að koma skjá-umræðu á hærra plan, hættið að miða gæði skjáa út frá einhverjum tölum frá framleiðundum, skoðið hvernig skjáir haga sér.
Það að velja skjá út frá þeim tölum sem framleiðandi gerir er svipað gáfulegt og að versla bíl eingöngu út frá því hverjar eyðslutölur bíla eru frá framleiðanda.

Ég er algerlega óháður öllum söluaðilum skjáa, en fannst rétt að minnast á þetta. Ég er viss um að Samsung skjárinn myndi koma betur út á ákveðnum "tölu" prófunum, en það er staðreyndin að Dell skjárinn er töluvert betri og eigulegri skjár.

Lifið heil!

Vinstri DELL <-> Samsung - HÆGRI

dell1.jpg
dell1.jpg (43.12 KiB) Skoðað 781 sinnum
Viðhengi
dell2.jpg
dell2.jpg (25.7 KiB) Skoðað 781 sinnum


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Að versla skjá - Samanburður

Pósturaf mind » Þri 01. Apr 2014 09:50

Þessi ráð/samanburður eru ekki mjög góð.
Ekki sambærilegar vörur, engin verð, engin módelnúmer, engin litastilling fyrir sem sanngjarnastan samanburð.

Það er of mikið ábótavant til að forða þessu frá að detta niður í að vera einungis persónuleg skoðun.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5978
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1094
Staða: Ótengdur

Re: Að versla skjá - Samanburður

Pósturaf appel » Þri 01. Apr 2014 09:57

Ekki góður samanburður, annar en sá að "sumir skjáir eru betri en aðrir", sem við jú vissum allir.

Að gera review á gömlum notuðum skjáum er heldur ekkert sniðugt. T.d. gæti skjárinn til hægri hafa verið í notkun í 10 þús klukkustundir lengur heldur en sá til vinstri, þannig að hann er orðinn daufari (gulari) með tímanum.

Annars eru flestir skjáir í dag orðnir ansi góðir, IPS panel skjáir, og búnir að lækka mikið í verði.


*-*


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Að versla skjá - Samanburður

Pósturaf Klemmi » Þri 01. Apr 2014 11:08

Dell skjárinn var þó dýrari, þar sem hann hefur að geyma IPS panel, en hinn TF.


Býst við að þú meinir TN panel.

Annars ertu þarna strax kominn með líklega veigamestu ástæðuna fyrir því að myndin er betri í öðrum en hinum, frekar heldur en munur milli þessara framleiðanda.


Starfsmaður Tölvutækni.is