Þarf smá álit.


Höfundur
Prinsiinn
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 13. Jan 2014 01:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Þarf smá álit.

Pósturaf Prinsiinn » Mán 13. Jan 2014 01:30

Sælir, það er kominn sá tími að fá sér nýa tölvu og ég ætla setja hana saman sjálfur.

Ég er búinn að velja flestu hluti í tölvuna og vill fá álit yfir hvað ég gæti bætt fyrir litla hækkun í verði.

Í tölvunni ætla ég að hafa Windows 8.
(ég er ekki búinn að kaupa neina parta enþá.)

Tölvu partar.

Turninn - CoolerMaster Storm Enforcer
Aflgjafi - 750W Corsair CX750M aflgjafi
Móðurborð - MSI Z87-G45 Gaming
Örgjörvi - Intel Core i7 4770K 3.5-3.9GHz
Vinnsluminni - Corsair 1600MHz 8GB (2x4GB) Vengeance rautt
SSD - 120GB Samsung SSD 840 EVO
HDD - 1TB Western Digital Green

Takk fyrir og vona að ég fá einhver svör :)
Síðast breytt af Prinsiinn á Mán 13. Jan 2014 18:51, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6554
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 529
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Þarf smá álit.

Pósturaf worghal » Mán 13. Jan 2014 02:05

ekkert skjákort ?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
Prinsiinn
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 13. Jan 2014 01:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Þarf smá álit.

Pósturaf Prinsiinn » Mán 13. Jan 2014 08:58

Ég á frekar nýtt skjákort. Ekki viss um að ég vilji endurnýa.




Garri
1+1=10
Póstar: 1113
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þarf smá álit.

Pósturaf Garri » Mán 13. Jan 2014 09:05

Stærri SSD (min 240GB)



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Þarf smá álit.

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 13. Jan 2014 09:21

Garri skrifaði:Stærri SSD (min 240GB)


Þvæla. Hvað er það sem þú þarft að geyma svona mikið á ssd?



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Þarf smá álit.

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Mán 13. Jan 2014 09:22

Líklega einhverja leiki. Græðir auðvitað ekkert fps-lega séð en það er rosalegur munur á loading tímum, sérstaklega ef hann er að fara spila BF4.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5781
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1078
Staða: Ótengdur

Re: Þarf smá álit.

Pósturaf appel » Mán 13. Jan 2014 09:26

Svo lengi sem hann geymir allt download á 1TB disknum þá ætti 128gb SSD að duga sem system diskur.

Það er svo rosalegur verðmunur á 128gb vs. 256gb SSD diskunum að ég skil að menn taki 128gb.


*-*


Garri
1+1=10
Póstar: 1113
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þarf smá álit.

Pósturaf Garri » Mán 13. Jan 2014 10:11

Stýrikerfið þarf heilan helling.

Þar fyrir utan þá er það enginn tilgangur að vera með öll forritin uppsett á hægvirkum snúningsdiskum ef menn vilja finna hraðamun. 128GB er eflaust nóg fyrir litla og kannski meðal tölvunotkun, en leikir í dag eru langleiðina farnir í 20GB og ekki spurning að tölvan þarf að hlaða inn þessum 20GB á meðan spilun stendur..

Loks. Þetta er mín skoðun.




Garri
1+1=10
Póstar: 1113
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þarf smá álit.

Pósturaf Garri » Mán 13. Jan 2014 10:14

KermitTheFrog skrifaði:
Garri skrifaði:Stærri SSD (min 240GB)


Þvæla. Hvað er það sem þú þarft að geyma svona mikið á ssd?

Ég nota um 200GB af SSD diskinum og er alltaf að eyða og eyða og eyða.. samt er ég með 2ja TB disk líka í sömu vél, 1TB disk tengdan í USB og síðan Lan með slatta af diska-plássi.

Er einnig með aðra tölvu sem er leikjavél, þar er ég með örfáa leiki á 240GB disknum (alltaf að fyllast) og hina setta upp á alternative Progam Files sem og á Steam á snúningsdiskum, 500GB og 1TB ef ég man rétt. Munar nokkru að spila af SSD og hinum hægvirkari.




Höfundur
Prinsiinn
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 13. Jan 2014 01:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Þarf smá álit.

Pósturaf Prinsiinn » Mán 13. Jan 2014 18:49

Takk fyrir svörin en ég vill aðalega hafa stýrikerfið á ssd, allt annað hef ég á venjulega drifinu einnig er ég með 2tb auka drif sem er glæ nýtt og virkar mjög vel.
Ef einhvað er væri kannski hægt að finna betri hdd heldur en það sem ég hef valið?



Skjámynd

norex94
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Lau 25. Ágú 2012 14:54
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Þarf smá álit.

Pósturaf norex94 » Mán 13. Jan 2014 19:10

Ef þú hefur SSD og einn venjulegann disk þá geturu still windows þannig að allt documents, pictures og allt draslið verður á venjulega disknum. Þá spararu plássið á SSD!