Raspberry PI ræsir ekki

Skjámynd

Höfundur
Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1720
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Raspberry PI ræsir ekki

Pósturaf Stutturdreki » Þri 31. Des 2013 11:59

Ég er búinn að keyra Raspbmc á mínu án vandamála í ár, en núna eftir síðasta update þá tók það upp á því að reboota sig þegar ég spila á tónlist eða þegar ég geri 'scan for new content' svo ég ákvað að taka SD kortið úr og setja clean install á það.

Ég set SD kortið í og tengi í rafmagn en það kveiknar rautt power ljós en ekkert meira gerist. Ég er búinn að prófa tvö SD kort, tvö mismunandi power supplies, nýtt Raspbmc install, OpenElec install, NOOBS install en ekkert virkar. Á bara eftir að fara til kunningja mins (sem ég geri eftir áramót) sem var með samskonar setup og ég með PIið og SD kortið mitt til að sjá hvort annað hvort virki hjá honum.

Samkvæmt google þá þýðir þetta ýmist að power snúran sé ekki nógu vel tengd, SD kortið sé bilað/sitji ekki nógu vel eða uppsetningin á SD kortinu sé ekki nógu góð.

Einhver hérna sem hefur lent í svona vandamálum með PI?




Gislinn
FanBoy
Póstar: 775
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Raspberry PI ræsir ekki

Pósturaf Gislinn » Þri 31. Des 2013 14:25

Til að útiloka rafmagnsvandamál þá ættiru að geta kveikt á Pi-inu og mælt með fjölmæli milli TP1 og TP2, það ætti að gefa u.þ.b. 5V DC en ef það er mikið undir því þá hefur eitthvað gerst með power supply, Micro USB snúru frá powersupply eða eitthvað annað power tengt. Þótt þú hafir prufað tvö power supply þá sakar ekki að prufa þetta ef þú átt fjölmælir.

EDIT: Er mjög dauft grænt ljós eða bara alls ekkert grænt ljós? Eftir að kveikt er á Rpi þá á að kveikna á rauða og svo mjög dauft grænt ljós, eitt af því fyrsta sem gerist í boot er að það slökknar á daufa græna ljósinu. Ef grænaljósið er dauft þá er boot kóðinn ekki að keyrast, ef það er slökkt þá byrjar hann á að keyra boot kóðann en hættir síðar.


common sense is not so common.

Skjámynd

Höfundur
Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1720
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: Raspberry PI ræsir ekki

Pósturaf Stutturdreki » Þri 31. Des 2013 15:09

Á því miður ekki fjölmæli en þekki einn sem gæti átt svoleiðis, checka á því.

Og nei, verð ekki var við að það kveikni á neinum öðrum ljósum. Ef það gerist þá er það mjög dauft og ógreinilegt í bjarmanum af því rauða. Ætla samt að kíkja betur á það.



Skjámynd

Höfundur
Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1720
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: Raspberry PI ræsir ekki

Pósturaf Stutturdreki » Þri 31. Des 2013 16:51

Okey, slökkti ljósin í herberginu og hélt yfir rauða pwr ljósið og stakk í samband. Græna activity ljósið blikkar einu sinni strax við ræsingu og svo einu sinni aftur nokkrum sekúndum seinna. Eftir það blikkar activity ljósið mjög mjög dauflega með stuttu millibili. Samkvæmt því sem ég finn á netinu virðist það vera vesen með SD kortið, firmware eða imagen sem ég nota.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 176
Staða: Ótengdur

Re: Raspberry PI ræsir ekki

Pósturaf JReykdal » Mið 01. Jan 2014 11:34

Lenti í svipuðu einhverntímann. Minnir að ég hafi flassað kortið aftur.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

Höfundur
Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1720
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: Raspberry PI ræsir ekki

Pósturaf Stutturdreki » Mið 01. Jan 2014 16:06

Vesen.. búinn að prófa 4 SD kort sem ég á hérna heima, prófaði allskonar installers og images en allt í einu datt NOOBS í gang með þeim skilaboðum að það vantaði MBR á SD kortið (upphaflega kortið sem ég hef alltaf notað í PIið). Lét hann laga það og nú virkar allt nema Raspbmc Windows Installerinn.