Er að reyna að setja saman sæmilega öfluga skólatölvu / vinnuvél, og hef gert það, sbr. það sem greinir hér að neðan, eftir mikinn lestur á því hvaða vélbúnað skuli velja (Google all the time).
Þetta er vél sem þarf að ráða við einfalda vinnu í PS Elements 12, Acrobat PRO, word (
) og örfáum fleirum álíka 'þungum' forritum hvað keyrslu varðar. En hér er það sem ég er búinn að setja saman (einnig hugsaður til að hafa sem mesta uppfærslumöguleika þegar og ef á þarf að halda):
Turn: Aerocool Strike-X ST Devil Red XL-ATX
Aflgjafi: Inter-Tech Energon EPS-750 2.2 ATX
Örgjörvi: Intel Core i7-4770 Haswell 3.4GHz 8mb Quad-Core
Móðurborð: ASRock Z87 OC FORMULA by Nick Shih LGA1150
Vinnsluminni: DDR3 1600MHz 16GB (2x8GB) Corsair value
Er svo með 1x SSD disk f. OS o.fl. þess háttar, annan SSD (óákv.), ásamt 1x 3TB seagate sata3 7200 sn., og 1x 2TB slíkan. (Og að sjálfsögðu geisladrif/blú-rei, þarf varla að taka það fram).
Hvert er ykkar álit á því sem komið er? Hvernig mynduð þið t.d. fara að með frekari kælingu en er innbyggð í blessuðum turninum (þessar 2 x 200mm og 1 x 140mm)?
Mér sýnist einnig að heildarverð f. það sem komið er verði um 194.000 kr.
Allar ábendingar eru innilega vel þegnar.
Bestu kveðjur og takk fyrir lesturinn!