[ÓE] PC2-5300 DDR2 2x2GB Minni

Hér getur þú óskað eftir tölvum og tölvutengdum búnaði.

Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1131
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

[ÓE] PC2-5300 DDR2 2x2GB Minni

Pósturaf Garri » Sun 22. Des 2013 16:49

Sælir

Á forn-láta iMac tölvu, hvíta plastic með 24" skjá. Þessi vél er komin með 10.7 stýrikerfi og er heldur þung eftir þá breytingu. Neyddist til að uppfæra vegna leiðinda net-tengingavandamála við Windows 7/8

Hún er með 2GB í dag og mig langar að prófa að setja í hana 3-4GB Skilst að hún sjái aðeins 3GB en einhver test sýni að hún virki hraðar með 2x2GB, sjá:

Nevertheless, in a series of tests, site sponsor Other World Computing found that most -- but not all -- tasks are faster in these systems with 4 GB of RAM installed compared to the official maximum of 3 GB of RAM.


Í vélinni eru 2x1GB PC2-5300 sem ég væri þá til í selja í staðinn.

Spurning líka hvort einhverjir hér viti hvort það sé hægt að uppfæra örrann á þessum móðurborðum?

Nákvæm lýsing á vélinni: http://www.everymac.com/systems/apple/i ... specs.html

Kv. Garrinn




quad
Ofur-Nörd
Póstar: 207
Skráði sig: Fös 22. Jan 2010 15:17
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] PC2-5300 DDR2 2x2GB Minni

Pósturaf quad » Sun 22. Des 2013 17:10

já það er hægt að skipta um örran (hann er ekki brenndur á móðurborð í þessari týpu) veit þó ekki hvort kerfið samþyki það ;o) hef ekki prófað. Með Lion hins vegar nærðu að nýta öll 4gb, allavega sér kerfið það í endurvakinni imac late 2006 20" hér á bæ.


Less is more... more or less


Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1131
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] PC2-5300 DDR2 2x2GB Minni

Pósturaf Garri » Sun 22. Des 2013 17:48

quad skrifaði:já það er hægt að skipta um örran (hann er ekki brenndur á móðurborð í þessari týpu) veit þó ekki hvort kerfið samþyki það ;o) hef ekki prófað. Með Lion hins vegar nærðu að nýta öll 4gb, allavega sér kerfið það í endurvakinni imac late 2006 20" hér á bæ.

Takk fyrir þetta..

Veistu hvaða forum er best að fara á til að tékka á þessu með örrann?

Er jafnvel að spá í að klóna diskinn yfir á SSD, það er ef það er SATA-2 í Mac tölvum frá 2006

Loks. Er á Akureyri en mundi ekki nenna að gera þetta sjálfur, það er, að uppfæra örrann sem og SSD uppfærsluna, vitið þið um einhverja lúnkna iMac viðgerða menn hér á Akureyri?

Edit: Gúglaði smá með uppfærslu á örgjörva og sýnist það vera algjört no no. 2.33 endastöð á þessu mb. Eins er það víst töluvert mál að rífa í sundur svona tölvu og sp. hvort það svari kostnaði.

Hugsa að ég láti minnið duga til að byrja með. SSD í besta falli næst.




quad
Ofur-Nörd
Póstar: 207
Skráði sig: Fös 22. Jan 2010 15:17
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] PC2-5300 DDR2 2x2GB Minni

Pósturaf quad » Sun 22. Des 2013 19:09

þetta er sata 1 (1,5gb) á þessum vélum þ.a. ekki vera kaupa e.h. ssd gulldisk. já þetta er töluverð handavinna að ná móbóinu úr vélinni, ef þú ert lunkinn gætir þú skipt um diskinn sjálfur, sjá t.d. iFixit.com


Less is more... more or less


Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1131
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] PC2-5300 DDR2 2x2GB Minni

Pósturaf Garri » Fim 23. Jan 2014 18:28

Endaði á að kaupa minni frá EBAY og þau voru að koma í hús. Fóru beint í tölvuna og virkuðu 100%

Nema.. Activity Monitor sýnir aðeins að hann noti 3GB (eins og ég reiknaði reyndar með fyrir 32bita vistfanga kerfi).

Spurning hvort maður eigi að nota báða 2GB kubbana eða nota 1GB og 2GB saman og selja hitt settið?

Sá einhversstaðar hér fyrir mánuði að einhverjir fullyrtu að vélin ynni hraðar með 4GB kubbana í.. hélt að allt fyrir ofan 3GB væri frátekið fyrir vistföng alls þess sem þarf að accessa fyrir utan minni.