Spekkarnir á tölvunni: Stk. Lýsing.: Verð pr/ein. Verð.
1 Móðurborð - Intel - 1156 - MSI P55-GD55 4xDDR3 1333 2XeSATA 22.860 Kr. 22.860 Kr.
1 Örgjörvi - 1156 - Intel Core i5 750 Lynnfield 2.66GHz Quad-Core 36.860 Kr. 36.860 Kr.
1 Minni - DDR3 Minni 1333 MHz - CSX ORIGINAL (PC3-10600) 4GB 2x2048MB 17.860 Kr. 17.860 Kr! .
1 Harður Diskur - 3.5\" - S-ATA2 - Seagate Barracuda 7200.12 1000GB 13.860 Kr. 13.860 Kr.
1 Skjákort - PCI-E - NVIDIA - Sparkle GeForce GTX 460 768MB GDDR5 36.860 Kr. 36.860 Kr.
1 Geisladrif - DVD Skrifari - Sony OptiArc BR-5240S DVD+/- 24X S-ATA Sva 4.960 Kr. 4.960 Kr.
1 Þjónusta - Samsetning & Stilling á bios 3.860 Kr. 3.860 Kr.
1 Hugbúnaður - Stýrikerfi - Windows 7 Home Premium 64-Bita OEM 19.900 Kr. 19.900 Kr.
1 Kassi - 650W - Coolermaster Sileo 500 Turnkassi Hjóðeinangraður 26.720 Kr. 26.720 Kr.
Greiðslumáti: Staðgreitt
Heildarverð 184.540 Kr.
Fyrir rúmri viku fór 3 ára gömul Pc tölva að láta illa; random freeze, BC Code 101, biosbeep (langt og stöðugt) og óstöðugleiki í Prime95 (einn örgjörvi stoppaði alltaf í "blend" test - hiti fór upp í 91 gráðu!). Ég opnaði hliðarhurðina á kassanum og sá að örgjörvaviftan var tengd í system fan en ekki í cpu fan á móðurborði. Mér skilst að það skipti engu máli. Ég fór til Tölvuvirkni, þar sem ég keypti tölvuna á sínum tíma. Tölvan hefur verið mjög stöðug og traust fram að þessu. Þegar ég skil tölvuna eftir, þá spyr ég um mögulegan kostnað. Afgreiðslumaðurinn segir að það sé bara ókeypis bilanagreining og svo skoðum við málið ef eitthvað kemur fram.
Þeir tóku við henni og hringdu í mig tveimur virkum dögum síðar. Mér var þá tjáð að örgjörvaviftan (stock Intel vifta) hafi verið skökk á og ekki kælt örgjörvann sem skyldi. Það var mjög eðlileg niðurstaða miðað við hitann. Ég bað þá að athuga með minnið... grunaði að það léti líka illa (sbr. vegna þess að blend-test klikkaði alltaf eftir 1 mín eða svo). Þá sögðust þeir líka hafa álagsprófað hana og að þeir hefðu rykhreinsað hana og sett nýtt kælikrem milli viftu og örgjörva (auk þess að setja örgjörvann aftur á sinn stað).
Ég sæki tölvuna, mér er tjáð að hún hafa komið vel út úr prófunum og borga tæpar 7000 kr fyrir (vegna klst vinnu við tölvu).
Ég kem heim og tengi hana. Ræsi hana og um leið heyrist langt biosbeep (sama og fyrir viðgerð/skoðun). Ég hringi og segi þeim frá því. Þeir segja hafa haldið að þetta væri hljóðið í viftu í kassa. Biosbeep er sérstakt hljóð sem allir sem kom að samsetningu tölva ættu að þekkja.
Ég fór inn í bios settings og prófaði mig áfram með því að slökkva á viðvörunum þangað til að hjóðið hætti (minnir að það hafi hætt þegar ég slökkti á powerfan 1 viðvörun). Ég endurræsti þá tölvuna og biosbeepið var farið. Hún ræsir sig og ég prófa að keyra Prime95 próf (blend test). Eftir 45-50 sek þá kemur sama villa upp... enn af þjörkunum (worker) stoppar og tilkynnir villu. Skil ekki hvernig þetta hafi ekki komið fram í klst vinnu.
Ég hef samband við Tölvuvirkni og þeir segja mér að koma með hana aftur til sín. Í millitíðinni keyrði ég Memtest í eina klst (engin villa kom- hugsanlega ekki marktækt í svona stuttan tíma) og seagate- hdd tools prófun í 3 klst sem skilaði ekki heldur villu.
Ég fór með tölvuna aftur síðasta laugardag. Á þriðjudeginum hringi ég til að athuga með tölvuna. Þá kemur í ljós að hún hafi verið sett í hilluna fyrir kláruð verk... ok...
Ég segist ætla að koma við og ná í hana sem fyrst. Hann býður mér "nýtt" minni, enda sé hið gamla bilað. Ég er hikandi... vil skoða nýtt og notað minni á vaktinni og finna góðan díl. Hann segist geta látið mig fá notað minni á 9þ með 3 mán ábyrgð.
Ég fæ þá upplýsingar síðar um daginn að það sé "lifetime warranty" á minnum frá fyrirtækjum sem framleiða minnið sem er í tölvunni (memory module).
Af hverju nefnir hann það ekki (kemur skýrt fram á heimasíðu framleiðenda)?
http://www.compustocx.de/?site=content&id=7&group_id=falseThe following CSX products carry a life time warranty:
[...]
Memory modules
[...]
Nú vantar mig ráðleggingar: Á ég að sætta mig við það að greiða tæpar 7.000 kr fyrir viðgerð/bilanagreiningu sem virðist ekki hafa verið kláruð og kaupa svo notað minni á 9.000 kr (færi úr 1333 4Gb í 1600 8Gb) eða á ég að sækja tölvuna og biðja um endurgreiðslu og/eða fara með hana eitthvað annað?
Með fyrirfram þökkum.