Sælir!
Tölvan mín ákvað að taka uppá því að tengja ekki við skjánna mína, hvorugur þeirra virðist tengjast henni, ljósin á þeim blikka bara. Það hefur ekki verið neitt vesen með vélbúnaðinn fyrr en núna, 2-3 ára gömul vél. Ég get fullyrt að vandamálið er ekki í tölvuskjáunum sjálfum, enn er ekki með aðstöðu til að prófa skjákortið í annari vél. Gæti þetta verið eitthvað annað en skjákortið?
Kveðja
Jobbz
Skjákortið bilað?
-
KermitTheFrog
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákortið bilað?
Gæti verið bilað minni, móðurborð, skjákort eða BIOS villa.
Ef þú ert með staka minniskubba, prófaðu einn í einu og sjáðu hvort það fæst eitthvað á skjáinn.
Getur líka prófað að taka CMOS batteríið úr og bíða í um 30 sek og setja það aftur í. Frekari uppl: Google
Ef þú ert með staka minniskubba, prófaðu einn í einu og sjáðu hvort það fæst eitthvað á skjáinn.
Getur líka prófað að taka CMOS batteríið úr og bíða í um 30 sek og setja það aftur í. Frekari uppl: Google
-
trausti164
- Geek
- Póstar: 854
- Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
- Reputation: 4
- Staðsetning: 271 Mosfellssveit
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákortið bilað?
Frítt upp og vona að þér gangi vel að laga þetta.
Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W
Re: Skjákortið bilað?
Ég kemstu reglulega í tölvuna, þeas fæ mynd á skjáin. Núna virðist skjámyndin taka uppá því að blikka og birta eitthverjar ruglaðar línur í eitthverjar sekúndur, og þetta endurtekur sig svo á random tímabilum.
Ég prófaði að fjarlæga minniskubba, og líka reset-a bios, það gerði ekkert fyrir tövuna. Ég er einnig búinn að prufa setja skjákortið í aðra rauf á móðurborðinu, þær eru 2 eins, enn enginn árangur.
Ég myndi halda að þetta væri skjákortið, enn getur þetta líka verið móðurborðið?
Ég prófaði að fjarlæga minniskubba, og líka reset-a bios, það gerði ekkert fyrir tövuna. Ég er einnig búinn að prufa setja skjákortið í aðra rauf á móðurborðinu, þær eru 2 eins, enn enginn árangur.
Ég myndi halda að þetta væri skjákortið, enn getur þetta líka verið móðurborðið?
-
Stutturdreki
- Of mikill frítími
- Póstar: 1720
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 46
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákortið bilað?
Er onboard vídeo á Móðurborðinu? Þá geturðu kippt skjákortinu úr og séð hvernig restinn virkar.
Líka checka á skjákortskælingunni, opna eitthvað hardware monitor tól sem getur sagt þér hitann á skjákortinu og sjá hvort hann hækki rétt áður en allt fer í rugl.
Svo er alltaf möguleiki á að þetta séu snúrurnar að gefa sig, hef lent í því að það komu truflanir á skjáinn hjá mér sem voru vegna þess að snúran var orðin léleg.
Líka checka á skjákortskælingunni, opna eitthvað hardware monitor tól sem getur sagt þér hitann á skjákortinu og sjá hvort hann hækki rétt áður en allt fer í rugl.
Svo er alltaf möguleiki á að þetta séu snúrurnar að gefa sig, hef lent í því að það komu truflanir á skjáinn hjá mér sem voru vegna þess að snúran var orðin léleg.
Re: Skjákortið bilað?
snúrurnar úr powersupply þá? eða ertu að tala um skjátengin. Ég er með tvo skjái, ólíklegt að snúrurnar úr þeim væru að klikka á sama tíma, annar líka tiltölulega nýr.
Og með onboard video, ég sé bara eitt skjákort í device manager -> display, ætti ekki onboard videoið að birtast þar líka ef það væri á móðurborðinu?
Og með onboard video, ég sé bara eitt skjákort í device manager -> display, ætti ekki onboard videoið að birtast þar líka ef það væri á móðurborðinu?
-
Stutturdreki
- Of mikill frítími
- Póstar: 1720
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 46
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákortið bilað?
Skjásnúrurnar. En ef þetta eru báðir skjáirnir þá er ólíklegt að báðar snúrurnar skemmist á sama tíma (nema þú sért mikið að beygla þær).
Flest nýleg Intel móðurborð eru með innbyggðri skjástýringu, og mörg eldri en ekki öll samt, þá er auka VGA skjátengi aftan á móðurborðinu. Það er ekki víst að það sjáist í Device Manager ef það vantar drivera fyrir það og/eða það sé disablað í BIOS. Sennilega fljótlegast að fletta því bara upp á netinu ef þú ert með 'nafni' á móðurborðinu.
En þetta er bara gisk út í loftið, gæti verið allskonar sem orsakar þetta.
Slekkur tölvan á sér eða hverfur bara myndin af skjánum? Breytist eitthvað við að nota bara einn skjá? Gerist þetta frekar undir einhverjum ákveðnum kringumstæðum.. etc.
Flest nýleg Intel móðurborð eru með innbyggðri skjástýringu, og mörg eldri en ekki öll samt, þá er auka VGA skjátengi aftan á móðurborðinu. Það er ekki víst að það sjáist í Device Manager ef það vantar drivera fyrir það og/eða það sé disablað í BIOS. Sennilega fljótlegast að fletta því bara upp á netinu ef þú ert með 'nafni' á móðurborðinu.
En þetta er bara gisk út í loftið, gæti verið allskonar sem orsakar þetta.
Slekkur tölvan á sér eða hverfur bara myndin af skjánum? Breytist eitthvað við að nota bara einn skjá? Gerist þetta frekar undir einhverjum ákveðnum kringumstæðum.. etc.
Re: Skjákortið bilað?
1 eða 2 skjáir, sama gerist. Síðast þegar skjámyndin fór í rugl, þegar ég loksins komst inní tölvuna, þá þurfti ég að slökkva á henni útaf það var bara eitthvað krass á skjánum.
-
KermitTheFrog
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákortið bilað?
Hljómar eins og bilað skjákort ef þú ert að fá skjábrenglanir á random tímum. Getur prófað að setja upp nýjasta driverinn og séð hvort það lagi eitthvað.
-
playman
- Vaktari
- Póstar: 2046
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Reputation: 82
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákortið bilað?
jobbz skrifaði:1 eða 2 skjáir, sama gerist. Síðast þegar skjámyndin fór í rugl, þegar ég loksins komst inní tölvuna, þá þurfti ég að slökkva á henni útaf það var bara eitthvað krass á skjánum.
Hvað gerist ef að þú startar henni í safemode?
Og er eitthvað breyngl á skjánum þegar að hún er að starta sér upp, semsagt áður en hún startar windowsinu.
CPU: Intel Core i7-14700KF Icosa Core @ 3.4GHz RAM:32GB DDR5 6000MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
SSD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z790 Eagle AX GPU: NVIDIA RTX 3070Ti 8Gb
[Main screen:]LG UltraGear 32GP850-B 32" QHD nano-IPS [Secondary screen:] BenQ GW2455 - 24" 16:9 [Tertiary Screen:] BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9
SSD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z790 Eagle AX GPU: NVIDIA RTX 3070Ti 8Gb
[Main screen:]LG UltraGear 32GP850-B 32" QHD nano-IPS [Secondary screen:] BenQ GW2455 - 24" 16:9 [Tertiary Screen:] BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9
-
littli-Jake
- Skrúfari
- Póstar: 2447
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 162
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákortið bilað?
Væri nú ekki gaman að fá að vita hvernig kort þetta er og hvernig hitatölurnar á því eru. Hwmonitor er rétta forritið fyrir þig.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: Skjákortið bilað?
Hérna er hitastigið:

Svo t.d þegar ég er búinn að loada world of warcraft, þá fær maður smá show, sem gengur á í eitthvern tíma






Svona heldur þetta áfram að blikka og vera með leiðindi.

Svo t.d þegar ég er búinn að loada world of warcraft, þá fær maður smá show, sem gengur á í eitthvern tíma






Svona heldur þetta áfram að blikka og vera með leiðindi.
-
Stutturdreki
- Of mikill frítími
- Póstar: 1720
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 46
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákortið bilað?
Þetta er ekki hitavandamál, annars myndi tölvan frjósa eða slökkva á sér. Eina sem mér dettur í hug, tengt skjákortinu, er að það sé ekki að fá nógan djús frá aflgjafanum.
Ef þú færð ekki fleirri hugmyndir hér og kemst ekki í annað skjákort/tölvu til að prófa þá held ég að það sé alveg kominn tími á að fara með hana á verkstæði.
Ef þú færð ekki fleirri hugmyndir hér og kemst ekki í annað skjákort/tölvu til að prófa þá held ég að það sé alveg kominn tími á að fara með hana á verkstæði.
-
littli-Jake
- Skrúfari
- Póstar: 2447
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 162
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákortið bilað?
Leifðu forritinu að vera í gangi meðan þú sðilar og sjáðu hvaða tölur þú færð. Annars líst mér vel á hugmyndina með aflgjafann
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
playman
- Vaktari
- Póstar: 2046
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Reputation: 82
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákortið bilað?
Þetta samt lookar og hljómar eins og driver vandamál.
Áður en þú ferð í að fara með hana í viðgerð eða eitthvað álíka, prófaðu fyrst að formatta vélinna.
Þannig nærðu að útiloka næstum því 100% að þetta sé driver vandamál eða forrita árekstrar og sleppur við
að þurfa að borga skoðunar gjald ef að þetta reynist vera software issue.
Ertu búin að stress prófa skjákortið?
Getur notað t.d. FurMark
http://www.ozone3d.net/benchmarks/fur/
Áður en þú ferð í að fara með hana í viðgerð eða eitthvað álíka, prófaðu fyrst að formatta vélinna.
Þannig nærðu að útiloka næstum því 100% að þetta sé driver vandamál eða forrita árekstrar og sleppur við
að þurfa að borga skoðunar gjald ef að þetta reynist vera software issue.
Ertu búin að stress prófa skjákortið?
Getur notað t.d. FurMark
http://www.ozone3d.net/benchmarks/fur/
CPU: Intel Core i7-14700KF Icosa Core @ 3.4GHz RAM:32GB DDR5 6000MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
SSD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z790 Eagle AX GPU: NVIDIA RTX 3070Ti 8Gb
[Main screen:]LG UltraGear 32GP850-B 32" QHD nano-IPS [Secondary screen:] BenQ GW2455 - 24" 16:9 [Tertiary Screen:] BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9
SSD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z790 Eagle AX GPU: NVIDIA RTX 3070Ti 8Gb
[Main screen:]LG UltraGear 32GP850-B 32" QHD nano-IPS [Secondary screen:] BenQ GW2455 - 24" 16:9 [Tertiary Screen:] BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9
-
Palligretar
- Nörd
- Póstar: 125
- Skráði sig: Þri 25. Jún 2013 06:50
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákortið bilað?
Var OP búinn að skilgreina specs á vélinni? Mig grunar eins og playman segir að þetta sé driver issue. En þetta gæti líka verið Power supply (Þó ólíklegt)