er með til sölu þessa fínu græju sem hefur reynst mér vel síðustu tæp 2 árin. Fínn kraftur, þokkalegt skjákort (þó ekki fyrir þyngstu leiki) og að sjálfsögðu með 128GB SSD disk

Ég hef ekki tekið eftir slakari rafhlöðuendingu en ætla þó að skella Battery Mon á tölvuna í kvöld og sjá hvað hún endist, hún hefur almennt dugað í 6-8 tíma, fer eftir því hvað ég er að gera.
Kemur nýuppsett með Windows 7 Home Premium.
Helstu upplýsingar:
• Örgjörvi: Intel Core i5-2410M 2.3GHz, 3MB í flýtiminni
• Breiðtjaldsskjár: 13.3" HD með LED baklýsingu. Upplausn 1366x768
• Vinnsluminni: 4GB DDR3 1333MHz
• Harður diskur: Crucial M4 128GB SSD diskur
• Geisladrif: Ekkert geisladrif
• Skjákort: Nvidia GeForce GT 520M með 1GB DDR3 sjálfstæðu minni
• Þráðlaust netkort: 802.11a/g/n og 10/100/Gigabit netkort
• Rafhlaða: Li-ion rafhlaða: 8-cells 5400 mAh, 83 Whrs, allt að 10klst ending!
• Tengi: Bluetooth V3.0, USB3.0, 2x USB2.0, Hljóð inn og út, VGA og HDMI tengi
• Vefmyndavél: Innbyggð 0.3 megapixla vefmyndavél
• Kortalesari: Innbyggður kortalesari les SD/ MS/ MS Pro/ xD/ MMC
• Stýrikerfi: Windows 7 Home Premium 64-bita
• Þyngd aðeins 1.66kg!
Tölvan var keypt hjá Tölvutækni í september 2011 og eru því 2 mánuðir eftir af ábyrgð.
LÆKKAÐ VERÐ - 85ÞÚS!
*Bætt við*
Setti inn myndir. Eins og sést á botn myndinni að þá týndist einn gúmmí flipinn neðan á tölvunni, svo ég klippti hinn í tvennt og hafði hálfan sitt hvoru megin.
Einnig vil ég benda á að flashið ýkir mikið smávægilegar rispur á skjárammanum, þó þær séu vissulega til staðar
