Sælir
Mun væntanlega uppfæra vinnutölvuna á þessu ári. Spurning hvort maður fari í Ivy eða bíði eftir reynslu á Haswell örrann sem og einhver vel nothæf móðurborð sem styðja hann. Hef yfirleitt talið það betra að bíða eitthvað inn í uppfærslur og jafnvel skipta aðeins út þegar mitt dót er á leiðinni að verða að þriðju kynslóðar, þá er aðgengilegra að nota reynslu annara til dæmis af netinu til að velja saman, upp á vesenfrítt, endingu (komin reynsla) sem og "best bang for buck" osfv.
Í þessari vinnu vél er ég með Sandy Bridge i5 2500 og eitthvert frekar ódýrt Gigabyte móðurborð, AMD 6870 skjákort sem og 16GB 1333mhz minni. Keyrir svo sem ágætlega en er meðal annars að keyra Virtual vélar og þar finnst mér SB 2500 ekki alveg vera að gera sig, hefði viljað meiri hraða.
Uppfærslan sem mig langar í dag er i7 3770K og yfirklukka í 4.5Ghz allavega. Hef ekkert að gera við skjástuðninginn í örranum sem er mesta framfarirnar í Haswell, rétt eins og með Ivy yfir Sandy Bridge. Hugsanlega mun ég fara í IHS removal (með kubb og hamri) sem og að nota CLU eða CLP (Cool Labratory Ultra- /Pro) þar á milli og þá væntanlega annaðhvort Noctua kælikrem (sem ég á í dag) á milli IHS og kælingu eða Prolimatech pk? Spurning með reynslu Vaktverja á því.
Svo er það spurning með móðurborð. Hvað halda menn að sé besta Z77 móðurborðið í dag? Þarf meira en minna af SATA tengjum, þarf meira en minna af USB og helst USB 3, Bluetooth væri ekki verra en á USB-Bluetooth lykil. Að sjálfsögðu þarf að styðja hóflega yfirklukkun. Stærðin væntanlega ATX.
Loks, mun ég reyna að færa stýrikerfið yfir á þetta nýja móðurborð. Var búinn að skoða þetta eitthvað fyrir ári og sýndist það ætti að vera nokkuð létt, spurning með reynslu Vaktverja á því líka.