Ég er að spá í að uppfæra skjákortið hjá mér og fara úr hd 5770 og pælingin var sú að fá sér Gtx 660 TI, þetta kort eða eitthvað svipað -> http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=8196 og já ég ætla nú að bíða eftir að 700 línan kæmi áður en ég kaupi mér þetta kort. Það sem ég er samt aðallega að spá er hvort ég sé með einhvern flöskuháls á tölvunni og væri jafnvel ekki með búnaðinn til að nýta þetta kort til fulls, þ.e. að þessi uppfærsla væri jafnvel ekki þess virði og já svo hafði ég einnig smá áhyggjur hvort aflgjafinn væri ekki nógu góður en samkvæmt þessari síðu http://www.hwcompare.com/13214/geforce- ... n-hd-5770/ þá munar 42 vöttum á kortunum, en það ætti kannski ekki að skipta neinu. Hér fyrir neðan er búnaðurinn sem ég er með:
AMD Phenom II X4 955BE (Quad Core 3.2 Ghz) Cooler Master Hyper N520 örgjörvakæling
MSI 760GM-E51 móðurborð
8 GB Corsair XMS3 DDR3-1333 minni
Seagate Barracuda 7200.11 Harður Diskur
Aflgjafinn er 600W Jersey, sem var keyptur í tölvuvirkni, þeir virðast ekki vera að selja þessa tegund lengur og virðist vera erfitt að googla einhverjar solid upplýsingar um þessa aflgjafa en hann kostaði um 10 þús fyrir ári síðan og var seldur á þeim tíma í þær vélar sem þeir seldu sem "leikjavélar" eða "mulningsvélar" eða hvað þetta er nú kallað
En já er einnig opinn fyrir öllum tillögum að öðrum kortum í svipuðum verðflokki eða ef einhver er að selja 660 Ti eða svipuð kort þá er ég tilbúinn að skoða það. - Að því gefnu að þetta gangi allt upp hjá mér að sjálfsögðu - væri líka gaman að vita hversu gott kort ég raunverulega get sett í þessa vél áður en psu eða einhver annar hlutur í tölvunni er orðinn flöskuháls.