Pósturaf Stuffz » Fim 25. Apr 2013 21:23
Mig langar að sjá hvað þeir geta, 4-6 manns ætti að vera ágætis byrjun fyrir nýjan flokk.
Þeir þurfa að sanna sig á þessu kjörtímabili, á meðan almenningur reynir af trúa því að Framsókn geti eitthvað betur en síðast.
ég held reyndar að Framsókn hafi fengið fullt af góðviljuðu atkvæðafylgi í skoðunarkönnunum sem verðlaun fyrir að veðja á réttan hest í icesafe en það eigi ekki allt eftir að skila sér í kassann á kjördag.
held að sumir eigi eftir að finnast þeir neyðist til að treysta Sjálfstæðisflokkinum aftur þ.e.a.s. að hann hafi lært eitthvað af hörmungunum.
Ég myndi allavegana ekki vilja sjá það sama gerast fyrir Pírata og Íslandshreyfingunni að þeir fengju ekki að spreyta sig, held í minnsta lagi þetta hreyfi við svipað þenkjandi öflum í hinum flokkunum, þ.e.a.s. það er eftirspurn eftir svona nálgunum í samtíma stjórnmálum hvort sem aðrir flokkar aðlagi sig að þeim og píratar sameinist að lokum þeim flokki sem helst á samleið með þeim í þessum málum eða að píratar stækki uppí einn af stóru flokkunum á næstu áratugum, það sem skiptir samt náttúrulega mest máli er þær lýðræðisumbætur sem auknar kröfur eru gerðar um í dag af almenningi komi til skjalanna á borði og ekki bara í orði.
:]
Intel NUC Hades Canyon (2018), Nvidia Shield Android TV, (2017) Xiaomi 4K Projector (2019)
Myndavél: Insta360 X5 (2025), ACE Pro (2023), Skydio 2 (2020)
Rafskjótar: E-20 (2024 Byrjanda), KS-16S (2019 Everyday), KS-S22 (2022 Offroad), EB Commander (2022 Long Range)
Áhugamál: Heimspeki, Tækni, Vélbúnaður, Mannlíf, Greiningar, Leikir, Hjólatúrar, Myndbandsgerð, Gervigreind, Kerfisfjölfræði, Framtíð