Eru skjáir með HDMI/DP enn asnalegum tolli?

Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1585
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 63
Staða: Ótengdur

Eru skjáir með HDMI/DP enn asnalegum tolli?

Pósturaf Xovius » Sun 24. Mar 2013 15:55

Var bara að spá hvort að það væri búið að breyta tollaflokkuninni á tölvuskjáum með HDMI og DP tengi?

Var aðeins að kíkja í gegnum tollskránna og samkvæmt henni ætti þetta að falla undir lið 8528.5100
"Aðrir skjáir: Sem gerðir eru eingöngu eða aðallega til nota í
gagnavinnslukerfum í nr. 8471" http://www.tollur.is/upload/files/Tollskr%C3%A1%202012.pdf

Hvar annarsstaðar er þetta flokkað ef þetta fellur ekki undir þetta og afhverju?




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Eru skjáir með HDMI/DP enn asnalegum tolli?

Pósturaf steinarorri » Sun 24. Mar 2013 16:32

Held að þetta sé flokkað sem sjónvarp :D
Þessar reglur eru alveg fáranlegar.



Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Eru skjáir með HDMI/DP enn asnalegum tolli?

Pósturaf Jimmy » Sun 24. Mar 2013 16:35

Smá auka peningur í kassann maður.. Þetta batterí þarf að earna smá monnís.


~

Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1585
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 63
Staða: Ótengdur

Re: Eru skjáir með HDMI/DP enn asnalegum tolli?

Pósturaf Xovius » Sun 24. Mar 2013 23:55

Tollareglurnar eru nefninlega ákveðnar af alþjóðlegri stofnun og yfirfarnar á nokkurra ára fresti, er þetta atriði einhver séríslensk túlkun? Það er víst hægt að kæra svona misflokkun til þeirra, hefur enginn gert það?



Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1585
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 63
Staða: Ótengdur

Re: Eru skjáir með HDMI/DP enn asnalegum tolli?

Pósturaf Xovius » Mán 25. Mar 2013 15:11

Enginn?




Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru skjáir með HDMI/DP enn asnalegum tolli?

Pósturaf Gilmore » Mán 25. Mar 2013 15:27

Ég þurfti að borga Vörugjöld af Delll U3011 sem ég keypti á Ebay fyrir rúmu ári.

Það var þungur biti að kyngja því skjárinn kostaði um 1500$.

Held það sé engin leið að fá einhverja áheyrn eða niðurfellingu hjá þessari aumu tollamafíu sem hér starfar.
Konan mín starfar við að gera tollskýrslur og held hún hafi enga góða sögu af tollinum að segja.


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8742
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1403
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Eru skjáir með HDMI/DP enn asnalegum tolli?

Pósturaf rapport » Mán 25. Mar 2013 15:28

Xovius skrifaði:Enginn?


Held að þessu hafi verið breytt til baka í okt/nóv.

Hér á LSH lækkuðu a.m.k. allir skjáir aftur í innri netversluninni hjá okkur.