Hef aldrei lent í þessu áður | BLACK screen of death

Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Hef aldrei lent í þessu áður | BLACK screen of death

Pósturaf Frantic » Mið 30. Jan 2013 00:34

Vantar einhverjar ráðleggingar hvað má prófa með þessa tölvu (m. windows 7) sem ég er að reyna að gera við.
Vandamálið var að eftir windows logoið þá kom bara upp svartur skjár og allt stöðvaðist.
Engin mús eða neitt og harði diskurinn hætti að vinna.

Fyrst prófaði ég repair disc sem náði að laga eitthvað með system restore og ég komst inní windowsið og hélt að allt væri í lagi.
Svo restartaði ég og þá var vandamálið komið aftur.

Svo setti ég upp alla nýjustu drivera upp í safe mode og lagaði boot mdr í gegnum cmd og ég náði að starta windowsinu.
Til að vera viss þá restartaði ég tvisvar og þá kom AFTUR upp þetta vandamál.

Google er að hjálpa mér lítið svo mig langaði að spyrja hvort þið séuð með einhverjar tillögur um hvað væri sniðugast að prófa til að gera við þetta vesen.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1585
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 63
Staða: Ótengdur

Re: Hef aldrei lent í þessu áður | BLACK screen of death

Pósturaf Xovius » Mið 30. Jan 2013 00:40

Er það alveg svart eða þessi hérna Mynd

Lenti stundum í þesssu með windows 7 að tölvan hætti eiginlega bara við að klára að opnast þegar þessi skjár kom.
Það sem virkaði held ég alltaf til að komast framhjá þessu var að taka tölvuna úr sambandi (slökkva á psu) í smá tíma og kveikja svo aftur, þá fór allt í gang.
Ég googlaðist svoldið og komst held ég að því að þetta væri vesen með SSD ef ég man rétt (lagaði það aldrei sjálfur, skellti bara inn win8)



Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Hef aldrei lent í þessu áður | BLACK screen of death

Pósturaf beggi90 » Mið 30. Jan 2013 00:43

Uppfæra firmware á ssd ef það er í boði.
Ef vélbúnaður er í lagi myndi ég prófa að setja stýrikerfið upp á nýtt.

Memtest -> Hdd test -> uppsetning.
Komi vandamálið upp aftur þarf að skoða móðurborð/aflgjafa betur.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1585
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 63
Staða: Ótengdur

Re: Hef aldrei lent í þessu áður | BLACK screen of death

Pósturaf Xovius » Mið 30. Jan 2013 00:46

beggi90 skrifaði:Uppfæra firmware á ssd ef það er í boði.
Ef vélbúnaður er í lagi myndi ég prófa að setja stýrikerfið upp á nýtt.

Memtest -> Hdd test -> uppsetning.
Komi vandamálið upp aftur þarf að skoða móðurborð/aflgjafa betur.


Já, held einmitt að ráðið sem ég hafi fundið hafi verið firmware update á SSD.



Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Hef aldrei lent í þessu áður | BLACK screen of death

Pósturaf Frantic » Mið 30. Jan 2013 12:40

Skjárinn er alveg svartur og það er enginn SSD í vélinni.
Ætla að prófa að strauja alveg en ef þetta kemur upp aftur þá er þetta pottþétt vélbúnaðurinn og þá get ég ekkert gert þar sem ég neita að opna fartölvur.



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1277
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 90
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Hef aldrei lent í þessu áður | BLACK screen of death

Pósturaf demaNtur » Fim 21. Feb 2013 16:31

Hef lent í þessu á tölvunni hjá mér, virkaði alveg fínt þangað til að ég setti skjákorts-driver (2x 8800GTS) í tölvunna, þá byrjaði þetta hjá mér... :wtf



Skjámynd

Haffi
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Lau 18. Okt 2003 12:31
Reputation: 4
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hef aldrei lent í þessu áður | BLACK screen of death

Pósturaf Haffi » Fim 21. Feb 2013 16:44

Með 2 skjái tengda? Lenti í því eftir driver update að sjónvarpið varð primary og allt svart eftir að windows logoið kom.


Ryzen 7 5800x3D - ASRock X570 Steel Legend - 32gb G.Skill Trident Z @ 3600mhz/Cl14 - PowerColor Radeon RX 7900XTX Red Devil 24GB /- Be quiet! Straight Power 11 Platinum 1000W - Phanteks Eclipse P400S

Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1277
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 90
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Hef aldrei lent í þessu áður | BLACK screen of death

Pósturaf demaNtur » Fim 21. Feb 2013 17:08

Haffi skrifaði:Með 2 skjái tengda? Lenti í því eftir driver update að sjónvarpið varð primary og allt svart eftir að windows logoið kom.


Ég er bara með einn, veit ekki með OP.