Olli skrifaði:Geturu útskýrt fyrir mér af hverju þér finnst þetta eitt lélegasta dót Apple?
Var einmitt að spá í að fá mér magic mouse við makkann..
Allar mýs frá Apple hafa bara verið rosalega lélegar í samanburði við það sem er í boði "hinu megin". Ég nota reyndar í dag bæði magic mouse og magic trackpad og þó svo að þetta sé miklu skárra en gamla mighty mouse (þessi sem var með scroll hjóli sem var alltaf að hætta að virka) þá er þetta bara engan vegin eitthvað sem ég myndi segja að væri sigur á þessu sviði.
Í fyrsta lagi er hún mjög skrýtin í laginu. Ég er með mjög litlar hendur þannig að höndin mín fellur allt í lagi yfir hana en ég get ímyndað mér að hún passi illa í lófann á þeim sem eru með stóra putta. Reyndar þá passar hún engan vegin í lófa, hún er ekki hönnuð þannig. Þú þarft að halda henni þannig að höndin þín er í frekar skrýtinni sem býður uppá þreytu við mikla notkun. Hún er líka eins að framan og aftan sem gerir það að verkum að maður hefur tekið hana upp vitlaust (ekki neitt alvarlegt en samt bögg). Hún býður upp á gesture sem er mjög erfitt að gera rétt en þú gerir við og við óvart. Eitt sem ég geri stundum er að þegar ég ætla að fara á milli í browser history hef ég einhvern auka putta einhversstaðar sem músin nemur þannig að ég er sendur á dashboard (ég hef reynt að slökkva á þessu en það er eitthvað óljóst). Svo get ég ekki framkallað það viljandi nema í jaðartilfellum.
Hins vegar virðist það einhvern vegin vera gegnum gangandi með aðrar þráðlausar mýs að þær eru hannaðar fyrir einhvern proprietary staðal en ekki bluetooth svo að kannski væri þetta bara mest smooth lausn fyrir hann.
Bottom line er að ég fíla ekki Apple mýs (og ekki heldur þessi chiclet lyklaborð en það er annað mál) og myndi ekki nota þær ef ég ynni aðeins meira með músinni. Nær allir þeir sem ég þekki sem vinna með Apple og nota músina mikið (bæði hönnuðir sem vinna í photoshop og svo einhverjir hljóðgæjar) nota aðrar mýs. Flestir þessar klassísku Logitech.