Flakið sem ég er með núna samanstendur af:
MB: Gigabyte M61PME-S2
CPU: AMD Athlon 64 x2 4000+
Innraminni: 2* 2GB DDR2 800MHz
Skjákort: inno3d GT 9600
SSD: 128GB Samsung 830
NoName aflgjafi
Thermaltake kassi
Sé fyrir mér að SSD diskurinn verði það eina sem mun flytja yfir í nýja gripinn.
Aðal notkun á vélinni sem ég er með núna er leikir og net ráp, leikir á borð við diablo3 (Ræður varla við það á all low), lol (ræður illa við leikinn eftir season 3 uppfærsluna), en langar að geta spilað leiki á borð við crysis, farcry og þessa leiki sem eru frekar kröfuharðir, vélin þarf líka að vera hljóðlát.
Verð bil er í kringum 200k sem ég er tilbúinn að setja í nýja vél +- nokkra 5000.kr seðla.
Fyrsta plan:
Móðurborð: Vantar álit á því
CPU: Vantar álit (intel verður örugglega fyrir valinu), munur á sandy og ivy?
Innraminni: 4*4GB Corsair Vengeance @16.750.kr
Skjákort: GTX670 @68.950.kr
SSD: 128GB Samsung 830 @0.kr
Aflgjafi: AX750 @29.450.kr (of stór eða góður upp á framtíð?)
CPU kæling: vantar álit, er að spá í H80 eða H100@23.950.kr ?
Hljóðkort: langar rosalega í ASUS Xonar Essence STX en það þarf ekki að koma strax í vélina
Kassi: Fractal Design Define R3 White var að fara kaupa hann í dag en síðan sá ég að Tölvuvirknu eru með R4 á síðunni sinni en bara í svörtum lit (Sem ég er ekki spenntur fyrir, langar í hvítan), spurning um að gá hvort þeir séu til í að panta hann hvítan eða er betra að gera það bara sjálfur ? (R4 getur tekið við H100 easy en R3 geri það ekki.
Væri til í að fá innlegg á hvaða móðurborð og CPU ég ætti að fá mér við þetta skjákort, er alveg opinn fyrir því að geta yfirklukkað upp á framtíðina en verður örugglega ekki gert strax.
Planið er að hafa íhluti í svörtu (dökkum lit) eða hvítu, allt annað verður seint skoðað sem möguleiki
Er ekki með mikla sérvisku um hvar íhlutirnir fást svo lengi sem það er ekki buy.is eða computer.is

