Overclocka skjákortið


Höfundur
dawg
Ofur-Nörd
Póstar: 282
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 16:54
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Overclocka skjákortið

Pósturaf dawg » Mið 21. Nóv 2012 19:08

Sæli var að hugsa um að overclocka skjákortið hjá mér upp í næsta fyrir ofan. Veit það er hægt og fann mann sem hefur gert þetta stable í 1 ár so far.

Spurningin er hinsvegar hvort þið vitið um eitthver cooling mod sem ég get gert við tölvuna ?
Dottin úr ábyrgð þannig DIY er einnig vel séð.

Tölvan:
http://uk.computers.toshiba-europe.com/ ... ID=1107193
Ætla reyna koma skjákortinu upp í GPU: 800MHz Memory: 1020MHz Shader: 1600 og halda tölvunni undir 80°C.

Efa að það takist en eitthverjar hugmyndir ? Ég er ekki búinn að skipta um nein hitaleiðandi krem einsog er en búinn að tæma aðal viftu grillið einusinni(rykteppi).
Þannig hvaða hitaleiðandi krem og ef eitthver DIY þá hvar byrja ég.

Ég er stable 34- 40°ekki undir load en maxa 100 °eftir load í langan tíma en annars stable 82~°.



Skjámynd

Svansson
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Lau 14. Apr 2012 21:20
Reputation: 0
Staðsetning: Hérna
Staða: Ótengdur

Re: Overclocka skjákortið

Pósturaf Svansson » Mið 21. Nóv 2012 22:15

ég fann einhverstaðar fyrir einu ári bara sömu stærð af viftu eins og var í fartölvuni minni og keypti bara öflugri, kældi eithvað betur við það en var háværari.
En svo geturðu líka alltaf keypt svona cooling stand þar sem tölvan stendur með einhverjum 15% halla og er bara á annað kvort 1x 200mm viftu eða 2-4 120mm viftum, og gæti kannski improvað aðeins með að taka kviðin af henni (plasthlífina undir henni)


550D - 3770K - GTX760 - Rm750W - z77 OC formula - 250gb - 2tb - h100i

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2181
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 198
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Overclocka skjákortið

Pósturaf DJOli » Mið 21. Nóv 2012 22:35

Þar sem þú ert að hanga í 100°c eftir þokkalega spilun myndi ég ráðleggja þér frá því að yfirklukka skjákortið þar sem tölvan drepur sjálfkrafa á sér þegar skjákortið fer í 105°c. Meiri hiti myndi valda skemmdum, og skemmdir vegna yfirklukks giska ég á að falli ekki undir ábyrgð, nema að skilmálar síðustu ára hafi eitthvað breyst.


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|2tb Samsung 990 Evo Plus nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200


Höfundur
dawg
Ofur-Nörd
Póstar: 282
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 16:54
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Overclocka skjákortið

Pósturaf dawg » Mið 21. Nóv 2012 23:30

DJOli skrifaði:Þar sem þú ert að hanga í 100°c eftir þokkalega spilun myndi ég ráðleggja þér frá því að yfirklukka skjákortið þar sem tölvan drepur sjálfkrafa á sér þegar skjákortið fer í 105°c. Meiri hiti myndi valda skemmdum, og skemmdir vegna yfirklukks giska ég á að falli ekki undir ábyrgð, nema að skilmálar síðustu ára hafi eitthvað breyst.

Er ekki í ábyrgð.
Ég vissi af því, enda stoppaði ég tölvuleikinn sem ég var að spila þegar ég tók eftir 100°C á gpushark. En það tók tölvuna 10 sek sirka að kæla sig niður í 75/80°.

En einsog ég sagði , er að leita af eitthverju crazy moddi, jafnvel nýrri skel eða custom skel. Bara hef ekki þekkinguna í að vita hvernig maður myndi redda því.
Get ég replaceað viftuna með annari ?


Kanski að maður reyni að fara í eitthvað svona.
http://www.overclockers.com/let-the-real-mods-begin/