Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf DoofuZ » Sun 04. Nóv 2012 21:47

Ég hef verið að taka eftir því núna í smá tíma að öðru hvoru þá brenglast aðeins grafíkin í Windows hjá mér, t.d. birtist hluti af einhverju icon á miðjum taskbar eða partur af einhverjum glugga afritast annarstaðar yfir gluggann (sjá mynd af uTorrent) sem ég hef líka séð gerast á Youtube videoum. Ég hef bæði prófað að uppfæra drivers fyrir skjákortið og svo prófaði ég líka að uppfæra Flash þar sem ég var að sjá þetta oftast gerast með Youtube myndbönd en þetta hefur ekkert lagast.

Einhver sem hefur séð svona vandamál og getur sagt mér hvað gæti verið að?

Hér eru dæmi um þetta vandamál:
Display fail 1.png
Display fail 1.png (13.49 KiB) Skoðað 2236 sinnum

display fail 2.png
display fail 2.png (44.66 KiB) Skoðað 2236 sinnum


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6379
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 173
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf AntiTrust » Sun 04. Nóv 2012 21:52

Ég myndi veðja útlim að þetta sé hugbúnaðarissue. Myndabrengl af völdum bilaðs GPU sýnir sig yfirleitt talsvert öðruvísi.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf beatmaster » Mán 05. Nóv 2012 01:22

Ef að þú getur tekið screenshot af þessu með snipping tool sem að mér sýnist þú vera að gera, þá myndi ég halda að þetta væri ekki vélbúnaðartengt, heldur er væntanlega eitthvað smiley forrit (er ekki að segja það heldur tek bara sem dæmi) eða eitthvað þvíumlíkt, facebook viðbót jafnvel, sem að er í einhverju rugli og að fokka þessu upp hjá þér

Hvenær byrjaði þetta?


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Garri
1+1=10
Póstar: 1131
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf Garri » Mán 05. Nóv 2012 01:42

Er nokkuð viss um að þetta sé vandamál sem nýlega er búið að skjóta upp kollinum og tengist uppfærslu á Mozilla og eða Flash, lýsir sér þannig að Flash plugin er keyrt í Proctected mode (einfalt að ganga úr skugga um með því að skoða Task manager ef tvö tösk með Flash plugin eru keyrið). Lausnin er einföld, að bæta við skipunina "ProtectedMode=0" í mms.cfg sem er staðsett í C:\Windows\SysWOW64\Macromed\Flash á 64bita annars væntanlega C:\Windows\Sys32\Macromed\Flash

Hef þurft að laga þetta á þremur Win7 vélum undanfarið.




paze
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Mán 31. Okt 2011 18:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf paze » Mán 05. Nóv 2012 06:38

Format lagaði þetta hjá mér um daginn.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf DoofuZ » Mán 05. Nóv 2012 12:36

beatmaster skrifaði:Ef að þú getur tekið screenshot af þessu með snipping tool sem að mér sýnist þú vera að gera, þá myndi ég halda að þetta væri ekki vélbúnaðartengt, heldur er væntanlega eitthvað smiley forrit (er ekki að segja það heldur tek bara sem dæmi) eða eitthvað þvíumlíkt, facebook viðbót jafnvel, sem að er í einhverju rugli og að fokka þessu upp hjá þér

Hvenær byrjaði þetta?

Já nei, ekki fræðilegur séns að þetta sé eitthvað tengt einhverju smiley forriti eða facebook viðbót, set aldrei eitthvað drasl inná tölvuna :) En já, ég tók þessi screenshot með Snipping Tool. Þetta byrjaði annars fyrir þónokkru síðan en var þá bara að koma fram þegar ég spilaði Youtube video, en bara þegar ég spilaði þau á Youtube.com, ekki ef ég var að spila þau inná Facebook og kom myndbrenglið oftast fram ef ég skrollaði aðeins niður síðuna þannig að videoið sást ekki lengur og svo aftur upp og þá brenglaðist bara smá rönd efst á sjálfu videoinu. En svo eru í kringum tvær vikur eða svo síðan ég fór að taka eftir þessu annarstaðar, fyrst bara í uTorrent og svo núna nýlega á öðrum stöðum eins og í Firefox glugga eða á taskbar eins og sést á fyrstu myndinni.

Ég ætla samt að fara yfir öll forrit sem eru uppsett hjá mér og henda út því sem ég nota ekki (ekki mörg forrit samt) og sjá hvort það hafi áhrif. Ef það hefur ekki áhrif á þetta þá athuga ég með Windows Update og uppfæri svo kannski drivers fyrir skjákortið aftur.

Garri skrifaði:Er nokkuð viss um að þetta sé vandamál sem nýlega er búið að skjóta upp kollinum og tengist uppfærslu á Mozilla og eða Flash

Já það hljómar sennilegt. En getur það "smitast" svona út þannig að það komi svona myndbrengl á öðrum stöðum en þar sem Flash er í notkun eða í Firefox? Eins og sést á seinni myndinni þá er þetta meðal annars að gerast í uTorrent, notar uTorrent Flash? Ætla að prófa þetta ProtectedMode dæmi og sjá hvað það gerir annars er ég smá efins með þá lausn :-k

paze skrifaði:Format lagaði þetta hjá mér um daginn.

Ætla nú að reyna að forðast það að fara þá leið, vil frekar finna almenilega lausn á þessu núna í stað þess að eiga von á því að þetta vandamál komi aftur seinna.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Garri
1+1=10
Póstar: 1131
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf Garri » Mán 05. Nóv 2012 12:51

Þessi flash bögg lýsir sér þannig að vélin hálf frýs hreinlega.. og á þá væntanlega erfitt með að endurteikna hvaðeina sem er á skjánum.

Mjög einfalt fyrir þig að prófa á Taskbar. Ef þú sérð tvö Flashplugin þá er þetta vandamál hjá þér.

ps. var að laga tvær WM vélar í gærkvöldi sem létu svona.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3326
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 616
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 06. Nóv 2012 04:02

Þú getur prófað Ubuntu Live Cd og ef allt virkar perfect þar þá er það stýrikerfið/hugbúnaður sem er að láta illa við þig en ef þetta er hardware issue þá heldur vandamálið að sjálfsögðu áfram.


Just do IT
  √

Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf rango » Þri 06. Nóv 2012 04:27

Afkverju lendi ég aldrei í svona skemtilegu veseni? :dissed



Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1399
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf kubbur » Þri 06. Nóv 2012 09:37

Lendi stundum i þessu, en tek ekki eftir neinu hökti eða þvíumlíku, nota crome


Kubbur.Digital

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf DoofuZ » Þri 06. Nóv 2012 22:25

Garri skrifaði:Mjög einfalt fyrir þig að prófa á Taskbar. Ef þú sérð tvö Flashplugin þá er þetta vandamál hjá þér.

Ég sá tvö Flashplugin í gangi í Task Manager og þegar ég sá vandamálið koma fram í uTorrent og stoppaði bæði þá lagaði það ekki vandamálið. En hins vegar þegar ég stoppaði Explorer þá lagaðist böggið og síðan þá hef ég ekki séð þetta gerast aftur núna í amk. sólahring. Hef ekki enn prófað display drives update né Windows update, ætla að bíða aðeins með það og gera nokkrar tilraunir með þetta í viðbót, svo lengi sem þetta komi upp aftur :-k

Hjaltiatla skrifaði:Þú getur prófað Ubuntu Live Cd og ef allt virkar perfect þar þá er það stýrikerfið/hugbúnaður sem er að láta illa við þig en ef þetta er hardware issue þá heldur vandamálið að sjálfsögðu áfram.

Já það er góð hugmynd, en ég ætla samt að bíða svoldið með það, hallast aðeins meira að því að þetta sé hugbúnaðarvandamál. Það verður algjört last resort að prófa vélbúnaðinn sérstaklega.

rango skrifaði:Afkverju lendi ég aldrei í svona skemtilegu veseni? :dissed

Þú vilt ekki lenda í svona veseni, treystu mér, hef svotil aldrei átt alveg vandræðalausa tölvu :| Alltaf einhver svona skrítin vandamál sem koma upp. Að vísu var fartölvan mín frábær... þar til ég missti hana :roll:

paze skrifaði:Format lagaði þetta hjá mér um daginn.

Garri skrifaði:Hef þurft að laga þetta á þremur Win7 vélum undanfarið.

kubbur skrifaði:Lendi stundum i þessu, en tek ekki eftir neinu hökti eða þvíumlíku, nota crome

Er þetta svona algengt vandamál? Það hlýtur þá einhver að vera búinn að finna út hvað er að valda þessu.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Garri
1+1=10
Póstar: 1131
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf Garri » Mið 07. Nóv 2012 01:43

Sæll

Ástæðan fyrir því að þetta lagaðist þegar þú slökktir á Explorer er sú að Explorer er að kveikja á Flash-inu aftur, margar vefsíður sem nota flash, ekki bara youtube.

Þú verður að fara eftir leiðbeiningunum sem ég gaf þér til að laga þetta.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf Danni V8 » Mið 07. Nóv 2012 05:44

Ég var að lenda í þessu alveg þangað til ég hætti að nota download limit gadgetið sem einhver hérna á Vaktinni bjó til. Það fór allt í einu að opna endalausa IE glugga sem ég gat ekki alltaf lokað svo ég slökkti bara á því.


Þetta byrjaði að gerast eftir eitthvað update. Hvort það var Windows eða Flash update veit ég ekki, en veit að þetta sidebar gadget var búið að vera í gangi í marga mánuði án vandræða.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf DoofuZ » Mið 07. Nóv 2012 14:54

Garri skrifaði:Sæll

Ástæðan fyrir því að þetta lagaðist þegar þú slökktir á Explorer er sú að Explorer er að kveikja á Flash-inu aftur, margar vefsíður sem nota flash, ekki bara youtube.

Þú verður að fara eftir leiðbeiningunum sem ég gaf þér til að laga þetta.

Já, gleymdi því, prófa það þegar ég kem heim í dag, væri samt best ef ég gæti auðveldlega framkallað þetta til að sjá hvort sú lausn virkar en eins og er þá veit ég ekki hvernig ég get það. En annars varðandi Flash þá var ég ekki með neinn browser glugga opinn og sá ekkert process frá neinum browser í Task Manager, var bara með uTorrent gluggann á skjánum og þegar þetta gerist þar þá gerist það stuttu eftir að ég kalla forritið upp, finnst eins og það sé eitthvað tengt því þegar uTorrent endurnýjar grafíkina í glugganum, sem er að vísu aðgerð sem að Windows sér um að framkvæma með hjálp frá display driver og það er væntanlega gert beint í gegnum Explorer svo ég held mig eins og er við það að vandamálið sé þar.

Það leiðinlegasta samt við svona skrítin vandamál er þegar maður á erfitt með að framkalla það til að finna betur orsökina, er ekki enn farinn að sjá þetta gerast aftur :?
Danni V8 skrifaði:Ég var að lenda í þessu alveg þangað til ég hætti að nota download limit gadgetið sem einhver hérna á Vaktinni bjó til. Það fór allt í einu að opna endalausa IE glugga sem ég gat ekki alltaf lokað svo ég slökkti bara á því.

Já, hehe, gadgetið sem einhver (*hóst*ég*hóst*) bjó til, það er þekktur galli í eldri útgáfu af því, ætti ekki að gerast ef þú setur nýjustu útgáfuna af því inn, mæli með því :happy

Stórefa amk. að þetta tengist eitthvað Windows Sidebar eða einhverjum gadgetum, hvað þá þessu tiltekna gadgeti.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Garri
1+1=10
Póstar: 1131
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf Garri » Fim 08. Nóv 2012 13:01

Ef þú ert ekki búinn að breyta mms.cfg skránni þá er ekkert mál að framkalla svona hegðun þar sem vélin er enn að keyra þetta flashplugin í protekted mode. Þú einfaldlegar ferð á síðu sem er með flash, eins og Youtube. Svissaðu svo í eitthvað annað forrit og bingó.. það fær ekki cpu til að "paint-a" sem er eitt af fyrstu sjálfvirku msg-inu (wm_paint) sem Windows sendir nýjum glugga. Og það þýðir að ramminn sést en allt frosið undir sem er dæmigerð hegðun þegar task hefur yfirtekið cpu/gpu



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf DoofuZ » Sun 11. Nóv 2012 02:48

Gat nú ekki framkallað þetta vandamál með því að svissa yfir í eitthvað annað, en ég prófaði að setja Youtube video í gang, setti á pásu og prófaði að scrolla niður og svo aftur upp og þá sá ég það gerast svo ég prófaði að setja "ProtectedMode=0" í mms.cfg og þá hætti ég að sjá það. Tók það í burtu og þá kom vandamálið aftur svo það er staðfest hér með að þetta leysir vandann. Var líka að lenda í hökkti í spilun og það er líka hætt að gerast. Takk fyrir þetta Garri ;)

Hvað er annars málið með þetta ProtectedMode dæmi eiginlega? Fáránlegt vandamál :? Vona bara að þetta hafi líka verið á bakvið þetta sem ég sá gerast á taskbar og í uTorrent eins og myndirnar sína. Finnst skrítið að Flash geti valdið vandamáli útfyrir forrit sem nota það. Notar uTorrent kannski Flash í eitthvað? Stórefast um að Windows komi eitthvað nálægt Flash. Verð víst bara að bíða og sjá hvort það gerist eitthvað :)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Garri
1+1=10
Póstar: 1131
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf Garri » Þri 13. Nóv 2012 01:10

Ástæðan er sú að flash plugin ið er á system timer interupti (reyndar software keyrt með Windows Kernelinum)

Þegar þú ert að vinna þá er flash-plugin-ið alltaf að fá msg sem þýðir að það tekur CPU frá þér, alveg sama þótt þú sért ekki að skoða eitt né neitt, nóg að hafa startað því upp og örugglega verra ef einhver flipinn er með flash-mynd í gangi, alveg sama þótt "invisble" sé

Ég nennti ekki að finna út úr því hvers vegna þetta gerist en þetta gerðist eftir uppfærslu á annaðhvort FireFox eða Flash-inu.

Allar mínar W7 vélar urðu fyrir þessu (er með 5 í nokkuð konstant keyrslu, tvær í WM) svo ég er næstum viss um að þetta er miklu mun algengara en almenningur gerir sér grein fyrir og grunar að mikið sé að gera hjá tölvuverkstæðum sem selja mönnum ný skjákort og tíma fyrir að laga ósköpin.

Hef séð nokkur svona dæmi hér á vaktinni, hef bent á þetta en engin viðbrögð fengið.. menn strauja væntanlega frekar tölvuna sem virðist vera allra meina bót sem og að kaupa sér bara nýja tölvu.. eða eitthvað!



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið vandamál, myndbrengl, bilað skjákort/minni?

Pósturaf DoofuZ » Þri 13. Nóv 2012 14:44

Haha, það er svakalegt! Ég fann einmitt ágætis upplýsingar um þetta vandamál þar sem var einmitt bent á sömu lausn og þú komst með og þar kom fram að þetta sé vegna þess að 14. ágúst síðastliðinn þá kom útgáfa 11.3 af Flash út en það eina sem var nýtt í þeirri útgáfu var einmitt þetta ProtectedMode sem var sett inn vegna öryggisgalla. Fáránlegt að þeir séu ekki búnir að laga þetta, mjög leiðinlegt fyrir þá sem hafa ekki hugmynd hvað er í gangi og halda einmitt að tölvan sé eitthvað biluð :thumbsd


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]