Vantar ráðleggingar með myndvinnslutölvu


Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar ráðleggingar með myndvinnslutölvu

Pósturaf Palm » Lau 13. Okt 2012 16:05

Er að fara að setja saman myndvinnslutölvu (sem er góð fyrir ljósmyndavinnslu og vonandi videovinnslu líka).

Er búinn að fá þetta tilboð:
1 Stk Kassi - Án aflgjafa - CoolerMaster Dominator 692 Advanced 21.860 Kr. 21.860 Kr.
1 Stk Aflgjafi - 600w - Fortron 600W ATX 2.3 85+ ATX - 101 11.860 Kr. 11.860 Kr.
1 Stk Móðurborð - Intel - 1155 - ASUS P8Z77-V LX ATX DDR3 - 101 23.860 Kr. 23.860 Kr.
1 Stk Örgjörvi - 1155 - Intel Core i5-3450 Ivy Bridge 3.1GHz 22nm 6MB Quad-C 29.860 Kr. 29.860 Kr.
2 Stk Minni - DDR3 Minni 1600 MHz - G.Skill 8GBXL (PC3 12800) 8GB 2x4096MB 10.860 Kr. 21.720 Kr.
1 Stk Harður Diskur - 3.5" - 1.0 TB - SATA3 - Seagate Barracuda 7200.12 15.860 Kr. 15.860 Kr.
1 Stk Skjákort - PCI-E - ATI - Club3D HD7750 royalQueen 1024MB GDDR5 - 303 20.860 Kr. 20.860 Kr.
1 Stk Geisladrif - DVD Skrifari - Sony OptiArc AD-5260S DVD+/- 24X S-ATA Sva 3.960 Kr. 3.960 Kr.
1 Stk Þjónusta - Samsetning og Uppsetning á Tölvu 9.860 Kr. 9.860 Kr.
1 Stk Hugbúnaður - Stýrikerfi - Windows 7 Home Premium 64-Bita OEM 19.900 Kr. 19.900 Kr.
Samtals 179.600 Kr.
VSK 25.5% 36.492 Kr.
Samtals Alls 179.600 Kr

Hverju á ég að breyta til að gera hana betri eða hvernig fæ ég hagkvæmari hluti í hana?
Við hverja á maður að versla - vil trausta aðila sem ráðleggja manni vel og eru sanngjarnir í verði.

Á 180 GB solid state disk sem ég ætla að nota fyrir startup disk.
Er líka með einn 2TB disk nýjan sem ég á og ætla að hafa í velinni.
Þarf líklega einn 3TB lika (i stað þessa 1TB i tilboðinu) og svo nota gamla diska sem ég á sem eru frá 750 GB i 1 TB.

Vil svo helst vera með diska sem ég get tekið úr vélinni og skipt um því ég er með backup af ljósmyndum. Er það ekki sér kassi sem er með svoleiðis búanði?

Er með gamla tölvu sem hugsanlega væri hægt að nýta eitthvað úr.
Skilst það sé hægt að selja gamla hluti i tölvuvirkni - ráðleggið þið með því?

Borgar sig að fara í windows 8 - er það að virka vel?

Er einhver traustur hér sem tekur að sér að búa til svona og setja saman svona góða tölvu fyrir mann gegn sanngjörnu verði?

Fullt af spurningum - vona að þið getið leiðbeint mér - með fyrirfram þökk.




Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðleggingar með myndvinnslutölvu

Pósturaf Palm » Lau 20. Okt 2012 16:16

Er enginn með neinar ráðleggingar fyrir mig?




kvaldik
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Lau 22. Sep 2012 09:46
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðleggingar með myndvinnslutölvu

Pósturaf kvaldik » Lau 20. Okt 2012 16:44

Ég er nýbúinn að setja saman svipaða vél. Gerði þau mistök að nota eitthvað af dóti úr gömlu tölvunni (aflgjafan og harðdiskinn), það voru tóm leiðindi, veit ekki hvort hluturinn var til vandræða en ég endaði bara á því að skipta um þá báða til að losna við vandamálin sem fylgdu. Svo ég mæli ekki með því að nota eitthvað gamalt, marg borgar sig að kaupa allt nýtt fyrst þú ert að standa í þessu. Gömlu hlutina er bara best að selja hérna á vaktinni mundi ég halda... Eina sem ég sé við þessa samsetningu er að mér fynnst minnið vera fremur dýrt samanber vaktina:

http://vaktin.is/index.php?action=price ... lay&cid=14

Ef að þú ert með ljósmyndir sem alls ekki mega glatast mundi ég skoða RAID, þá ertu bæði með öruggt afrit af þeim og þú færð aðeins meiri les hraða sem kemur sér vel þegar þú ert að vinna með margar myndir í einu.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1052
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðleggingar með myndvinnslutölvu

Pósturaf Revenant » Lau 20. Okt 2012 16:52

Solid state stýrikerfisdiskur og tveir diskar í raid-1 (mirror) fyrir gögn er mjög sterkur leikur.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3873
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 276
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðleggingar með myndvinnslutölvu

Pósturaf Tiger » Lau 20. Okt 2012 18:40

Hefðiru ekki viljað hafa i7 örgjörva með Hyper Thread-ing í svona videovinnslu vél? Hefði haldið að það væri einn af fyrstu 2 hlutunum sem maður myndi velja í upphafi.

Og sammála með minnið, getur fengið 1866MHz minni fyrir undir 8.000kr og notað mismuninni í HT örgjörva. Þessi minni með aðeins lausari timing en ekkert sem þú myndir nokkurntímann finna fyrir í vinnslu, 9-10-9-27 vs 9-9-9-24.

just my 2 cents.