Mjög spes vandamál


Höfundur
joishine
Nörd
Póstar: 116
Skráði sig: Lau 08. Sep 2012 23:43
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Mjög spes vandamál

Pósturaf joishine » Lau 08. Sep 2012 23:53

Er að eiga við mjög sérstakt vandamál, fékk tölvu frá félaga mínum sem er keypt 2010 í tölvutek.

specs eru:

Móðurborð: Everest sýnir ekki nákvæmt en fæ e-ð "Bearlake" nafn.
Örgjafi: Intel Pentium E5200 @ 2500MHz
Vinnusluminni: Corsair DDR2 2x1024
Skjákort: ATi Radeon HD 4850
HD: 300GB SATA


Vandinn er þannig að þegar ég bað um vélina sagði hann að tölvan ætti það til að frjósa á 30 mín fresti og e-ð.

Þegar ég fæ vélina ákveð ég að rykhreinsa hana með þrýstilofti og boy var þess þörf, vélin var svo asnalega rykug að ég var viss um að hann væri að lenda í ofhitnun og þetta myndi laga allt.

Tók mig til og formattaði vélina líka, setti upp mitt vanalega XP SP3 á hana sem ég nota alltaf og setti hana upp, lenti í engu böggi.

Svo 2 dögum eftir format byrjaði þetta vandamál aftur, og það er mjög spes hverng hún frýs.

Það gerist stundum oft en stundum nær hún að lifa nokkuð lengi bara. En þetta er þannig að það er eins og hún deyji bara, það slökknar á skjánum og hann segist vera að fara í sleep mode og það drepst á öllum hljóðum og slíkt(Lenti í þessu að horfa á myndband og hlusta á musik og það drapst á því) en tölvan helst í gangi, og það þarf að slökkva á henni með því að halda takkanum inni.

Ég hélt að þetta væri skjákorts vandamál þar sem það var eins og skjárinn væri bara að deyja og tölvan væri í gangi, svo ég skipti um kort og prófaði en þetta hélt áfram :/


Ég er rosalega tómur og allar leytir á google og slíkt eru ekki alveg nákvæmlega eins vandamál og slíkt.

Ég held að þetta hljóti að vera einhver hardware fail þar sem ég formattaði vélina þarna á milli sem hann lenti í þessu og ég, en ég fatta bara ekki hvað það gæti verið. Ætla að prófa að formatta og setja Windows upp á öðrum HD og sjá hvað gerist, en hefur einhver lent í svipuðu og gat lagað það ? Ég vill ekki fara í Tölvutek alveg strax ef ég get reddað þessu.

mbk.



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2401
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 70
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Mjög spes vandamál

Pósturaf Gunnar » Sun 09. Sep 2012 00:50

skrítin bsod er vanalega minnin minnir mig



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 135
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Mjög spes vandamál

Pósturaf Pandemic » Sun 09. Sep 2012 00:56

Ég ætla að giska á harðan disk? ertu búinn að athuga hann. Frekar einfalt mál að kíkja á bæði minni og harðadisk. Ef þú gerir það þá ertu með færri hluti sem geta verið bilaðir.




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mjög spes vandamál

Pósturaf SteiniP » Sun 09. Sep 2012 01:00

Pandemic skrifaði:Ég ætla að giska á harðan disk? ertu búinn að athuga hann. Frekar einfalt mál að kíkja á bæði minni og harðadisk. Ef þú gerir það þá ertu með færri hluti sem geta verið bilaðir.

Já, byrja á þessu.
Skoðaðu líka móðurborðið og gáðu hvort þú sérð einhverja bólgna/lekandi þétta.



Skjámynd

andripepe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 340
Skráði sig: Fim 13. Ágú 2009 16:39
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Mjög spes vandamál

Pósturaf andripepe » Sun 09. Sep 2012 12:14

skelltu svo einhverju öðru upp heldur en winxp


amd.blibb


Höfundur
joishine
Nörd
Póstar: 116
Skráði sig: Lau 08. Sep 2012 23:43
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Mjög spes vandamál

Pósturaf joishine » Mán 10. Sep 2012 22:40

Ekki var það HD, búinn að prófa að setja upp windows á annan disk og þetta kom strax nánast.

Var að prófa að taka einn minnis kubbinn úr og sjá hvort þetta væru þeir.

Ef það virkar ekki er ég orðin svolítið tómur bara.



Skjámynd

Marmarinn
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mið 13. Feb 2008 16:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Mjög spes vandamál

Pósturaf Marmarinn » Mán 10. Sep 2012 22:51

Ég hef allavega lent í gamalli fartölvu sem hegðaði sér svona, nema þegar ég þrýsti örgjörvanum vel niður þá dugði hún lengur og nánast alveg vel bara.
En vandamálið tók sig alltaf upp aftur á endanum.

Getur þú tekið örgjörvan út hreinsað allt þar og sett í aftur?




TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Mjög spes vandamál

Pósturaf TraustiSig » Mán 10. Sep 2012 23:32

Hljómar eins og einhver villa á móðurborðinu.

Ef þú prófar að lyfta móðurborði úr kassanum.
Prófar að keyra hana án skjákorts (ef það er onboard kort) og keyrir hana á flash kubb t.d. í Ubuntu eða öðru live kerfi.
Ef þetta gerist þar myndi ég skjóta á bilað móðurborð.

Getur downloadað USB maker hér:
http://www.pendrivelinux.com/yumi-multi ... b-creator/


Now look at the location


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Mjög spes vandamál

Pósturaf Klemmi » Mán 10. Sep 2012 23:33

Hljómar mest eins og móðurborðs- eða aflgjafabilun.

Getur prófað, líkt og aðrir hér nefna, að athuga hvort einhverjir þéttar séu bólgnir, en það er hins vegar mjög sjaldgæft á móðurborðum sem eru ekki eldri en þetta.

Ef þú átt annan aflgjafa myndi ég prófa hann við, annars er það bara að kíkja einhver með tölvuna í almennilega bilanagreiningu :dissed


Starfsmaður Tölvutækni.is