Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk


Höfundur
Katrin
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fim 06. Sep 2012 11:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf Katrin » Fim 06. Sep 2012 11:14

Harði diskurinn í fartölvunni minni varð ónýtur seinasta sumar og ég pantaði bara nýjan og allt fínt með það.
En núna vill ég endurheimta öll gögn eða þau sem er mögulegt að endurheimta af diskinum.
Hvernig gæti ég gert það?
Með fyrirfram þakkir (:




playman
Vaktari
Póstar: 2046
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 82
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf playman » Fim 06. Sep 2012 11:42

Það fer bara allt eftir því hverninn hann er bilaður.


CPU: Intel Core i7-14700KF Icosa Core @ 3.4GHz RAM:32GB DDR5 6000MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
SSD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z790 Eagle AX GPU: NVIDIA RTX 3070Ti 8Gb
[Main screen:]LG UltraGear 32GP850-B 32" QHD nano-IPS [Secondary screen:] BenQ GW2455 - 24" 16:9 [Tertiary Screen:] BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 874
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 168
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf jericho » Fim 06. Sep 2012 11:55

Hafðu samband við einhverja tölvuverslun og kannaðu hvort þeir bjóði upp á gagnabjörgun. Þá ættir þú að fá lausn þinna mála og getur byrjað aftur að dansa.



Ryzen 7 7800X3D | DH-15 | Radeon RX 9700 XT | MSI MAG B650 Tomahawk | Samsung Evo 990 2TB | G.Skill Ripjaws S5 2x16GB | Corsair RM850x | Fractal Meshify C | 32" LG UltraGear 4K OLED


Höfundur
Katrin
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fim 06. Sep 2012 11:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf Katrin » Fim 06. Sep 2012 12:07

Heyrðu lét vin bróður míns kíkja á hann þegar hann bilaði og hann vissi það ekki, svo ég veit það ekki.

Gagnabjörgun er oftast mjög dýr, jafnvel tugi þúsunda hjá tölvuverslunum :/




playman
Vaktari
Póstar: 2046
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 82
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf playman » Fim 06. Sep 2012 12:17

það er frekar erfitt að bjarga gögnum út af disk ef maður veit ekki hvað er að honum.
En það er rétt að gagnabjörgun getur hlaupið á tugum þúsunda, og oftast fer það eftir gagnamagni.

t.d. ef að diskurinn kveikir ekki á sér, þá er nánast víst að stýrispjaldið sé farið, lítið mál getur verið að skipta um það, og ekki svo kostnaðarsamt.
Þá er oftast bara nóg að skipta um það og hann er þá nothæfur aftur.

En ef að hann kveikir á sér og er að surga eða hakkhljóð heyrist í honum, þá þarf að opna hann og það getur verið mjög kostanaðar samt.

En í Þessum málum er ekki hægt að alhæfa neitt, og þetta eru bara hugmyndir hjá mér.


CPU: Intel Core i7-14700KF Icosa Core @ 3.4GHz RAM:32GB DDR5 6000MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
SSD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z790 Eagle AX GPU: NVIDIA RTX 3070Ti 8Gb
[Main screen:]LG UltraGear 32GP850-B 32" QHD nano-IPS [Secondary screen:] BenQ GW2455 - 24" 16:9 [Tertiary Screen:] BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2925
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 228
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf CendenZ » Fim 06. Sep 2012 12:58

playman skrifaði:það er frekar erfitt að bjarga gögnum út af disk ef maður veit ekki hvað er að honum.
En það er rétt að gagnabjörgun getur hlaupið á tugum þúsunda, og oftast fer það eftir gagnamagni.

t.d. ef að diskurinn kveikir ekki á sér, þá er nánast víst að stýrispjaldið sé farið, lítið mál getur verið að skipta um það, og ekki svo kostnaðarsamt.
Þá er oftast bara nóg að skipta um það og hann er þá nothæfur aftur.

En ef að hann kveikir á sér og er að surga eða hakkhljóð heyrist í honum, þá þarf að opna hann og það getur verið mjög kostanaðar samt.

En í Þessum málum er ekki hægt að alhæfa neitt, og þetta eru bara hugmyndir hjá mér.


Maður opnar ekki harðan disk nema vita 100% hvað maður er að gera, hefur rétta aðstöðu og rétt tæki og varahluti.
Það er ekki eins og maður sé að skipta um hosuklemmu á garðslöngu að opereta á svona viðkvæmum búnaði :|




playman
Vaktari
Póstar: 2046
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 82
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf playman » Fim 06. Sep 2012 13:07

CendenZ skrifaði:
playman skrifaði:það er frekar erfitt að bjarga gögnum út af disk ef maður veit ekki hvað er að honum.
En það er rétt að gagnabjörgun getur hlaupið á tugum þúsunda, og oftast fer það eftir gagnamagni.

t.d. ef að diskurinn kveikir ekki á sér, þá er nánast víst að stýrispjaldið sé farið, lítið mál getur verið að skipta um það, og ekki svo kostnaðarsamt.
Þá er oftast bara nóg að skipta um það og hann er þá nothæfur aftur.

En ef að hann kveikir á sér og er að surga eða hakkhljóð heyrist í honum, þá þarf að opna hann og það getur verið mjög kostanaðar samt.

En í Þessum málum er ekki hægt að alhæfa neitt, og þetta eru bara hugmyndir hjá mér.


Maður opnar ekki harðan disk nema vita 100% hvað maður er að gera, hefur rétta aðstöðu og rétt tæki og varahluti.
Það er ekki eins og maður sé að skipta um hosuklemmu á garðslöngu að opereta á svona viðkvæmum búnaði :|

Það er alveg hárrétt, ég hefði kanski átt að taka það fram, en fanst það ekki þurfa þar sem ég var meyra að tala um verkstæðiskostnað,
en ekki ef að maður myndi gera þetta heima fyrir.

Það þarf ekki nema eitt rykkorn inní harðadiskinn til þess að skemma diskana inní harðadiskinum.


CPU: Intel Core i7-14700KF Icosa Core @ 3.4GHz RAM:32GB DDR5 6000MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
SSD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z790 Eagle AX GPU: NVIDIA RTX 3070Ti 8Gb
[Main screen:]LG UltraGear 32GP850-B 32" QHD nano-IPS [Secondary screen:] BenQ GW2455 - 24" 16:9 [Tertiary Screen:] BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3615
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 144
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf dori » Fim 06. Sep 2012 14:38

Þó svo að það geti kannski kostað mikið að endurheimta gögn af hörðum disk þá kostar ekkert rosalega mikið að finna út hversu mikið það kostar að endurheimta gögnin af disknum.

Það er ekkert einfalt sem þú getur gert sem endurheimtir allt sem er mögulegt að endurheimta (eitthvað einfalt forrit eða slíkt). Ég myndi segja að það marg borgi sig að fara á tölvuverkstæði með diskinn og láta líta á hann þar. Það kostar kannski 2-5 þúsund að finna útúr því hvort þeir geti bjargað gögnunum og það gjald er jafnvel fellt niður ef þú ákveður að láta verkstæðið bjarga gögnunum.

En þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að skoða gagnrýnt því að það er yfirleitt ekki hægt að ná miklu ef diskurinn er virkilega ónýtur og alltaf spurning hversu verðmætt innihaldið er.



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2788
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 129
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf zedro » Fim 06. Sep 2012 15:16

Mættu bara með hann í Dalinn (eða þína uppáhalds tölvuverslun).
Stundum þarf ekki meira en að stinga disknum í samband til að
sjá hvort honum sé viðbjargandi eður ey!


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf methylman » Fim 06. Sep 2012 17:02

Ég er nú bara vanur að taka fast verð fyrir þetta uppá 8.400 með VSK þar af er skoðunargjald 1.900


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1059
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf braudrist » Fim 06. Sep 2012 17:30

Er einhver með aðstöðu á Íslandi sem opnar harða diska? Þarf þetta ekki að vera eitthvað spes herbergi, lofttæmt eða eitthvað.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf Hargo » Fim 06. Sep 2012 17:50

braudrist skrifaði:Er einhver með aðstöðu á Íslandi sem opnar harða diska? Þarf þetta ekki að vera eitthvað spes herbergi, lofttæmt eða eitthvað.


http://datarecovery.is/



Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf methylman » Fim 06. Sep 2012 18:03

Ég hef ekki heyrt af því að það sé einhver með rykfrítt umhverfi, hér á landi til þess að gera þetta held hreinlega að markaðurinn sé of lítill til þess að það borgaði sig að setja þetta hér upp. Fyrir utan það að vera með varahluti í allar gerðir diska PÚFF [-(
En sumir keppast við að telja fólki trú um það að þetta sé afar flókið mál og dýrt, sem það er ekki nema að skifta þurfi um t.d. BIOS kubb á stýriborði disksins. En það eru nokkrar gildrur sem þarf að varast þegar gögn glatast að öllu eða einhverju leiti. Það algengasta er að notandinn nær í gagnabjörgunarforrit á netinu hleður því niður á tölvuna setur upp og keyrir allt þetta verður til þess að gögn glatast.


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.


Höfundur
Katrin
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fim 06. Sep 2012 11:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf Katrin » Fim 06. Sep 2012 22:50

Heyrðu, svörinn hafa hjálpað mér (:
Er fyrir norðan svo ég hef bara tvo staði að velja úr og alltaf löng bið og líka dýr.
Held allavega að ég fari með hann og láti kíkja á hann og meira kemur í ljós seinna.

Takk fyrir (:



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8746
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1403
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf rapport » Fim 06. Sep 2012 22:57

spinrite...



Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vill endurheimta gögn af ónýtum harðadisk

Pósturaf methylman » Fim 06. Sep 2012 23:12

Katrin skrifaði:Heyrðu, svörinn hafa hjálpað mér (:
Er fyrir norðan svo ég hef bara tvo staði að velja úr og alltaf löng bið og líka dýr.
Held allavega að ég fari með hann og láti kíkja á hann og meira kemur í ljós seinna.

Takk fyrir (:


Flott til þess er vaktin.is


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.