Getur Corsair 450W höndlað þetta skjákort?

Skjámynd

Höfundur
frikki1974
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 316
Skráði sig: Mán 05. Jan 2009 21:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Getur Corsair 450W höndlað þetta skjákort?

Pósturaf frikki1974 » Fim 26. Júl 2012 18:04

Sælir en ég hef aflgjafa núna sem Corsair 450W en þarna stendur að þetta skjákort þurfi lágmarksstærð aflgjafa 500W svo þannig að ég get ekki notað þennan aflgjafa sem ég er með við þetta kort?...eða hvað!

http://www.tolvulistinn.is/vara/23808




Moquai
Gúrú
Póstar: 599
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 22:23
Reputation: 3
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Getur Corsair 450W höndlað þetta skjákort?

Pósturaf Moquai » Fim 26. Júl 2012 18:08

Það getur það já, en stendur í lýsingunni á kortinu : Lágmarksstærð aflgjafa - 500 W þannig ég mæli svo sem ekkert með því.

En ég myndi bara skella þér á þennann : http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2064

Félagi minn er akkurat með þennann and it should do the job :)!


Samsung S27A950D 27" 120Hz - NZXT Phantom - GTX 1060 - i5 3570k @ 4.70GHz /w Noctua NH-D14 - Mushkin 4x4GB Redline 1866MHz - MSI H77MA-G43 - Sennheiser HD 598 /m Xonar STX Essence

Skjámynd

CurlyWurly
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Getur Corsair 450W höndlað þetta skjákort?

Pósturaf CurlyWurly » Fim 26. Júl 2012 18:32

Tölvulistinn virðist, amk af minni reynslu, ekki uppfæra síðuna sína mjög mikið og veit ég eftir að hafa sjálfur leitað mér að svona korti að eina búðin sem virðist selja þau ennþá er tölvuvirkni. hérna er linkur á nánast sama kort hjá þeim


CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB


SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur Corsair 450W höndlað þetta skjákort?

Pósturaf SteiniP » Fim 26. Júl 2012 20:41

Fer eftir hvernig restin af vélbúnaðinum er.
Þetta kort tekur 230W undir 100% álagi og það allt á 12V. Þarft svo að finna út hvað örgjörvinn tekur og gera ráð fyrir smá auka fyrir móðurborðið, harða diska og þannig auka dót.
Athugaðu líka að það þýðir ekki að horfa bara á heildar vatta töluna á afgljafanum. Það stendur á aflgjafanum hvað hann höndlar mikið á 12V railinu og ef sú tala þyrfti helst að vera hærri en aflið sem þú þarft því að vélbúnaður í dag tekur stærsta hlutann af aflinu á 12 voltum.



Skjámynd

Höfundur
frikki1974
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 316
Skráði sig: Mán 05. Jan 2009 21:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Getur Corsair 450W höndlað þetta skjákort?

Pósturaf frikki1974 » Fim 26. Júl 2012 20:45

SteiniP skrifaði:Fer eftir hvernig restin af vélbúnaðinum er.
Þetta kort tekur 230W undir 100% álagi og það allt á 12V. Þarft svo að finna út hvað örgjörvinn tekur og gera ráð fyrir smá auka fyrir móðurborðið, harða diska og þannig auka dót.
Athugaðu líka að það þýðir ekki að horfa bara á heildar vatta töluna á afgljafanum. Það stendur á aflgjafanum hvað hann höndlar mikið á 12V railinu og ef sú tala þyrfti helst að vera hærri en aflið sem þú þarft því að vélbúnaður í dag tekur stærsta hlutann af aflinu á 12 voltum.


Góður punktur hjá þér :happy