Bjosep skrifaði:Lenti einmitt í svona sambærilegu einu sinni þegar ég var að hjálpa öldruðum nágrönnum mínum. Þau höfðu einmitt sett síma inni í svefnherbergi en ekki tengt síu við hann. Síðan var ég beðinn um að hjálpa, sé bara að aðalsíminn var rétt tengdur. Gamli karlinn hringir síðan í þjónustuver símans og þegar þar er svarað hendir hann símanum bara í mig og ég þarf að fara að tala við einhvern strák í þjónustuverinu. Ég segi stráksa bara að allt sé rétt tengt mínu megin og því hljóti að vera bilun þeirra megin eða eitthvað ... síðan er allt prufað og ekkert finnst.
Ég tók síðan eftir því að þau höfðu tengt síma án þess að tengja smásíu og svona til að vera sniðugur skelli ég smásíu á símann og allt í einu segir strákurinn í þjónustuverinu "þetta er komið - hvað gerðirðu". Ég var náttúrulega búinn að harðneita því að eitthvað væri vitlaust tengt okkar megin og sagði náttúrulega bara "uhhh ... ekkert". Frekar kjánalegt augnablik.
Tjah, strákurinn á að vita betur heldur en að taka þig trúanlegan með að það sé allt rétt tengt þín megin 

Veit ekki hversu oft maður hefur fengið tölvur frá kúnnum sem hafa sett þær saman sjálfir og fær strax fyrirlesturinn um að það sé alveg 100% eitthvað bilað, sá sem hafi sett þetta saman sé kerfisfræðingur/tölvunarfræðingur, hafi unnið á verkstæði, hafi sett saman 1000x tölvur og aldrei lent í veseni o.s.frv.
Í lang, lang, laaaaangflestum tilvika er eitthvað vitlaust sett saman, gleymst að tengja eitthvað, minniskubbar í vitlausum raufum, of mikið kælikrem verið sett og það hefur flætt ofan í CPU socketið (leiðinlega algengt!) o.s.frv.
Af þessu hefur maður lært að maður verður að athuga allt, þrátt fyrir að kúnninn segi að það sé rétt eða í lagi 
