Vantar smá ráðleggingar varðandi uppfærslu á vinnuvél.
Vinur minn bað mig um að finna og setja saman góða vinnuvél fyrir ekkert alltof mikinn pening, svona bang for the buck.
Hún er fyrir pabba hans og verður notuð í basic tölvuvinnslu, Excel og svoleiðis.
Er með kassa, CD drif og harðan disk, þarf að finna rest.
Er Intel i3 málið ? Þarf hann ódýrt skjákort eða er innbyggt nóg ?
Varðandi budget þá var hann ekkert mjög skýr með það..
Bara ekki það ódýrt að þetta sé eitthvað drasl en ekki það dýrasta sem fæst.
Kannski undir eða í kringum 100 þúsund ? Eða er það of lágt ?
Fyrirfram þakkir