Uppfærsla fyrir server tölvu


Höfundur
jonthor85
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 24. Sep 2011 14:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Uppfærsla fyrir server tölvu

Pósturaf jonthor85 » Fös 09. Mar 2012 12:49

Sælir vaktarar.

Ég var að pæla í því að búa til server sem yrði keyrður af Windows Home Server 2011 og notaður bæði undir backup af borðtölvu og 1-2 fartölvum auk þess að vera líka notaður sem media streamer. Ég á kassa og DVD drif sem ég hafði hugsað mér að nota undir serverinn og var að pæla í að nota eftirfarandi íhluti í serverinn en helst að reyna að gera þetta á sem hagstæðasta máta.

Móðurborð: http://tolvutek.is/vara/gigabyte-am3-ga ... rd-ati3000

Örgjörvi: http://tolvutek.is/vara/am3-athlon-ii-x ... rvi-retail

Vinnsluminni: http://tolvutek.is/vara/mushkin-4gb-ddr ... uminni-cl9,

Harðurdiskur: http://tolvutek.is/vara/2tb-sata3-seaga ... dl003-64mb

Aflgjafi: http://tolvutek.is/vara/inter-tech-sl-5 ... dlat-vifta - Þyrfti líklega einhvern betri ef ég ætlaði að keyra serverinn 24/7?

Móðurborðið er merkt sem 6x SATA2R, get ég ekki tengd SATA 3 harða diska við borðið eða hægir það eitthvað á gagnahraða? Þyrfti ég öflugri vélbúnað ef ég ætla að stream 1080p í sjónvarp? Ef ég geymi ekki öll gögn á servernum, en það yrði tekið backup af þeim, er þá hægt að streama þeim í gegnum serverinn sjálfan með Windows Home Server 2011? Og að lokum er eitthvað sem vantar í þetta? Allar tillögur verða vel skoðaðar.

Með fyrirfram þökk.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6378
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 173
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir server tölvu

Pósturaf AntiTrust » Fös 09. Mar 2012 15:06

1. Ég myndi klárlega kaupa betri aflgjafa og frá traustara merki fyrir 24/7 vinnslu.
2. Nei, að tengja 3x diska eða fleiri hægir ekkert á gagnahraða, bandvíddin á stýringunni er líklega meiri en allir diskarnir saman í notkun.
3. Þú þarft ekki öflugri vélbúnað fyrir 1080p, þessi vélbúnaður ætti líka að ráða við að transkóða efnið yfir í PS3 t.d. ef þess þarf. Fyrir hreint file share er þetta meira en nóg.
4. Nei, þú getur svo best sem ég veit til ekki streymt efni úr backup skrám eða annarstaðar frá, WHS hefur alltaf verið takmarkaður hvað þetta varðar. Hinsvegar eru til hellingur af addons sem ég hef lítið skoðað, amk ekki í WHS2011.

Ég myndi skoða e-rskonar 3rd party drive extender, það er slíkur innbyggður í WHSv1 en var tekinn út við lítinn fögnuð í WHS2011. Annaðhvort það, eða skoða að setja diskana saman í RAID stæðu, og þá RAID5/6.

Persónulega myndi ég aldrei fara í uppsetningu á media þjón án þess að vera með e-rskonar redundancy (raid5/6 þá helst að nefna) en slíkt kostar vissulega meira, en skapar þér gagnaöryggi fyrir vikið.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6605
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 549
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir server tölvu

Pósturaf worghal » Fös 09. Mar 2012 15:10

hvernig var þetta með 1080 streaming og venjulega internet kapla?
þarf maður ekki að leggja nýrri cat 6 kapla í veggina til að eiga nóg bandvídd ?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6378
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 173
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir server tölvu

Pósturaf AntiTrust » Fös 09. Mar 2012 19:52

worghal skrifaði:hvernig var þetta með 1080 streaming og venjulega internet kapla?
þarf maður ekki að leggja nýrri cat 6 kapla í veggina til að eiga nóg bandvídd ?


Neinei, 10/100 er meira en nóg fyrir 1080p file stream, og Cat5 þá líka. Ég myndi þó mæla með Cat6 sjálfur, á að vera betra yfir lengri vegalengdir, hærri bandvídd, minni líkur á truflunum.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 198
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir server tölvu

Pósturaf DJOli » Fös 09. Mar 2012 20:07

Passaðu bara að kaupa ekki einhverja greenpower diska fyrir gagnastreymið.

Þeir eiga víst að vera með eitthvað Intellipower kerfi, sem gerir snúningshraðan óreglulegan.

Fyrir afspilun á Full HD efni er nauðsynlegt að vera með harðan disk sem getur lesið og skrifað á yfir 15Mbps

Til dæmis er "The Girl with the Dragon Tattoo 2011 1080p BluRay x264-EbP" á variable bitrate, en er þar tekið dæmi af bitatíðninni 11.7Mbps.
http://www.imagebam.com/image/c9aa9b178900571

Annars þarf meiri hraða til að spila hreina blu-ray diska (eða hrein blu-ray ripp).

Þar sem dæmi er kvikmyndin "Anonymous 2011 1080p Blu-ray EUR AVC DTS-HD MA 5.1" merkt með gagnaflæði á 24.5Mbps (en ég tel það þó vera variable).
http://www.imagebam.com/image/7e733d178941407


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|2tb Samsung 990 Evo Plus nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200