Ég er ekki með þetta módel frá Gigabyte en ég lenti líka í veseni með nokkur SATA tengi þegar ég var fyrst að setja tölvuna mína saman.
Hjá mér þá eru 6 blá tengi sem eru innbyggð á móðurborðinu og svo 4 hvít sem eru tengdar einhverjum sér kubb en vandamálið er einmitt þar. Öll tengin eru pöruð saman tvö og tvö, eitt efra tengi og annað beint undir því, og þessi hvítu hjá mér eru ekki bara pöruð saman heldur eru þau líka tengd saman sem eitt og eitt svo ég get alls ekki tengt tvo diska/drif við eitt par nema ég stilli á AHCI í BIOS en ég vil frekar hafa á IDE og sem betur fer þá er ég bara að nota 8 af þessum 10 SATA tengjum svo ég er bara með eitt drif tengt í sitthvort par af þessum hvítu.
Þannig að já, ég er nokkuð viss um að þetta ætti að virka hjá þér ef þú stillir á ACHI í BIOS. Og það er auðvitað best að stilla það áður en Windows er sett upp, lenti í veseni fyrir stuttu þegar ég var eitthvað að fikta einmitt í þessari stillingu með uppsett Windows á tölvunni

Svo er líka best að hafa bara einn disk tengdann þegar Windows er sett upp, en það ættu nú allir að vita það

Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]