Ég nýlega aftengi Crossfire og lét skjákortin mín (2x Radeon 5850 1 GB) vinna í sitthvoru lagi svo ég gæti verið með þrjá skjái (eitt er sjónvarp) nema þegar ég horfi á myndband á sjónvarpinu, alveg sama þó það sé vlc eða youtube, að þá fæ ég þessa villu og Aero dæmið hættir að virka og það kemur ekki upp fyrr en ég slekk á myndbandinu og stilli Aero aftur á:
Ég er með nýjasta driverinn, reyndar bara venjulegur driver, þarf kannski einhvern sérstakan? Er líka búinn að reyna að googla þetta og finn engin almennileg svör (bara að quicktime sé með bögg, er ekki einu sinni með það installað og einhverjar stillingar sem virka ekki í mínu tilfelli). Dettur ykkur eitthvað í hug? Er skjákortið mitt ekki að höndla þetta?
Annars er info um tölvuna mína í undirskrift.