Er búin að troðfylla allt annað sem ég á og ekki gengur að henda því út.
Ég vil flakkara sem þarf ekki að fara í samband heldur bara nóg að tengja við tölvu.
Og verður hann ekki að vera usb3 eða eitthvað því allt á eftir að verða svoleiðis bráðum er það ekki? ef hann er usb3 þá getur hann alveg tengst 1-2 ára tölvu er það ekki? og ps3 tölvu?
Ég ætla að tengja flakkarann við ps3 tölvu með usb til að horfa á bíómyndir þannig (ef stream og svoleiðis gengur ekki) þannig að hann verður að leyfa að spila copyright eitthvað held ég. Las það allavega á netinu.
Svo hvað ætti ég að fá mér? sýnist elkó og bt vera ódýrastir.
Já og stærðin má ekki vera minna en 1tb og helst sem ódýrastan
þegar ég skoða þessa flakkara þá finnst mér þeir allir eins nema útlitið, stærðin og gerðin(samsung, verbatim og þetta)