Ég er með þetta skjákort http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... kort%20PCI og ég stakk því í gamla Dell tölvu sem keyrir á Win7.
Ég veit að þetta skjákort er ekki stutt fyrir Win7 en það bara hlítur að vera einhver leið til að fá það til að virka rétt.
Eins og staðan er núna, þá keyrir skjákortið og virkar (Er að birta mynd á skjáinn) en það er ekki að virka í "3D application". Ég lét upp Vista driver fyrir kortið og það hjálpaði slatta en samt ekki nóg.
Svo er einhver leið til að fá það til að virka rétt með Windows 7? Hef heyrt eitthvað um "Modified Drivers" sem eiga að virka, eitthvað vit í því?
Allt input velkomið