Vantar ráð varðandi uppfærslu


Höfundur
Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 184
Staða: Ótengdur

Vantar ráð varðandi uppfærslu

Pósturaf Orri » Lau 19. Nóv 2011 23:38

Kvöldið.

Mig langar svolítið til þess að uppfæra tölvuna mína núna þar sem mín núverandi er ekki alveg að ráða við BF3 eins og mig myndi langa til (ca 30-40 fps - stundum 25-30).

Það sem ég er aðallega að spá er hvort það myndi breyta miklu ef ég myndi uppfæra skjákortið ?
Er búinn að vera að skoða HD6950 og lýst helvíti vel á það ef það myndi auka performancið töluvert.
Er líka að spá hvort það myndi breyta einhverju að uppfæra úr Q6600 í t.d. Q9550 eða álíka 775 socket örgjörva.

Ef hvorugt er að fara að breyta miklu þá er nefninlega næsta uppfærsla frekar dýr myndi ég halda (nýtt móðurborð, örgjörvi, vinnsluminni, aflgjafi og skjákort).

Semsagt, ætti ég að kaupa nýtt skjákort núna eða nýjann 775 örjgörva og uppfæra restina seinna, eða ætti ég að bíða og safna meiri pening og uppfæra allt seinna ?

Specs eru í undirskrift, fyrir utan að ég er nýbúinn að kaupa 120GB Mushkin Chronos SSD disk.



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2402
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 70
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð varðandi uppfærslu

Pósturaf Gunnar » Sun 20. Nóv 2011 00:17

nýtt skjákort og nýja kælingu á örgjörvan og klukka hann meira.




Höfundur
Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 184
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð varðandi uppfærslu

Pósturaf Orri » Sun 20. Nóv 2011 00:46

Gunnar skrifaði:nýtt skjákort og nýja kælingu á örgjörvan og klukka hann meira.

Er með Cooler Master Hyper N520..
Hann er í 33-38°C í idle og fer að mig minnir uppí ca. 50-60°C í BF3. Man ekki hversu mikið í Prime95 testinu.
Fór ekki með hann hærra því ég vildi ekki vera að fikta í voltunum..
Get ég klukkað hann meira án þess að hann fari að ofhitna ?



Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð varðandi uppfærslu

Pósturaf mundivalur » Sun 20. Nóv 2011 00:56

Það er eitthvað skrítið við það,finnst það vera mikið miðað við kælinguna,er gott loftflæði í turninum og á hvaða voltum er örgjafinn?



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2402
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 70
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð varðandi uppfærslu

Pósturaf Gunnar » Sun 20. Nóv 2011 01:14

gefðu mér upp nákvæmann hæsta hita í bf3 og prime.
er þetta GO eða B3?
kælingin þín er líklega aðeins betri en zalman blómið (sem ég var með) svo þú ættir að ná 3,2Ghz. en þarft að hækka aðeins volt við það minnir mig.



Skjámynd

Magneto
</Snillingur>
Póstar: 1077
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 21:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð varðandi uppfærslu

Pósturaf Magneto » Sun 20. Nóv 2011 02:07

ég held að það væri mjög sniðugt að uppfæra bara skjákortið núna og svo hitt seinna (GPU er yfirleitt það sem skiptir mestu máli í tölvuleikjum)... ég er sjálfur með HD 6950 og ég er mjög sáttur með það :happy



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3458
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð varðandi uppfærslu

Pósturaf mercury » Sun 20. Nóv 2011 06:37

mundivalur skrifaði:Það er eitthvað skrítið við það,finnst það vera mikið miðað við kælinguna,er gott loftflæði í turninum og á hvaða voltum er örgjörvinn?

mikið get ekki sagt það. bf3 og bc2 eru mjög svo þungir cpu leikir. er @ 4.8 í bf3 í um 50° 45-50° + - 2-3°
edit* og erþað sennilega á einni bestu cpu kælingu á landinu og við erum að vísu að tala um 1.5ghz oc. leik mér að 5-5.2ghz á fallegum tölum. :D