Fæstir hérna hafa eitthvað vit á svona myndvinnsluskjákortum(þó einhverjir en ég er ekki einn af þeim). Quadro kortin eru dýr en besta verðið sem ég hef séð á þeim er hjá Tölvutækni. En ef þú ert að nota þetta fyrir vinnuna þína þá líklega ertu ekki að leita eftir því að skipta Quadro skjákortinu út fyrir Geforce leikjaskjákort, Geforce leikjaskjákortin nýtast mjög takmarkað í myndvinnslu.
Mér sýnist að móðurborðið þitt sé með auka PCI Express slot, ódýrasta lausnin er þá líklega að kaupa annað skjákort fyrir leikina í þessa vél og nota bæði. Samkvæmt
http://community.futuremark.com/hardware/gpu-list/ þá er HD 5670 kortið að virka betur heldur en Quadro 4000 sem kostar 150 þúsund, þannig að það sem Black skrifar er alveg valid. Veit ekki alveg hvort það á að fara eftir Futuremark í þessu en það er þó eitthvað til að miða við. Driverarnir fyrir Quadro eru heldur ekki miðaðir við leikjanotkun svo þau munu aldrei standa sig neitt vel í því.
Sem sagt, ef þú ætlar að kaupa Quadro þá mæli ég með því að tala við Tölvutækni nema þú þurfir sérstaklega á aðstoð Nýherja, OK eða EJS að halda, eða ert með afslátt hjá þeim.
Ef þú vilt auka leikjaskjákort(eða skipta út Quadro) þá þarf að skoða það betur en öruggast er að kaupa eitthvað sem þarfnast ekki auka power tengis, svipað HD 5670. Það þarf samt að athuga hvað T3400 vélin styður til að hægt sé að mæla með einhverju.
Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3