Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð


Höfundur
paze
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Mán 31. Okt 2011 18:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf paze » Sun 06. Nóv 2011 01:04

Spilltiru kóki á lyklaborðið?

Reyndirðu svo að þrífa það og fékkst vandamálið þar sem stafir koma í stað annara stafa, t.d. ef þú skrifar ''Kári'' þá kemur: ''K6rew'' eða eitthvað í þá áttina?

Eða er lyklaborðið þitt bara orðið klístrað?

Ef þú átt við eitthvað af þessum vandamálum að stríða, þá ertu ekki fyrsta manneskjan sem lendir í þessu.
Of oft telur fólk bara lyklaborðið ónýtt og kaupir nýtt.

Hér get ég kennt ykkur hvernig þið lagið lyklaborðið.

Fyrst, skrúfið lyklaborðið í sundur. Skrúfurnar eru undir lyklaborðinu.

1. Takið efri hlutann (hlutann með tökkunum) og setjið í bala/barðkar með heitu vatni og látið standa þar í svona 2 klukkutíma.

2. Látið þorna á ofni með miðlungshita í svona 3-4 klukkutíma og passið að það sé þurrt. Ef það eru blautir blettir eftir, þurrkið þá alveg með klósettpappír.

3. Setjið aftur saman. Þetta ætti að laga klístrað lyklaborð.

Ef lyklaborðið hinnsvegar fær vatnsskemmd vegna kóksullinu og byrjar að skrifa vitlaust eins og greint er að ofan, takið þá lyklaborðið í sundur, alveg eins og fyrir ofan. Ef vökvinn er klístraður eins og kók/bjór/djús..Raunini allt nema vatn, gerið þá skref 1, 2 og 3.

4. Takið svo neðri hlutann. Þar er gúmmíhúð og ca. 3 filmur.

5. Takið filmurnar í sundur. Stundum eru innsigli á filmunum sem halda þeim saman, rífið þau í sundur.

6. Þurrkið allar filmurnar og gúmmíhúðina og setjið aftur saman, þegar þið setjið filmurnar saman, þá sjást vökvablettir á filmuni þar sem vatnið þrýstist á milli.

Ef einhverjir örfáir takkar virka ekki eins og þeir eiga að gera eftir þetta skref, þurkið þá betur kringum þá takka á filmunum.

Ég á ekki myndavél, en ég set myndir inn við fyrsta tækifæri.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf tdog » Sun 06. Nóv 2011 01:16

Síðan er gott að þrífa takkana af og til með spritti... Lyklaborð eru oft skítugri en klósettsetur.



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3453
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf mercury » Sun 06. Nóv 2011 05:19

tdog skrifaði:Síðan er gott að þrífa takkana af og til með spritti... Lyklaborð eru oft skítugri en klósettsetur.

oft hahaha líklega í yfir 90% tilfella þar sem hendur eru að öllum líkindum mestu smitberar sem þú finnur ! og vanalega þegar þú notar klósett eldhúspappír þá er það af nýrri rúllu sem ætti að vera svo gott sem sótthreinsuð!
Eftir alla þá skyndihjálp sem ég hef lært þá veit ég það að þú sækir pappír að einhverju tagi frekar en ný þvegna tusku handklæði and so on t.d. fyrir opið sár!




daniellos333
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 07. Maí 2010 02:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf daniellos333 » Sun 06. Nóv 2011 06:11

ég mundi frekar vilja kaupa nýtt lyklaborð en að lesa þetta allt


ASRock-P43D2. Intel core 2 duo e7400(3ghz, 3mb cache). Mushkin(4gb DDR2 800mhz). Force3D ATI HD5770(1GB ddr5, 4800mhz memory clock). HDD(500GB 7200rpm 16mb cache), 160GB 5400rpm, Power supply: Tacens 520w. Case: Tacens Victoria II.


Höfundur
paze
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Mán 31. Okt 2011 18:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf paze » Sun 06. Nóv 2011 06:46

daniellos333 skrifaði:ég mundi frekar vilja kaupa nýtt lyklaborð en að lesa þetta allt


Whaaat? Þetta er mjög stutt grein.



Skjámynd

cure
Geek
Póstar: 886
Skráði sig: Fim 11. Mar 2010 23:42
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf cure » Sun 06. Nóv 2011 07:19

Lyklaborð eru ógeð :) ég held það sé málið að kaupa bara nýtt þannig..
en sumum er sama um rassa lykt, sýkla og viðbjóð.. en þá er lyklaborð allveg tilvalið fyrir þann hóp :)
ég persónulega myndi frekar kaupa mér nýtt lyklaborð á 10 þúsund, heldur en að kaupa það notað.. því sá er jafnvel sjúskaður
og er jafnvel ný kominn með hendina beint út bossanum á sér ! ég meina hvað veit maður..
ég held ég kaupi frekar notaðann klósett pappír en notað lyklaborð :p svipað ógeðslegt en kanski er smá meira af saurgerlum og einhverjum sýklum á lyklaborðinu.



Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1052
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf tanketom » Sun 06. Nóv 2011 09:22

hvað um lyklaborð á fartölvur?

hvernig skal þrýfa þau?


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3294
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 602
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 06. Nóv 2011 09:42

tanketom Skrifaði:
hvað um lyklaborð á fartölvur?

hvernig skal þrýfa þau?

Þegar ég þríf mína vél þá tek ég einfaldlega takkana af tölvunni og set þá í bala með sápuvatni og þríf þá og leyfi að þorna. Til þess að þrífa innviðinn á lappanum þá nota ég þrýstiloftsbrúsa, og ef maður vill þrífa innviðinn betur þá er allveg hægt að nota eyrnapinna til að fínpússa.


Just do IT
  √


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf braudrist » Sun 06. Nóv 2011 15:23

En fyrir þá sem eiga 34 þús króna lyklaborð? :D


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2422
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 157
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf Black » Sun 06. Nóv 2011 15:44

Þegar ég þríf g15 lyklaborð.. sem ég geri mikið af þá tek ég þau í sundur, tek gúmmí mottuna og allt plast alla takka af, og set það í uppþvottavél með engri sápu, tek síðan handklæði legg á gólfið og raða hlutunum á það.. og leyfi að þorna, frekar easy allt verður glansandi hreint..!


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

Marmarinn
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mið 13. Feb 2008 16:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf Marmarinn » Sun 06. Nóv 2011 18:00

2 klukkutíma í vatninu, ertu eitthvað lasinn?



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf lukkuláki » Sun 06. Nóv 2011 22:38

He he he
Viðhengi
keyboard.jpg
keyboard.jpg (16.31 KiB) Skoðað 2866 sinnum


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Höfundur
paze
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Mán 31. Okt 2011 18:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf paze » Þri 08. Nóv 2011 15:01

lukkuláki skrifaði:He he he


Já, hver þekkir ekki þegar maður er blankur og þarf að hrista lyklaborðið!

Eins og þegar maður er blankur og á ekki fyrir eftirápilluni og þarf að nota herðatré.



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1589
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 56
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf Benzmann » Þri 08. Nóv 2011 15:09

ég tek nú bara takkana af og skelli þeim í uppþvottavélina, works every time !


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus RTX 5080 Astral OC 16gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM1000x 1000W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 1x Samsung 990Pro 4Tb (OS)1x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit

Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1396
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skal laga/þrífa lyklaborð

Pósturaf kubbur » Þri 08. Nóv 2011 17:18

myndi nú kaupa afjónað vatn útí apoteki og nota það til að hreinsa lyklaborðið


Kubbur.Digital