Pósturaf axyne » Fim 20. Okt 2011 19:35
Ég hef ekki orðið þess var að staðurinn sé að að grotna niður, fór þangað síðast í sumar.
En ég lendi einusinni í leiðindum þegar ég þurfti að afpanta eina braut af 2 og vildi fá endurgreitt, þar sem maður þarf að borga fyrirfram ef maður pantar.
það var s.s ekki hægt en eftir þras þá var mér boðið spilapeninga í staðin.
Afgreiðslumaðurinn rétti mér síðan eina lúku af spilapeningum (án þess að telja), ég taldi og var það ekki uppí helming af því sem ég hafði borgað fyrir brautina. Eftir meira þras þá fékk ég aðra lúku af peningum sem ég og taldi líka og var ekki enn komin með uppí brautina. Nennti ekki að þrasa meira og lét gott heita.
Lendi síðan aftur í svipaðri stöðu þar sem ég hafði pantað og borgað fyrir en þá kom það uppá að hópurinn komst ekki, reyndi að afpanta aftur og þá með góðum fyrirvara. En kom aftur að luktum dyrum, en gat þess í stað gat samið um að fresta pöntunni og fórum við 6 mánuðum seinna.
Var líka í fyrra flott hádegistilboð fyrir fólk í H.R, burger+gos+einn leikur á þúsund kall. Veit ekki hvort það sé ennþá en við í skólanum nýttum okkur þetta oft.
Electronic and Computer Engineer