Ég er hérna með Asus xonar D1 audio card sem ég er í basli með að setja upp í tölvunni hjá mér.
Er með Asus P5ND móðurborð eins og sést hér á myndinni:

Svo er það málið að ég er með 2 skjákort sem taka það pláss á móðurborðinu sem að rauði kassinn er merktur inná þannig að það skilur bara eftir pláss í ystu pci raufinni (fjólublái kassinn). Ég set kortið þar í og set svo diskinn í geisladrifið og keyri af stað, svo áður en ég byrja að installa segir tölvan mér að setja kortið í tölvuna, þrátt fyrir að ég sé búinn að plugga því í pci raufina sem er inní fjólubláa kassanum.
Veit einhver hvað gæti verið málið? Er aflgjafinn kannski ekki að tækla þetta setup? 500W fortron modular



