Sælir,
Er að setja saman tölvu, vantar smá hjálp þar sem ég er ekki svo vel að mér í hardware. Fram að þessu er ég kominn með eftirfarandi:
Örgjörvi: Intel Core i7 2600K 3.4 Ghz Quad Core
Skjákort: Geforce GTX 580 1536MB DDR5
PSU: Eitthvað frá Antec. Veit einhver hversu stórt ég mun þurfa sirka?
Hvað SSD varðar lítur Corsair 120gb út fyrir að vera bestu kaupin.
Ég var að spá í Corsair Vengeance RAM, ideally 16gb, veit einhver hvort það er yfir höfuð selt á Íslandi? Og ef ekki, getur einhver stungið upp á síðu þar sem ég get pantað það eða þá eitthvað sem ég get notað í stað Corsair?
Móðurborð, turn og kælingu hef ég svo ekki hugmynd um, vantar uppástungur.
Ég reiði mig á ykkur! Og ekki hika við að gagnrýna það sem ég er kominn með fram að þessu.
Hjálp við að setja saman tölvu
-
Eiiki
- /dev/null
- Póstar: 1408
- Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
- Reputation: 2
- Staðsetning: 1101101
- Staða: Ótengdur
Re: Hjálp við að setja saman tölvu
Við vaktarar þurfum að fá að vita nokkur atriði áður en við getum svarað þér fullkomlega. Í hvað á tölvan að vera notuð og hvað er budget? Viltu hafa tölvuna háværa eða ekki? Myndiru vilja hafa ljós og læti í turnum eða hafa hann bara plain?
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Re: Hjálp við að setja saman tölvu
Eiiki skrifaði:Við vaktarar þurfum að fá að vita nokkur atriði áður en við getum svarað þér fullkomlega. Í hvað á tölvan að vera notuð og hvað er budget? Viltu hafa tölvuna háværa eða ekki? Myndiru vilja hafa ljós og læti í turnum eða hafa hann bara plain?
Það er ekkert verðþak per se, svona 200-250k-ish, ég er meira og minna bara að reyna að setja saman öfluga tölvu án þess að tína saman alla dýrustu hlutina. Tölvan verður notuð í leiki, mér er sama þótt hún sé hávær og ljósin eru hipp og kúl en mér er nokk sama um þau.
Re: Hjálp við að setja saman tölvu
Ves skrifaði:Eiiki skrifaði:Við vaktarar þurfum að fá að vita nokkur atriði áður en við getum svarað þér fullkomlega. Í hvað á tölvan að vera notuð og hvað er budget? Viltu hafa tölvuna háværa eða ekki? Myndiru vilja hafa ljós og læti í turnum eða hafa hann bara plain?
Það er ekkert verðþak per se, svona 200-250k-ish, ég er meira og minna bara að reyna að setja saman öfluga tölvu án þess að tína saman alla dýrustu hlutina. Tölvan verður notuð í leiki, mér er sama þótt hún sé hávær og ljósin eru hipp og kúl en mér er nokk sama um þau.
ég skal selja þér 2x 480gtx fyrir 90þús.
Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
-
Eiiki
- /dev/null
- Póstar: 1408
- Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
- Reputation: 2
- Staðsetning: 1101101
- Staða: Ótengdur
Re: Hjálp við að setja saman tölvu

Þetta er klassa pakki finnst mér fyrir þennan pening. HAF-X er stór kassi með rauðum led ljósum og bíður upp á mjög gott loftflæði ef snúrum er rétt hagrætt. Spurning hvort þú viljir hafa 2TB diskinn í tölvunni eða ekki, þá reikna ég með að hann verði notaður eingöngu sem geymsludiskur og því er betra að hann sé að vinna á 5900rpm í staðin fyrir 7200. Svo myndiru bara nota SSD diskinn í stýrikerfið og leikina þína.
En þú tekur væntanlega eftir því að það vantar skjákort í pakkann. Matrox hérna á vaktinni er að selja gtx480 kort sem eru mjög góð kort, þú getur keypt eitt stk. af honum á 45 þúsund og myndir þar spara þér þónokkurn pening, ég tala ekki um ef þú overclockar það þá ertu að fá svipað kort og gtx580. Þú getur skoðað þráðinn með kortunum hér.
Spurning hvort þú kaupir bara annað kortið af honum eða tvö, ég bara er ekki viss hvort aflgjafinn tækli það. Það má einhver annar svara því
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846