Tölvan mín frýs alltaf


Höfundur
k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 999
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Reputation: 19
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Tölvan mín frýs alltaf

Pósturaf k0fuz » Mið 13. Júl 2011 01:09

Sælir,

Ég var að kaupa mér nýja uppfærslu í tölvuna mína og sést núverandi setup í undirskrift og ég setti windows 7 upp. Þetta var gert í gærkvöldi og allt í góðu þangað til núna í kvöld þá ákveður tölvan alltaf að frjósa bara nokkrum mínútum eftir að ég starta henni og forritin sem eru uppi byrja að frjósa bara eitt í einu s.s. þegar ég tek eftir að eitt forrit er frosið þá fer ég kannski á desktopið og ætla opna eitthvað þar þá frís desktoppið en músin er samt alltaf í gangi (hún frýs ekki) og svo get ég ekki einu sinni komist inní task managerinn með því að ýtá ctrl+alt+del.... kannast einhver við vandamálið?

Þetta gerðist fyrst á meðan ég var að reyna installa Trend PC Chillin forriti sem var inná DVD disknum sem fylgdi móðurborðinu (ps. ég náði ekki að installa þessu forriti eða allavega er það ekki sjáanlegt í programs í control panelnum).

Allar uppástungur vel þegnar, nenni ekki að fara formatta strax aftur :)

og já ég náði að runna tölvuna í svona 10mín í eitt skiptið og þá runnaði ég prime95 til að kanna hvort hún væri að ofhitna eða hvort hún myndi feila á meðan það væri í gangi en svo var ekki, því að þegar ég lokaði svo forritinu og ætlaði að fara gera eitthvað þá fraus hún. Virðist frjósa bara við hin ýmsu auðveldu verk.


ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín frýs alltaf

Pósturaf Viktor » Mið 13. Júl 2011 02:13

Ef við gerum ráð fyrir því að þetta hafi allt verið sett sómasamlega saman og ekkert að vélbúnaðinum þá myndi ég mæla með því að setja stýrikerfið upp aftur og sleppa þessu Trend Chillin, hef heyrt oft lent í því að þetta og Norton Antivirus sé verra en versti vírus.

Ég set t.d. alltaf upp Zonealarm og Avast.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3328
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 618
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín frýs alltaf

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 13. Júl 2011 05:05

Prófa að fixa registry með Ccleaner ? þ.a.s ef þetta er ekki vélbúnaðartengt.


Just do IT
  √


Bioeight
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín frýs alltaf

Pósturaf Bioeight » Mið 13. Júl 2011 08:35

Gæti verið vinnsluminnið. Myndi athuga með einhverju memtest programmi, eða prófa að nota bara einn kubb í einu og sjá hvort það virkar. Ef það gerir ekkert þá væri mitt næsta skref að uninstalla og reinstalla öllu, sérstaklega driverum og vírusvarnarforritum(eða bara öllu Windowsinu).


Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3


Höfundur
k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 999
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Reputation: 19
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín frýs alltaf

Pósturaf k0fuz » Mið 13. Júl 2011 13:22

heyriði ég rak augun í Trend möppu inní program files (hefði átt að vera búin að kíkja þangað fyrr #-o ) og þegar ég reyndi að deleta henni kom bara að hún væri in use með einhverju programmi svo að ég end taskaði explorer.exe og startaði nýjum explorer.exe inní task manager og gat þá deletað möppuni og mér sýnist þetta vera komið í lag :happy

aldrei... aftur trend... aldrei :evil:


ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.