Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi


Höfundur
Bjerki
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 24. Jún 2009 22:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf Bjerki » Mið 08. Jún 2011 21:21



Ég er með PS3 tengda við sjónvarpið mitt með HDMI kapli. Ég er ekki að fíla innbyggðu hátalarana í sjónvarpinu svo mig langar að tengja hljóðið í Creative 5.1 hljóðkerfi sem ég hef átt lengi (PC hljóðkerfi með S/PDIF tengjum (appgul, svart og grænt) ). Ég keypti mér tvo 2x Mini Jack (female) to RCA tengi (male), tengi það saman við appelsínugulu, svörtu og grænu snúrurnar og síðan RCA male í Left&Right aftan á sjónvarpinu . Sjá mynd : http://www.psx.is/forums/uploads/121547 ... 92_348.jpg

Þegar ég hef tengt það þannig og kveiki á hátölurunum þá heyrist bara heljarinnar suð. Hins vegar kemur hljóð en það er yfirgnæft af suði. Ef ég tek samt einn af appelsínugulu, svörtu eða grænu aðeins út úr bassaboxinu þá hættir suðið en þá detta út einhverjir hátalarar. Það er ekkert suð og fullkomið hljóð ef eitt tengið er aðeins tekið úr bassaboxinu.

Hvað ætli valdi þessu klikkaða suði?

Ég átta mig á því að tengja hljóðið svona þá fæ ég ekki true surround sound, en ég gæti alveg sætt mig við þetta.

Thanks!




hauksinick
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Fim 11. Sep 2008 14:33
Reputation: 0
Staðsetning: Í nafla alheimsins
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf hauksinick » Mið 08. Jún 2011 22:07

Þú verður að útskýra betur.

Taktu bara myndir,best að skilja þetta þannig.


Mercedes er magnað tól
Mergjuð er ásýnd líka
Það eru bara forhert fól
Sem fíla þá ekki slíka


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1821
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 88
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf axyne » Mið 08. Jún 2011 22:11

Grænn Front
Svartur Rear
Gulur Center/sub

Eins og þú tengir þetta núna, ertu með hægri rásina í Front og Vinstri rásina í Rear og center/sub.

Held þú fáir þetta aldrei gott með svona mixi.
Suðið sem þú lýsir er eflaust eh ground loop og kerfið er ekki að fíla að inngangarnir eru tengdir saman.
Ert að tengja saman 4 rásir á creative hátölurunum.

Væri hugmynd að gera eftirfarandi.

TV > RCA í steríó minijack > steríó minijack 1 í 2 > annar steríu minijack 1 í 2 sem fer í fyrri deilirinn > og svo hátalararnir.
færð þá a.m.k rétt hægri vinstri hljóð í front og rear. center og bassi væri síðan á sitthvori rásinni.


þetta væri sniðugri lausn.
Veit sosem ekki hvernig innbyggingin á þessu er, en mig grunar að þú ættir að fá "réttara" hljóð útúr þessu. s.s sub og center ættu að fá combinað R/L.


Electronic and Computer Engineer


Höfundur
Bjerki
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 24. Jún 2009 22:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf Bjerki » Mið 08. Jún 2011 22:16

Mynd 1 : Tengin

http://i.imgur.com/l7ejl.jpg

Mynd 2 : Aftan á bassaboxinu

http://i.imgur.com/Rf5gr.jpg

Mynd 3 : Dótið tengt og sett aftan í sjónvarpið

http://i.imgur.com/ByG37.jpg




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1821
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 88
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf axyne » Mið 08. Jún 2011 22:35

Önnur lausn væri að nota rca í minijack og tengja við AUX input á bassaboxið.

Sjónvarpið gefur þér hvort er alltaf bara steríó hljóð.

Færð þá allavega rétt Front R/L + bassi, veit ekki hvort það heyrist líka í Rear...


Electronic and Computer Engineer


Höfundur
Bjerki
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 24. Jún 2009 22:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf Bjerki » Sun 12. Jún 2011 23:02

Gæti ég keypt magnara og tengt hann og bassaboxið svona : http://ask.creative.com/wwimages/audio_ ... _cable.jpg ?

Svo optical snúru úr magnaranum í ps3 ?




Höfundur
Bjerki
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 24. Jún 2009 22:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf Bjerki » Sun 12. Jún 2011 23:23

http://www.avland.co.uk/pioneer/vsx609/rear.jpg

ef við miðum við þennan magnara, og að þessi snúra myndi virka, í hvaða tengi myndi hún tengjast?



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf GrimurD » Mán 13. Jún 2011 00:21

ertu nokkuð með ps3 stillta á að outputta dolby/dts ?

það er annars til sérstakt millistykki sem þú kaupir til að gera þetta.

og hér er mynd af því: http://forums.logitech.com/t5/image/ser ... bl-1&px=-1


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB


Höfundur
Bjerki
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 24. Jún 2009 22:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf Bjerki » Mán 13. Jún 2011 00:58

GrimurD skrifaði:ertu nokkuð með ps3 stillta á að outputta dolby/dts ?

það er annars til sérstakt millistykki sem þú kaupir til að gera þetta.

og hér er mynd af því: http://forums.logitech.com/t5/image/ser ... bl-1&px=-1


já, ég veit af þessu, nema það verður ekki surround sound til með þessu, það mun bara heyrast það sama í öllum 5 hátölurunum



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2296
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 184
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf kizi86 » Mán 13. Jún 2011 06:03

http://www.allaboutadapters.com/hddodtsdihdo.html
http://www.octavainc.com/HDMI%20switch% ... audio.html

held eitthvað svona lagað væri perfect i þetta project.. seinni linkurinn myndi henta betur en frekar pricy ;)


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1812
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf blitz » Mán 13. Jún 2011 07:43

Bjerki skrifaði:
GrimurD skrifaði:ertu nokkuð með ps3 stillta á að outputta dolby/dts ?

það er annars til sérstakt millistykki sem þú kaupir til að gera þetta.

og hér er mynd af því: http://forums.logitech.com/t5/image/ser ... bl-1&px=-1


já, ég veit af þessu, nema það verður ekki surround sound til með þessu, það mun bara heyrast það sama í öllum 5 hátölurunum


Og færðu surround með því að tengja í L/R RCA?


PS4

Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1753
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf Kristján » Mán 13. Jún 2011 09:07

færð aldrei "surround" með þessi, tvið er bara með left og right, sem sagt sterio.

þetta verðru aldrei þannig að ef það er einhver fyrir aftan þig vinstra meginn þá færðu það i rear, vinstri hátalarana, heldur bæði vinstri rear, front og center og líka boxinu.

þetta verður bara "meira" sterio, ef það er hægt, þar sem þú verður með fleiri en 2 hátalara.




Höfundur
Bjerki
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 24. Jún 2009 22:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf Bjerki » Mán 13. Jún 2011 11:44

Kristján skrifaði:færð aldrei "surround" með þessi, tvið er bara með left og right, sem sagt sterio.

þetta verðru aldrei þannig að ef það er einhver fyrir aftan þig vinstra meginn þá færðu það i rear, vinstri hátalarana, heldur bæði vinstri rear, front og center og líka boxinu.

þetta verður bara "meira" sterio, ef það er hægt, þar sem þú verður með fleiri en 2 hátalara.


Jámm, ég átta mig á því. En svo var ég að spá ef ég myndi kaupa mér magnara og tengja bassaboxið við það svona http://ask.creative.com/wwimages/audio_ ... _cable.jpg . Síðan myndi liggja optical kapall milli ps3 og magnarans. Væri þetta hægt?



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf GrimurD » Mán 13. Jún 2011 12:08

Bjerki skrifaði:
Kristján skrifaði:færð aldrei "surround" með þessi, tvið er bara með left og right, sem sagt sterio.

þetta verðru aldrei þannig að ef það er einhver fyrir aftan þig vinstra meginn þá færðu það i rear, vinstri hátalarana, heldur bæði vinstri rear, front og center og líka boxinu.

þetta verður bara "meira" sterio, ef það er hægt, þar sem þú verður með fleiri en 2 hátalara.


Jámm, ég átta mig á því. En svo var ég að spá ef ég myndi kaupa mér magnara og tengja bassaboxið við það svona http://ask.creative.com/wwimages/audio_ ... _cable.jpg . Síðan myndi liggja optical kapall milli ps3 og magnarans. Væri þetta hægt?

Þyrfti að vera magnari sem styður dolby og eða dts. Annars væri lang sniðugast fyrir þig að kaupa bara t.d. svona viewtopic.php?f=67&t=39145


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB


Höfundur
Bjerki
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 24. Jún 2009 22:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf Bjerki » Mán 13. Jún 2011 12:51

GrimurD skrifaði:
Bjerki skrifaði:
Kristján skrifaði:færð aldrei "surround" með þessi, tvið er bara með left og right, sem sagt sterio.

þetta verðru aldrei þannig að ef það er einhver fyrir aftan þig vinstra meginn þá færðu það i rear, vinstri hátalarana, heldur bæði vinstri rear, front og center og líka boxinu.

þetta verður bara "meira" sterio, ef það er hægt, þar sem þú verður með fleiri en 2 hátalara.


Jámm, ég átta mig á því. En svo var ég að spá ef ég myndi kaupa mér magnara og tengja bassaboxið við það svona http://ask.creative.com/wwimages/audio_ ... _cable.jpg . Síðan myndi liggja optical kapall milli ps3 og magnarans. Væri þetta hægt?

Þyrfti að vera magnari sem styður dolby og eða dts. Annars væri lang sniðugast fyrir þig að kaupa bara t.d. svona viewtopic.php?f=67&t=39145


Ég gæti fengið þennan á 15 þúsund http://www.avland.co.uk/pioneer/vsx609/index.htm svo ég held að það væri mun ódýrari kostur. Þessi styður Dolby og DTS right?




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1812
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf blitz » Mán 13. Jún 2011 13:01

Ég get selt þér þennan fyrir 15k ef þú hefur áhuga:

http://www.amazon.co.uk/JVC-RX-5062S-re ... B000KKIQBA
Built-in Decoders: Dolby Pro Logic II, DTS 96/24, Dolby Digital, DTS decoder
Surround Sound Effects: 3D Phonic Surround
Surround System Class: 5.1 channel


PS4


Höfundur
Bjerki
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 24. Jún 2009 22:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf Bjerki » Mán 13. Jún 2011 14:01

blitz skrifaði:Ég get selt þér þennan fyrir 15k ef þú hefur áhuga:

http://www.amazon.co.uk/JVC-RX-5062S-re ... B000KKIQBA
Built-in Decoders: Dolby Pro Logic II, DTS 96/24, Dolby Digital, DTS decoder
Surround Sound Effects: 3D Phonic Surround
Surround System Class: 5.1 channel


Ég þarf eiginlega að fá það á hreint fyrst hvort þetta muni virka.

1. Bassaboxið er miðjan á kerfinu, í það tengjast allir hátalarnir og snúra í tölvuna (grænn endi, appelsínugulur og svartur)
2. Í stað þess að tengja þá snúru myndi ég kaupa mér samskonar snúru og þessa : http://ask.creative.com/wwimages/audio_ ... _cable.jpg og tengja hana úr bassaboxinu í magnarann.
3. Svo myndi ég kaupa mér optical snúru og tengja hana úr ps3 yfir í optical input á magnaranum.
4. ???
5. surround?




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1812
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf blitz » Mán 13. Jún 2011 14:32

Hef ekki hugmynd, myndi frekar mæla með að fara bara í góða hirðinn og kaupa 5x hátalara á slikk


PS4


Hauksi
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fös 28. Mar 2008 15:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp í 5.1 hátalarakerfi

Pósturaf Hauksi » Mán 13. Jún 2011 14:40

Ég þarf eiginlega að fá það á hreint fyrst hvort þetta muni virka.

1. Bassaboxið er miðjan á kerfinu, í það tengjast allir hátalarnir og snúra í tölvuna (grænn endi, appelsínugulur og svartur)
2. Í stað þess að tengja þá snúru myndi ég kaupa mér samskonar snúru og þessa : http://ask.creative.com/wwimages/audio_ ... _cable.jpg og tengja hana úr bassaboxinu í magnarann.
3. Svo myndi ég kaupa mér optical snúru og tengja hana úr ps3 yfir í optical input á magnaranum.
4. ???
5. surround?


Það gengur ekki. Magnarinn þarf preout á allar rásir, Pioneer VSX609 hefur það ekki.
Ég mundi ekki fá mér magnara nema vera tilbúinn að fá mér nýja hátalara.
Headphone er kannski málið! Oft besta lausnin.
Ef þú tengir sjónvarpið við aux-in á Creative...Hlýtur að vera betra þannig en hátalararnir í sjónvarpinu...