Ég var að spá hvort þið gætuð mælt með ódýrri skjákortskælingu sem er alveg hljóðlaus, helst án viftu. Ég er með eVGA GT240 kort og einu kröfurnar eru að hún kæli svipað og
stock kælingin (30-40°idle) og að það heyrist næst engu í henni
Það væri fínt ef möguleiki væri á að festa 120mm eða 140mm viftu á kælinguna þar sem ég á einhverjar 800rpm til hérna.
Ég hef ekkert vit á GPU kælingum svo ég veit ekki hvort þetta eru óraunhæfar kröfur
Og já, loftflæðið í kassanum er frábært, svo það er ekki vandamál.
Ryzen 9 5900x // ROG STRIX X570-F // RTX4080 Super // 64GB 3600MHz // 32" 1440p 165hz