eftir að ég fann driver fyrir hann fór hann í 7.7
ég voða glaður og fullur af þori fór ég í tölvulistann og verslaði mér Corsair 2x4GB DDR3 á 23,980kr. kem heim , opna bakhliðina á tölvunni, tek út gömlu minnin og ætla að setja nýju í, enn hvað !!!
mikið helvítis, andskotans, jóhanna og steingrímur, hvernig á maður að ná þessu djö... kubbum úr pakkningunni ????? ég blótaði því að ekki voru neinar leðbeiningar hvernig ætti að ná þessu helv.... og reyndi hvað ég gat að ná þessu með fingrunum ( þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég opna nýja pakkningu af vinnsluminnum!!!) og ég get sagt það, ég hef netta, sterka, stutta vel út lítandi iðnaðarmannahendur sem hafa unnið við SMD vélar og við viðgerðir á prentplötum. ég gat ekki náð þeim úr! ég var næstum farinn með skrúfjárnið í pakkninguna, þegar ég hugsaði aðeins og stoppaði mig og leit aðeins í kringum mig. aha... þarna var gítarnögl sem ég áhvað að nota, setti undir og spennti. þetta hellv.... drasl haggaðist ekki!!! pakkningin var farinn að beglast og krumpast af átökum, ég áhvað að taka aðeins betur á (hefði geta lyft ungabarni með þessu átaki á gítarnöglina) og popp.... loksins
þetta er auðvitað mín sök, og reikna ekki með að tölvulistinn taki þau til baka. þannig að í guðanabænum, ef þið ættlið að versla Corsair vinnsluminni hjá þeim, byðjið þá um að taka það úr pakkningunni fyrir ykkur
Ps. alltaf þegar ég hef verslað í tölvulistanum, þá hef ég verið spurður um kennitölu vegna ábyrgðar. núna var ég ekki beðinn um hana, þannig að ég spurði hvort að hann vildi ekki kennitöluna á nótuna vegna ábyrgðar, og fékk þau svör að geyma kvittuninna og að ef að þau væru gölluð kæmi það straks fram en ekki seinna....!!!???
er ekki sagt að að örgjörvinn sé það seinasta sem bilar, ég hef allavegana aldrei keypt örgjörva án kennitölu, þó svo að þeir séu með sömu ábyrgð.
jæja búinn að losa smá þrýsting
Góða helgi.
KV: Þorri



](./images/smilies/eusa_wall.gif)