Anti-Aliasing vandamál


Höfundur
Lufkin
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Lau 13. Des 2008 19:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf Lufkin » Mán 11. Apr 2011 21:17

Sælir

Ég er með tölvu sem að í hvert skipti sem að leikur er stilltur á Anti-Aliasing eða Anisotropic filtering,
þá frýs leikurinn og VPU recover kemur. Sumir nýjir leikir eru defult stilltir á þetta þannig að það er
frekar erfitt að taka þetta af.

Ég tel mig vera með nýjustu driverana (catalyst v.11.3) og er með ágæta tölvu.

Motherboard : ASRock 770 Extreme3
CPU : AMD Phenom II B50 X4 @ 3.1GHz
GPU : Radeon HD 5750 1Gb
Memory : 4096MB 1333 ( 2x 2048 DDR3 - SDRAM)

Eru einhverjar stillingar sem að ég er að gleyma eða eru þetta bara takmörk á vélbúnaðinum.

PS. það er sama hvaða leikur það er gamall eða nýr, ef maður stillir á AA eða AF þá frýs leikurinn.

Með bestu kveðju

Kjartan R



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf Klaufi » Mán 11. Apr 2011 21:28

Bara af forvitni, uppfærðir þú í nýjasta driver eða ertu ekki búinn að prufa annan driver?


Mynd


Höfundur
Lufkin
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Lau 13. Des 2008 19:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf Lufkin » Mán 11. Apr 2011 21:31

Er búinn að uppfæra driverinn, þetta er svosem búið að vera svona með seinustu 3 driverana eða þegar ég fékk skjákortið.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2181
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 198
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf DJOli » Mán 11. Apr 2011 21:47

ertu að keyra í DX11? geturðu prufað DX9?


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|2tb Samsung 990 Evo Plus nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200


Höfundur
Lufkin
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Lau 13. Des 2008 19:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf Lufkin » Mán 11. Apr 2011 22:00

Er í DX9c. Keyri leiki í þokkalegum gæðum og upplausn en um leið og ég set AA á þá frýs allt.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf beatmaster » Mán 11. Apr 2011 22:36

Hefurðu prufað hvort að þetta gerist ef að þú ert með slökkt á aukakjörnunum í örgjörvanum?


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1052
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf Revenant » Mán 11. Apr 2011 22:46

Kannski long shot en getur verið að minniskubbarnir á skjákortinu gæti verið eitthvað slappir? AA notar mjög mikið VRAM þannig það gæti meikað sens að skjádriverinn hrynji þegar þú reynir að accessa bilaðan minniskubb.

Prófaðu að keyra Video Memory stress Test




Höfundur
Lufkin
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Lau 13. Des 2008 19:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf Lufkin » Þri 12. Apr 2011 07:02

Þetta var svona áður en ég unlockaði CPU.

Ég var að keyra Video Meomry stress test og það kom ekkert út úr því.

Ég var með þetta skjákort í öðru móðurborði fyrir stuttu og þá hagaði það sér eins, en ég hélt að það væri
útafþví að það borð var með PCI-E 1.0 slot en þetta borð er með PCI-E 2.0 þannig að það er varla málið.

Hæðstu hitatölur sem ég hef séð eru 64c á GPU og 54 á CPU þannig að hiti er varla vandamál.




Höfundur
Lufkin
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Lau 13. Des 2008 19:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf Lufkin » Þri 12. Apr 2011 16:27

Hefur enginn hugmynd hvað gæti verið að?

Getur verið að skjárinn sé vandamálið? Er að keyra í 1280x1024 32bit en það er hæðsta stillingin á skjánum, sem er 19" LCD(Samsung SyncMaster 940n).

Er búinn að vera að googla þetta og allar lausnir eru að setja í CCC stillingarnar á application setting, en þannig er það hjá mér en það leysir engann vanda hjá mér.

Kveðja
Kjartan R




Bioeight
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf Bioeight » Þri 12. Apr 2011 18:10

Þetta er stór listi og löng lesning : ATI Radeon HD5770 / 5750 issues. Þessi vandamál virðast vera að koma fram hjá öðrum, en mest í eldri driverum. Þá er spurningin, varstu með eldri drivera inni þegar þú settir inn nýjustu? Ertu búinn að prufa að uninstalla driverunum og nota Driver Sweeper til að hreinsa þá alveg út og síðan setja inn nýjustu driverana? Ef ekki , þá gæti það lagað vandamálin þín. Ef þú ert búinn að því þá hef ég ekkert meira fram að færa.

EDIT: Mátt líka gefa upp hvaða framleiðandi færði heiminum HD5750 skjákortið þitt.


Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3


Höfundur
Lufkin
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Lau 13. Des 2008 19:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf Lufkin » Þri 12. Apr 2011 20:03

Jæja búinn að keyra driver sweep og enginn breyting.

Kortið er frá Gigabyte.
Er með XP 32bit.

Prufaði að keyra Call of duty world at war, ég keyri hann venjulega í 1280x1024 og í fullum gæðum en ef ég set AA á og keyri niður upplausn og gæði þá er það sama sagan, black screen..



Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1399
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf kubbur » Þri 12. Apr 2011 20:07

Myndi kalla þetta gallað skjákort


Kubbur.Digital


Bioeight
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf Bioeight » Þri 12. Apr 2011 22:55

Ég verð þá að vera sammála að þetta hljómar eins og minnisvandamál, getur verið minnið á kortinu sjálfu, getur verið annað minni. Þú ert með Windows xp 32-bit en ert með 4GB minni, ertu búinn að modda eitthvað til að fá windows sjái öll 4GB? Búinn að fikta eitthvað í windows virtual memory? slökkva á paging file eða öðru? - Spyr bara af því að það er erfitt að meta svona í annarra manna tölvum. Ef það er búið að gera eitthvað svoleiðis þá gæti það verið vandamálið.

Hlutir sem ég myndi prófa (ef það sem er fyrir ofan á ekki við):
Prófa minniskubbana staka í vélinni.
Slökkva á paging file í windows(með báða kubbana í vélinni samt).
Líklega eitthvað fleira minnistengt en dettur ekkert í hug núna

En svo getur þetta bara verið bilað kort... alltaf erfitt að meta nema vera búinn að prófa allt.


Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf biturk » Þri 12. Apr 2011 23:13

settu upp win 7 64bit til að byrja með


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Predator
1+1=10
Póstar: 1185
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 53
Staða: Ótengdur

Re: Anti-Aliasing vandamál

Pósturaf Predator » Þri 12. Apr 2011 23:14

Myndi prufa að fara úr XP yfir í Win7


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H