lo
Ég er í þann mund að bæta við einum 120GB Mushkin Callisto SSD við í tölvuna.
Nú fyrir er ég með þrjá aðra diska:
- Stýrikerfið er á 200GB WD 7200rpm SATA 2
- lítið geymsludrif á 250GB Seagate 7200 rpm SATA 2
- stórt geymsludrif á 2TB WD Green 5400-7200 rpm SATA 2
Ég ætla að setja upp W7 64bit og nýji SSD diskurinn verður að sjálfsögðu notaður fyrir stýrikerfið og helstu forrit/leiki.
Þar sem ég er með nægt geymslupláss (í bili), hef ég litla þörf fyrir þessa tvo minni diska (200 og 250GB).
Þá kemur að spurningunum:
1. Sjáið þið e-ð sniðugt sem ég get nýtt þessa tvo 200GB og 250GB diska í (t.d. RAID-__ eða annað)?
2. Væri jafnvel sniðugra að losa sig við þá (þeir mega alveg missa sín ef þeir eru að hægja á vélinni)?
3. Hvað þarf helst að huga að til að hámarka endingu SSD (t.d. hef ég heyrt að maður skuli slökkva á defragment án þess að ég viti nokkuð um það)?
Ég er illa að mér í RAID og mér þætti vænt um ef þið mynduð reyna að vera skýrir í svörum.
kv,
jericho
SSD og RAID (s)pælingar
-
jericho
Höfundur - Geek
- Póstar: 874
- Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
- Reputation: 168
- Staða: Ótengdur
SSD og RAID (s)pælingar
Ryzen 7 7800X3D | DH-15 | Radeon RX 9700 XT | MSI MAG B650 Tomahawk | Samsung Evo 990 2TB | G.Skill Ripjaws S5 2x16GB | Corsair RM850x | Fractal Meshify C | 32" LG UltraGear 4K OLED
Re: SSD og RAID (s)pælingar
Ef þú reidar þessa tvo saman þá færðu nýtanlegt pláss af báðum diskum sem samsvarar stærð minni disksins.
Raid 1 er tilvalið ef þú villt gagnaöryggi, þá speglast diskarnir og öll gögnin lenda á báðum diskunum.
Raid 0 er tilvalið ef þú villt aukinn skrifhraða, þá myndir þú líka missa öryggið ef að einn myndi hrynja - þá myndi raid stæðan alveg hrynja.
Ef þú ert með fjölskyldumyndir, settu þá upp í Raid 1 ef þú hefur ekkert við þá að gera.
Raid 1 er tilvalið ef þú villt gagnaöryggi, þá speglast diskarnir og öll gögnin lenda á báðum diskunum.
Raid 0 er tilvalið ef þú villt aukinn skrifhraða, þá myndir þú líka missa öryggið ef að einn myndi hrynja - þá myndi raid stæðan alveg hrynja.
Ef þú ert með fjölskyldumyndir, settu þá upp í Raid 1 ef þú hefur ekkert við þá að gera.
-
axyne
- Of mikill frítími
- Póstar: 1821
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 88
- Staðsetning: DK
- Staða: Tengdur
Re: SSD og RAID (s)pælingar
Ef ég væri í þínum sporum þá myndi ég losa mig við 200 gb diskinn.
Færa síðan mánaðarlega mikilvæg gögn af hinum diskunum (handvirkt eða með eh backup forriti) yfir á 250 gb diskinn og hafa hann síðan ótengdan á milli.
Færa síðan mánaðarlega mikilvæg gögn af hinum diskunum (handvirkt eða með eh backup forriti) yfir á 250 gb diskinn og hafa hann síðan ótengdan á milli.
Electronic and Computer Engineer