Vandamál með þráðlaust net [Mjög svo furðulegt!]

Skjámynd

Höfundur
MarsVolta
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 19:55
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Vandamál með þráðlaust net [Mjög svo furðulegt!]

Pósturaf MarsVolta » Þri 22. Mar 2011 22:29

Ég er með viku gamla Toshiba Fartölvu og það er strax komið upp vandamál á henni.
Bilunin lýsir sér þannig að ég tengi tölvuna þráðlaust við routerinn hjá mér. Allt í lagi með það, netið virkar í mesta lagi í nokkrar mínútur og er frekar hægt á meðan (Signal strenght er í excellent). Síðan byrjar netið alltaf að detta út endalaust. Ég er með 3 aðrar fartölvur sem virkar allar, þannig það eru litlar líkur á að þetta sé routerinn. Ég er búinn að prófa að slökkva á öllum hinum tölvunum og hafa nýju tölvuna bara tengda en það er alveg sama sagan.

Er þetta ekki pottþétt netkortið sem er eitthvað bilað ?
Síðast breytt af MarsVolta á Fim 24. Mar 2011 19:34, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með þráðlaust net - glæný Fartölvu

Pósturaf lukkuláki » Þri 22. Mar 2011 22:36

Var hún svona strax í upphafi ?
Er möguleiki á að þú hafir náð þér í eitthvað spyware rusl á vélina á 1 viku ? (Torrent, Limwire) Ertu með vírusvörn ?
Er hugsanlegt að eitthvað sem þú settir upp á vélinni sl. viku td. vírusvörn sé að valda þessu ?
Það er hugsanlegt að þráðlausa netkortið í vélinni sé bilað og lítið mál að skipta um það í sjálfu sér en það þarf að greina hvar vandamálið liggur.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.