Höktandi netskoðun?


Höfundur
hundur
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Sun 30. Maí 2004 01:31
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Höktandi netskoðun?

Pósturaf hundur » Fim 17. Mar 2011 14:33

Sælinú Vaktarar. Ég veit ekki hvort þetta vandamál tengist skjákortinu eða einhverju öðru, en ég set þetta allavega inn hér. Þannig er mál með vexti að mér finnst eins og fartölvan mín eigi í óvenju miklum vandræðum með að skoða vefsíður, eins og Pressan.is, Mbl.is og fleira. Síðurnar hlaðast mjög hratt inn og allt í góðu með það, en þegar ég ætla að skrolla þá er skrollið alltaf höktandi, ekki smooth eins og það ætti að vera.

Veit einhver hvað vandamálið gæti verið? Þetta hefur verið svona alveg frá því ég keypti tölvuna, búinn að uppfæra alla drivera og allt svoleiðis, og meiraðsegja með tölvuna stillta þannig að öll grafík og slíkt er í lágmarki.

Þetta er ný Lenovo Thinkpad Edge 13 tommu, keypt í ágúst 2010.
Örgjörvinn er AMD Turion Neo X2 Dual core processor L625, 1,6 GHz.
4 gb vinnsluminni.
Windows 7 64 bit, service pack 1.
Skjákort er ATI Radeon HD 3200.

Einhver með hugmynd um hvað þetta gæti verið?




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Höktandi netskoðun?

Pósturaf SteiniP » Fim 17. Mar 2011 14:37

Mjög líklega flash sem er að nauðga tölvunni þinni

Installaðu adblocker og flash blocker í vafrann og þá verður allt svo mikið betra.



Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Höktandi netskoðun?

Pósturaf Frantic » Fim 17. Mar 2011 14:59

Ef það er málið, þá er örugglega betra að uppfæra bara flashplayerinn.



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Höktandi netskoðun?

Pósturaf BjarniTS » Fim 17. Mar 2011 15:50

Svona er þetta oft.
Flash er drasl.


Nörd