CMOS batterí, endingartími

Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

CMOS batterí, endingartími

Pósturaf FriðrikH » Fös 04. Feb 2011 12:52

Ég keypti mér asus eee 1005 fyrir rétt rúmu ári. Nú er CMOS batteríið í henni dautt, er þetta ekki frekar dapur endingartími? Er þetta eitthvað sem fellur undir 2gja ára ábyrgð?




k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 999
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Reputation: 19
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: CMOS batterí, endingartími

Pósturaf k0fuz » Fös 04. Feb 2011 13:10

Jú það er mjög slappur endingartími. Ertu viss um að batterýið sé ónýtt? annars held ég þá að ábyrgðin eigi að taka það, annars bara hringja og athuga það.


ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.

Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: CMOS batterí, endingartími

Pósturaf FriðrikH » Fös 04. Feb 2011 14:15

Já, ég tékka á því, allavega er ég alltaf beðinn um að stilla tímann í biosnum þegar ég kveiki á tölvunni.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: CMOS batterí, endingartími

Pósturaf Klemmi » Fös 04. Feb 2011 15:05

CMOS rafhlöður eiga undir venjulegum kringumstæðum að endast í ca. 4-8ár í borðtölvunum en svo eru mismunandi rafhlöður í blessuðu fartölvunum. 1 ár er þó undarlega slappt og býst við að það myndi falla undir ábyrgð.


Starfsmaður Tölvutækni.is


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: CMOS batterí, endingartími

Pósturaf ÓmarSmith » Lau 05. Feb 2011 12:52

svona battery kostar 390kr


skiptu bara og málið dautt.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: CMOS batterí, endingartími

Pósturaf Klemmi » Lau 05. Feb 2011 13:34

ÓmarSmith skrifaði:svona battery kostar 390kr


skiptu bara og málið dautt.


Að skipta um svona rafhlöðu getur verið heljarinnar mál og í sumum tilfellum þarf að rjúfa innsygli á vélinni til að komast að þessu svo nei.... mæli ekki með að hann geri þetta sjálfur á meðan tölvan er í ábyrgð :)


Starfsmaður Tölvutækni.is

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: CMOS batterí, endingartími

Pósturaf lukkuláki » Lau 05. Feb 2011 13:42

FriðrikH skrifaði:Ég keypti mér asus eee 1005 fyrir rétt rúmu ári. Nú er CMOS batteríið í henni dautt, er þetta ekki frekar dapur endingartími? Er þetta eitthvað sem fellur undir 2gja ára ábyrgð?


Þú skalt láta laga þetta á verkstæði þess aðila sem seldi þér vélina
Þetta er ábyrgðarmál rafhlaðan á að endast miklu miklu lengur og auk þess þá er möguleiki að þetta sé mbo vandamál og rafhlaðan sé í lagi.
Þá væri slæmt að vera búinn að rífa hana í sundur og rjúfa ábyrgðina


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.