Kröfurnar eru bara þær að hún sé allavega smá ergonomic (ég hef t.d. engan áhuga á SteelSeries Xai né öðrum ambidextrous músum) og að dpi sé 3500 eða hærra. Ég vil líka helst að hægt sé að breyta sensitivity "on-the-fly", eins og er hægt á G5 (sensitivity profiles).
Ég hef mestan áhuga á Razer músunum, þær eru flottar og ég hef heyrt margt gott um þær. Aðal vandinn er reyndar val á milli Razer músa, þ.e. á milli Imperator og Mamba. Verðmunurinn er náttúrulega töluverður og mér finnst frekar tæpt að vera að borga 23k fyrir mús, en að því er virðist er þetta nokkurnveginn sama músin að því undanskildu að Mamba er þráðlaus og eins og DeathAdder í laginu.
Þannig að þeir sem hafa reynslu af Imperator og Mamba, endilega tjáið ykkur. Er þráðlausa virknin á Mamba 9k virði, svona eftir á að hyggja?
Aðrir sem hafa miklar skoðanir á músavali mega endilega koma með tillögur líka!

](./images/smilies/eusa_wall.gif)
