Skjákort og photoshop?

Skjámynd

Höfundur
Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Skjákort og photoshop?

Pósturaf Eiiki » Lau 08. Jan 2011 14:23

Sælir vaktarar góðir.

Ég var að spá í hvort að skjákort skipti miklu máli uppá photoshop vinnslu? Skiptir miklu máli að hafa gott skjákort og munar miklu á því að nota t.d. innbyggða skjákortið eða skjákort sem ég smelli í tölvuna bara? Eru það ekki aðallega vinnsluminni og örgjörvarnir sem koma að góðum og öruggum photoshop vinnslum?
Með fyrirfram þökkum,
-Eiiki


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort og photoshop?

Pósturaf Gúrú » Lau 08. Jan 2011 19:24

Ef það er þarna eða nýrra þá ertu golden.

http://kb2.adobe.com/cps/405/kb405711.html

Gleymdi að svara spurningunni: Jú það 'skiptir máli' en ekki ef að þú ert að tala um grunn 2D myndvinnslu Í PS,
þá er þetta bara spurning um það hvort að þú sættir þig við að bíða eitthvað þegar að þú notar Filtera á stórum myndum eða ekki.


Modus ponens


skoleon
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Fös 15. Jan 2010 23:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort og photoshop?

Pósturaf skoleon » Lau 08. Jan 2011 20:19

Eins og gúrúinn segir þá er ekki issue ef þú ert með 2D myndir og skjákort sambærilegt eða nýrra samkvæmt listanum. Vinsluminni, öri, geymslupláss og hvernig þú skiptir niður vinslunni á harðadiskana þína (þ.a.s. ef þú ert með fleirri en einn) er meira áhyggjuefni, en þær áhyggjur þarftu ekki að hafa ef myndirnar eru ekki mjög stórar.

Þegar þú ert kominn með þyngri vinslu og meira af útreikningum þá er langbest að fara í Quadro kort (eða sambærilegt) en það er sammt ekki eitthvað must.

Ef þú ferð í 3D vinsluna þá geta hin hefðbundnu skjákort ekki reiknað alla skugga í renderingu og þú þarft þá sérkort í það t.d. Quadro eða sambærilegt.

Sjálfur vinn ég á vélar með bæði og nota vélina með Quadro kortið einungis í 3D því hin vélin er aflmeiri (nema skjákortið auðvitað).



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 57
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort og photoshop?

Pósturaf Benzmann » Fim 13. Jan 2011 10:11

hefur mjög mikið með vinnsluminni að gera veit ég, þegar það kemur að því að stækka DPI á myndum,


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus RTX 5080 Astral OC 16gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM1000x 1000W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 1x Samsung 990Pro 4Tb (OS)1x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit