PC eða Mac


Höfundur
toivido
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Lau 01. Ágú 2009 01:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

PC eða Mac

Pósturaf toivido » Mán 06. Des 2010 00:11

Er að spá í að uppfæra tölvuna hjá mér. Hvort ætti ég að fjárfesta í Macca eða kaupa Pc aftur. Hef alltaf verið PC maður en er allt í einu voða hrifinn af Mac. Það sem ég nota tölvuna aðallega í er Office pakkinn, Lightroom, Photoshop, Dkvistun, Utorrent og auðvitað netið, þetta er svona einna helst sem ég nota. Hvað mælið þið með?




nonesenze
ÜberAdmin
Póstar: 1329
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf nonesenze » Mán 06. Des 2010 00:15

þú ert á pc spjallinu þannig að fólk hérna er að fara segja þér að velja pc, annars er mac voða user firendly og með voða nice features, ég myndi bara google og sjá hvað þér finnst best eða flottast

keep in mind að 100þ pc = 300þ mac (kannski smá ýkt en samt soldið true)


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 5090 Palit
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: 2x360 custom loop
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32ucdm
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf ManiO » Mán 06. Des 2010 00:24

Hvað varstu að spá í að eyða miklu í vél?


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 56
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf Sydney » Mán 06. Des 2010 00:37

Ef þig langar í macca fáðu þér þá PC vél og settu upp OSX á hana...miklu ódýrara.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3617
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf dori » Mán 06. Des 2010 00:39

Hvað ætlarðu að eyða miklu? Fartölva eða borðtölva? Eru öll forritin sem þú notar á bæði til fyrir mac og windows? Ef ekki, er hægt að fá þau til að virka t.d. með sýndarvélum?



Skjámynd

cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf cocacola123 » Mán 06. Des 2010 01:22

Sydney skrifaði:Ef þig langar í macca fáðu þér þá PC vél og settu upp OSX á hana...miklu ódýrara.


True að það er ódýrara en apple tölvurnar eru orðnar svo svakalega góðar ! (og af sjálfsögðu dýrar:P)

Þannig ég segi endilega fáðu þér apple tölvu ef þú átt fyrir henni og langar í hana :)

Og líka það að ef þú ert að leita af fartölvu mæli ég líka með apple útaf til dæmis keypti ég mér eðal pc fartölvu og svo er ég að nota hana án hleðslu og hún endist í 2-3 tíma ! Svo er vinkona mín að ná 12 tímum á macbookinum sínum ! :japsmile


Drekkist kalt!

Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 56
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf Sydney » Mán 06. Des 2010 01:52

cocacola123 skrifaði:
Sydney skrifaði:Ef þig langar í macca fáðu þér þá PC vél og settu upp OSX á hana...miklu ódýrara.


True að það er ódýrara en apple tölvurnar eru orðnar svo svakalega góðar ! (og af sjálfsögðu dýrar:P)

Þannig ég segi endilega fáðu þér apple tölvu ef þú átt fyrir henni og langar í hana :)

Og líka það að ef þú ert að leita af fartölvu mæli ég líka með apple útaf til dæmis keypti ég mér eðal pc fartölvu og svo er ég að nota hana án hleðslu og hún endist í 2-3 tíma ! Svo er vinkona mín að ná 12 tímum á macbookinum sínum ! :japsmile

Hvað er svona "betra" við mac en PC vél hardware séð?

Og ef rafhlöðuending er það eina sem skiptir máli geturu fundið fartölvur sem geta endst í allt að 15 tíma sem eru ekki mac...


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf coldcut » Mán 06. Des 2010 01:58

Í fyrsta lagi þá er Mac PC!!!

Í öðru lagi þá skaltu segja okkur hvað þú ætlar að nota tölvuna í?

Í þriðja lagi þá skaltu ekki spyrja um þetta hérna því 98% af notendum hérna hafa e-ð á móti Mac-tölvum. En fyrst þú ert búinn að því þá skaltu hafa þetta í huga þegar menn svara þér ;)



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf Nariur » Mán 06. Des 2010 02:23

Sydney skrifaði:
cocacola123 skrifaði:
Sydney skrifaði:Ef þig langar í macca fáðu þér þá PC vél og settu upp OSX á hana...miklu ódýrara.


True að það er ódýrara en apple tölvurnar eru orðnar svo svakalega góðar ! (og af sjálfsögðu dýrar:P)

Þannig ég segi endilega fáðu þér apple tölvu ef þú átt fyrir henni og langar í hana :)

Og líka það að ef þú ert að leita af fartölvu mæli ég líka með apple útaf til dæmis keypti ég mér eðal pc fartölvu og svo er ég að nota hana án hleðslu og hún endist í 2-3 tíma ! Svo er vinkona mín að ná 12 tímum á macbookinum sínum ! :japsmile

Hvað er svona "betra" við mac en PC vél hardware séð?

Og ef rafhlöðuending er það eina sem skiptir máli geturu fundið fartölvur sem geta endst í allt að 15 tíma sem eru ekki mac...


Engin þeirra er með mac specca


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf cocacola123 » Mán 06. Des 2010 02:45

Sydney skrifaði:
cocacola123 skrifaði:
Sydney skrifaði:Ef þig langar í macca fáðu þér þá PC vél og settu upp OSX á hana...miklu ódýrara.


True að það er ódýrara en apple tölvurnar eru orðnar svo svakalega góðar ! (og af sjálfsögðu dýrar:P)

Þannig ég segi endilega fáðu þér apple tölvu ef þú átt fyrir henni og langar í hana :)

Og líka það að ef þú ert að leita af fartölvu mæli ég líka með apple útaf til dæmis keypti ég mér eðal pc fartölvu og svo er ég að nota hana án hleðslu og hún endist í 2-3 tíma ! Svo er vinkona mín að ná 12 tímum á macbookinum sínum ! :japsmile

Hvað er svona "betra" við mac en PC vél hardware séð?

Og ef rafhlöðuending er það eina sem skiptir máli geturu fundið fartölvur sem geta endst í allt að 15 tíma sem eru ekki mac...


Ég sagði aldrei að þær væru betri ! Ég er bara segja að þær eru svakalega góðar og ná samt 10-12 tíma endingu :D Ef þú kaupir endalaust dýra Alienware er hún með gott hardware en endist ekki meira en 4 tímar. Ég er aðalega bara segja að það er stoopid að setja leopard í pc :D En það er bara þannig að annahvort finnst þér þær sniðugar og flottar og langar í eina eða ekki. Þarft ekki að hata þær þótt að þú sért ánægðari með windows turninn...

Og kæru Naríur. Ef þú ætlar að kaupa apple tölvu þá veluru það sem þú vilt í hana þannig ég get eiginlega ekkert komið með spec... :)

Og til að halda mér on Topic þá allt þetta á að vera í Mac. Office er eitt af því fáa sem Microsoft gerðu fyrir apple :P Svo er Adobe líka að gera vörur fyrir apple eins og photoshop og allur sá pakki og Torrent forrit er af sjálfsögðu til þar :D


Drekkist kalt!


jonrh
Nörd
Póstar: 127
Skráði sig: Þri 12. Jan 2010 13:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf jonrh » Mán 06. Des 2010 03:05

toivido skrifaði:Hef alltaf verið PC maður en er allt í einu voða hrifinn af Mac
Ég var í sömu sporum fyrir 3 árum, sé ekki eftir að hafa skipt (áður hataði ég Mac eins og hvað margir hérna).

Office, CS5 og uTorrent er til á Mac en ekki DK Vistun. Þegar þú þarft að nota Windows forrit mæli ég með VMWare Fusion + Windows XP sýndarumhverfi (með lágmark 4GB í RAM). Það verður samt alltaf örlítið auka vesen, t.d. með internetstillingar og að senda skjöl á milli. Hinsvegar ef meirihlutinn af þinni vinnu er í Office & DK þá myndi frekar fara PC + Windows leiðina. Hér að neðan eru mín skoðun á kostum og göllum við Mac.

Kostir:
  • skilvirkari og einfaldari notkun
  • Apple lyklaborðin eru mesti unaður sem til er (byrjaði að nota þau löngu áður en ég byrjaði að nota Mac)
  • bless bless CCleaner, spyware- og vírusvarnarforrit
  • vélbúnaðurinn er lítill, nettur og minimal (ekkert óþarfa drasl)
Gallar:
  • kostar 50-150þ meira fyrir sambærilegar PC tölvur
  • ekki eins skilvirkt að nota DK í gegnum sýndarvél
  • með góðu móti geturðu bara uppfært HDD og RAM (að Mac Pro undanskildri)
Þú ert eftilvill núna að spurja þig hvort auka peningurinn sé þess virði? Að mínu mati já, tíminn og streitan sem sparaðist við allt vesenið sem fylgdi Windows gerir það þess virði.

Þetta myndband útskýrir munin líka ágætlega.




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf coldcut » Mán 06. Des 2010 17:38

Þar sem að fyrri svör hérna eyddust í einhverju chaosi þá set ég bara nýjasta svarið mitt hér sem code ;) Umræðan var semsagt um að Mac-tölvur væru svo dýrar og að maður gæti keypt sér jafngóða tölvu fyrir miklu minni pening ef maður setti hana saman sjálfur. Hvet ykkur til að skoða þetta þannig að þið getið hætt að segja að Mac séu svo dýrar tölvur!

ég á meðan að gagnagrunnurinn var að hrynja \":D\" skrifaði:Þetta svar dæmir sig sjálft. Lestu það sem er búið að segja hérna á undan með skjáina!
Ef þú ætlar að fá þér skjá með IPS-panel þá eru aðeins örfáar fartölvur með slíka skjái, minnir að ég hafi séð IBM-lappa með svoleiðis fyrir svolitlu síðan sem kostaði 450-500þúsund.
Tökum sem dæmi 27" iMac...samkvæmt buy.is er 27" Dell Ultrasharp með IPS-panel 220þúsund króna virði! Tökum nú þessar 220þúsund krónur af verðinu á nýjum 27" iMac hjá buy.is og þá eru eftir 160þúsund krónur fyrir innyflin.

Nýr i7 2,93GHz kostar á milli 45-50þúsund
4gb af DDR3 minni kosta um 15þúsund
HD5750 kostar um 20þúsund
1TB diskur er á 10þúsund
Flott og sterkt lyklaborð á 10þúsund
Mús á 5-7þúsund (algjört lágmark)
Geisladrif 4þúsund
Segjum að móðurborðið sé á 25þúsund
Kassi utan um þetta sem lítur ekki út eins og geimflaug kostar svona 25þúsund að lágmarki!!!
Samtals eru þetta líka um 160þúsund krónur!

Þetta er kannski ekkert svakalega vísindalegt en ætti að fá ykkur aðeins til að hugsa áður en þið segið hvað Mac er dýrt næst! Tek það fram að ég er alls ekki Mac-fanboy og ennþá síður Winblows-fanboy en í guðanna bænum hafið stundum opinn huga í staðin fyrir að læra það frá einhverjum gaur sem hatar e-ð að þú eigir að hata það líka.
Við skulum ekki hafa þetta eins og pólitík á Íslandi þar sem heilu sveitarfélögin og ættirnar mundu kjósa Davíð Oddsson á þing þótt hann hefði verið dæmdur fyrir njósnir og að hafa rænt milljónum króna rétt fyrir hrun til þess að kaupa sér "dýrar" Apple-vörur.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3873
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 276
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf Tiger » Mán 06. Des 2010 17:47

Ég hef alltaf verið Pc fanboy og reynt og gert margt í þeim efnum. Eru nokkrir mod þræðir hérna eftir mig ofl. En fyrir 1/2 ári síðan ákvað ég að snúa við blaðinu og keypti mér 27" iMac. Ég var alveg eins og kjáni fyrstu vikunar þar sem ég hafði aldrei unnið á OS X áður og þurfti að googla flest, en í dag efa ég að ég fari nokkurntíman til baka.

Ælta ekki að segja að annað sé betra en hitt því það er ekki hægt, en að hafa öfluga tölvu sem er gullfallega og hálfgert stofustáss sem heyrist ekki í, með truflað góðum skjá sem tekur ekkert pláss er bara eitthvað sem henntar mér 100%.

Fyrir utan að OS X kom mér virkilega á óvart og finnst orðið hrikalega gaman og gott að vinna í því.

Ennn það koma jú alveg tímabil þar sem græjufíknin og nýjungagirning tekur völd og ég hugsa þegar nýjir hlutir koma á markað "ohh væri cool að uppfæra í þetta" o.s.fr. en það líður fljótt hjá :)




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf biturk » Mán 06. Des 2010 17:59

ég var búnað gera langan póst sem gerði eiginlega útum þessa umræðu en í stuttu máli


crapple er voða lítið annað en peningaeiðsla og óþjált stýrikerfi! getur allt á crapple sem þú getur gert á pc..........nema valmöguleikarnir á pc eru svona milljón fleiri því það er allrahanda tölva sem þú getur framkvæmt allt í.


sá líka að menn eru ennþá að skjóta á vírus og rekla vandamál

en með tilkomu win 7 þá heira reklavandamál í pc svoað segja sögunni til, allavega hef ég aldrei lent í vandamálum nema tölvurnar séu 5+ ára gamlar

vírusar........hef ekki keirt vírusvörn síðann 2002......1 sinni fengið alvarlegann vírus en ég var líka 14 ára, nýkominn með tölvu og klámið var óöruggt :lol:

get talið á annari hendi hversu oft tölvan hefur sýkst hjá mér, ef menn keira bara heilgrigða skynsemi í netrápinu þá færðu ekki vírus, simple as that!

en eitt, menn voru líka eitthvað að tala um að tölva hægist hjá þeim eftir langan uptime,

lengst keirði ég í sumar í 1 og hálfann mánuð, ég slökkti á henni þá eingöngu til að rykhreinsa og af því að ég var að færa tölvuna til í herberginu, hún var ekkert búnað hægja á sér eða verða hikstandi..........núna er ég búnað keira í 15 sólahringa og ekki hikst þannig að ég blæs á þessar sögusagnir, þetta fer bara allt eftir hvernig menn setja tölvuna sína upp!


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf coldcut » Mán 06. Des 2010 18:51

Jæja...þá erum við búnir að útrýma þeirri skoðun að Mac sé overpriced!

En já biturk hverjum finnst sinn fugl fagur og persónulega tæki ég OS X fram yfir Winblows any day of the week en það er ekki þar með sagt að ég elski OS X. Svo með þetta vírusa mál þá talar þú um heilbrigða skynsemi og e-ð bull. Mig rámar í það að á fyrri svona PC vs MAC þræði þá nefndi ákveðinn maður akkúrat þetta að maður þyrfti bara heilbrigða skynsemi til að fá ekki vírusa. BOOM! Nokkrum vikum/mánuðum seinna var hann kominn með vírus sem breytti registry skrám þannig að hann gat ekki keyrt neitt og allt fór í rugl!
Hvar var skynsemin þá? Jú hún var til staðar en kerfið var bara svo vulnerable (þrátt fyrir ný uppfærðar vírusvarnir og spywarehreinsunarforrit).




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf biturk » Mán 06. Des 2010 19:00

coldcut skrifaði:Jæja...þá erum við búnir að útrýma þeirri skoðun að Mac sé overpriced!

En já biturk hverjum finnst sinn fugl fagur og persónulega tæki ég OS X fram yfir Winblows any day of the week en það er ekki þar með sagt að ég elski OS X. Svo með þetta vírusa mál þá talar þú um heilbrigða skynsemi og e-ð bull. Mig rámar í það að á fyrri svona PC vs MAC þræði þá nefndi ákveðinn maður akkúrat þetta að maður þyrfti bara heilbrigða skynsemi til að fá ekki vírusa. BOOM! Nokkrum vikum/mánuðum seinna var hann kominn með vírus sem breytti registry skrám þannig að hann gat ekki keyrt neitt og allt fór í rugl!
Hvar var skynsemin þá? Jú hún var til staðar en kerfið var bara svo vulnerable (þrátt fyrir ný uppfærðar vírusvarnir og spywarehreinsunarforrit).



þar fór heilbrigða skynsemin í frí vegna mistaka sem allir geta gert, en líkurnar á að fá vírus orðið í dag eru sárlitlar ef menn bara passa sig hvað þeir eru aðgera.

þetta er eins og í hvert skipti sem þú ferð út að keira þá ertu í hættu á að lenda í umferðaslysi en ef menn bara passa sig þá gerist það ekki, en auðvitað geta slysin gerst og mistök átt sér stað........annað væri hvorki mannlegt né eðlilegt.


að sjálfsögðu fynnst hverjum sinn fugl fagur.........skoðanir okkar á þessu máli eru gersamlega ólíkar og ættu að vera það því við eigum jú að mynda okkar skoðun á hlutunum algerlega sjálfir.......það þýðir samt ekki að menn geti ekki rætt þær skoðanir :beer


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1947
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Reputation: 15
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf BjarkiB » Mán 06. Des 2010 19:02

biturk skrifaði:ég var búnað gera langan póst sem gerði eiginlega útum þessa umræðu en í stuttu máli


crapple er voða lítið annað en peningaeiðsla og óþjált stýrikerfi! getur allt á crapple sem þú getur gert á pc..........nema valmöguleikarnir á pc eru svona milljón fleiri því það er allrahanda tölva sem þú getur framkvæmt allt í.


sá líka að menn eru ennþá að skjóta á vírus og rekla vandamál

en með tilkomu win 7 þá heira reklavandamál í pc svoað segja sögunni til, allavega hef ég aldrei lent í vandamálum nema tölvurnar séu 5+ ára gamlar

vírusar........hef ekki keirt vírusvörn síðann 2002......1 sinni fengið alvarlegann vírus en ég var líka 14 ára, nýkominn með tölvu og klámið var óöruggt :lol:

get talið á annari hendi hversu oft tölvan hefur sýkst hjá mér, ef menn keira bara heilgrigða skynsemi í netrápinu þá færðu ekki vírus, simple as that!

en eitt, menn voru líka eitthvað að tala um að tölva hægist hjá þeim eftir langan uptime,

lengst keirði ég í sumar í 1 og hálfann mánuð, ég slökkti á henni þá eingöngu til að rykhreinsa og af því að ég var að færa tölvuna til í herberginu, hún var ekkert búnað hægja á sér eða verða hikstandi..........núna er ég búnað keira í 15 sólahringa og ekki hikst þannig að ég blæs á þessar sögusagnir, þetta fer bara allt eftir hvernig menn setja tölvuna sína upp!



Verð að vera ósammála þessu. Ég persónulega fer á ekkert annað nema það sem á að kallast "öruggar síður", og er tvisvar á þessu ári búinn að fá click vírusa, og einn fékk ég bara við að ýta á link af game stöðinni á google.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1484
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 184
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: PC eða Mac

Pósturaf Lexxinn » Mán 06. Des 2010 20:37

biturk skrifaði:
coldcut skrifaði:Jæja...þá erum við búnir að útrýma þeirri skoðun að Mac sé overpriced!

En já biturk hverjum finnst sinn fugl fagur og persónulega tæki ég OS X fram yfir Winblows any day of the week en það er ekki þar með sagt að ég elski OS X. Svo með þetta vírusa mál þá talar þú um heilbrigða skynsemi og e-ð bull. Mig rámar í það að á fyrri svona PC vs MAC þræði þá nefndi ákveðinn maður akkúrat þetta að maður þyrfti bara heilbrigða skynsemi til að fá ekki vírusa. BOOM! Nokkrum vikum/mánuðum seinna var hann kominn með vírus sem breytti registry skrám þannig að hann gat ekki keyrt neitt og allt fór í rugl!
Hvar var skynsemin þá? Jú hún var til staðar en kerfið var bara svo vulnerable (þrátt fyrir ný uppfærðar vírusvarnir og spywarehreinsunarforrit).



þar fór heilbrigða skynsemin í frí vegna mistaka sem allir geta gert, en líkurnar á að fá vírus orðið í dag eru sárlitlar ef menn bara passa sig hvað þeir eru aðgera.

þetta er eins og í hvert skipti sem þú ferð út að keira þá ertu í hættu á að lenda í umferðaslysi en ef menn bara passa sig þá gerist það ekki, en auðvitað geta slysin gerst og mistök átt sér stað........annað væri hvorki mannlegt né eðlilegt.


að sjálfsögðu fynnst hverjum sinn fugl fagur.........skoðanir okkar á þessu máli eru gersamlega ólíkar og ættu að vera það því við eigum jú að mynda okkar skoðun á hlutunum algerlega sjálfir.......það þýðir samt ekki að menn geti ekki rætt þær skoðanir :beer


Ósammála, ósammála og ósammála. Ég er endalaust að rápa um á netinu og hef fengið jú trojan við google click, þar sem ég var að skoða reviews af skjákortum. AVG gerði sitt og varð vart við hann áður en hann lét til skarar skríða. PowerUser og ekki poweruser, hreinn kjánaskapur að vera ekki með vírusvörn nú til dags finnst mér jafnvel fyrir gömlu afana sem kíkja aðeins á visir.is og mbl.is til að lesa fréttir. Ég tel mig tja bæði og ekki vera poweruser eins og þið orðið, kann sitt og hvað inn á milli en ég kann ekki nálægt því nóg finnst mér til þess að kalla mig poweruser og vera án vírusvarnar. Ég reyndar notaði ekki vírusvörn á leikjaturninum sem ég notaði hérna fyrir rúmum 3 vikum og hann er núna farinn út í skúr, það var vegna þess að ég var farinn að venja mig á það að formatta og setja upp á nýtt á 1-3mánaða millibili max. Fartölva nú við hendur, skólagögn og margt annað í húfi sem ég vill að ekki tapist og þar hef ég vírusvörn og mun alltaf hafa.

Þakka fyrir mig,
Alexander