Flakkari tengist við tölvu og hún slekkur á sér.

Skjámynd

Höfundur
Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Flakkari tengist við tölvu og hún slekkur á sér.

Pósturaf Plushy » Mið 03. Nóv 2010 22:11

Sælir.

Ég er með 1 TB Lacie flakkara úr tölvutek. Hef notað hann við eina borðtölvu og fartölvuna mína og hann virkar fínt, en þegar ég ætlaði að láta í USB tengið framan á minni tölvu slökkti hún á sér.

Ég lenti í þessu fyrst eftir að ég keypti hann, fór með hann og tölvuna í skoðun/viðgerð en þeir fundu ekkert að flakkaranum. Er með tiltölulega nýtt uppsett Windows 7 í tölvunni (genuine), veit ekki hvað þetta er. Ég kveiktu á tölvunni aftur með flakkarann í gangi og tengdann og það virkar núna, veit bara ekki hvað gerðist áðan.

Öll hjálp vel þegin,

Plushy




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6379
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Flakkari tengist við tölvu og hún slekkur á sér.

Pósturaf AntiTrust » Mið 03. Nóv 2010 22:35

Alveg þokkalega algengt að USB tengi séu að snertast vitlaust/léleg gæði í USB tengjunum hvort sem það er tölvan eða snúran úr flakkaranum og slái vélum út.

Lendi mikið í þessu með lélega USB lykla. Sumar vélar drepa á skjánum þangað til þú tekur USB lykilinn og gefa svo upp error MSG í sambandi við USB power, en sumar einfaldlega BSOD-a eða restarta sér.