Væri alveg frábært að fá eitthvern til að segja hvað er svona sérstakt við hann


benzmann skrifaði:tjahh, víst þú varst að lesa þig til um hann, vilt þú þá ekki segja okkur eitthvað um hann ?
AntiTrust skrifaði:Allir Sandy Bridge örgjörvar verða 32nm og munu hafa innbyggðan grafískan kjarna á sömu flögu, en geta keyrt á sitthvorri klukkutíðni. Það sem SandyBridge var mikið gagnrýnt fyrir er að þeir eru að koma með nýtt socket með þessu - 1155. Sem þýðir að við sem eyddum hundruðum þúsunda í i7 monster vélar síðustu mánuðina höfum ekki valmöguleikann á því að skipta um/uppfæra um örgjörva í Sandy Bridge kjarna, heldur verðum við að skipta móðurborðinu líka út. Þetta er mjög stuttur markaðslíftími fyrir 1366 socketið ef þú skoðar hversu lengi 478 og 775 héldust/haldast á markaðnum. En fyrir okkur i7 mennina þá er það okkur til huggunar að 1155 er ekki replacement fyrir 1366 og er ekki ætlað að vera öflugri lína, heldur kemur nýr socket 2011-2012 sem mun taka við 1366.
Þessu socketi munu svo fylgja ný kubbasett, í staðinn fyrir X58 verður P67/H65/H67 - þar sem p táknar að borðið styður utanaðkomandi skjákort (þeas ekki bara innbyggt á örgjörvanum).
Svo ef ég man rétt þá verður USB3 ekki "standard" á þessum móðurborðum sem er auðvitað fáránlegt, og svo verða flestir 1155 örgjörvar mikið læstari en fyrri kynslóðir, okkur yfirklukkurum til leiðinda.

Frost skrifaði:
Er þá ekki i7 bara málið?
beatmaster skrifaði:Skiptir engu fyrir i7 eigendur þótt að Sandy Bridge fari á nýtt Socket, þeir henda hvort eð er 1366 borðunum sínum þegar að Bulldozer mætir á svæðið...
daanielin skrifaði:Mig minnir að Sandy Bridge eigi að vera alltaf að 20-30% hraðari en i7 á sama klukkuhraða. Þori ekki að fullyrða þetta, minnir bara að ég hafi lesið e-h slíkt, annars hlakkar mig meira til að sjá Bull Dozer.
audiophile skrifaði:Vill bara minna á að með Sandy Bridge deyr FSB yfirklukkun, eða yfirklukkun eins og við þekkjum í dag. Einungis verður hægt að yfirklukka með því að kaupa sérstaka (aðeins dýrari) útgáfu af örgjörvunum, með K í nafninu. Það verður einungis hægt að yfirklukka þá með því að breyta multiplier.
Semsagt, no more free overclocking.
Hvati skrifaði:audiophile skrifaði:Vill bara minna á að með Sandy Bridge deyr FSB yfirklukkun, eða yfirklukkun eins og við þekkjum í dag. Einungis verður hægt að yfirklukka með því að kaupa sérstaka (aðeins dýrari) útgáfu af örgjörvunum, með K í nafninu. Það verður einungis hægt að yfirklukka þá með því að breyta multiplier.
Semsagt, no more free overclocking.
Ehemm, þetta á bara að gilda fyrir 1155 socket en ekki 2011.
audiophile skrifaði:Já ég veit, en meirihlutinn af fólki mun kaupa 1155 og þá hverfur möguleikinn á að fá meira fyrir minna, sem er er það sem upprunalega gerði yfirklukkun svo freistandi. Nú verður eina leiðin til að yfirklukka eitthvað af ráði, að kaupa dýra örgjörva og móðurborð........tja eða skipta yfir í AMD.
audiophile skrifaði:Vill bara minna á að með Sandy Bridge deyr FSB yfirklukkun, eða yfirklukkun eins og við þekkjum í dag. Einungis verður hægt að yfirklukka með því að kaupa sérstaka (aðeins dýrari) útgáfu af örgjörvunum, með K í nafninu. Það verður einungis hægt að yfirklukka þá með því að breyta multiplier.
Semsagt, no more free overclocking.
Olafst skrifaði:Fer eftir því hvernig þið skilgreinið "fólk" og "menn"
flestir notendur hérna fara eflaust í 2011 á meðan hinn "almenni" notandi fer líklega í 1155