SSD og virkni í kulda

Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 578
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

SSD og virkni í kulda

Pósturaf roadwarrior » Mið 22. Sep 2010 19:32

Hefur einhver reynslu af því hvernig SSD hefur verið að koma út í keyrslu/vinnslu í köldu umhverfi td að boota vél upp í td -10°til -15° umhverfi.
Intel SSD diskar eru til dæmis gefnir upp að virka frá 0° og þar fyrir ofan en mig vantar að vita hvað hann þolir niður á við.
Any ideas??




vesley
Kóngur
Póstar: 4266
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 196
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: SSD og virkni í kulda

Pósturaf vesley » Mið 22. Sep 2010 21:15

Þar sem það eru engir hreyfanlegir hlutir í SSD þá ætti hann að þola töluvert lægra hitastig en venjulegur HDD. og líka hærra hitastig.



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: SSD og virkni í kulda

Pósturaf BjarniTS » Mið 22. Sep 2010 22:18

Veit að margir setja minnislyklana sína í kæli áður en þeir fara í að flytja gögn þvi að þeir virka best kaldir.

Geri svosem ráð fyrir því að þú sért ekki að geyma hann inni í skafli , raki skemmir allt auðvitað.


Nörd

Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 578
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: SSD og virkni í kulda

Pósturaf roadwarrior » Mið 22. Sep 2010 22:35

BjarniTS skrifaði:Geri svosem ráð fyrir því að þú sért ekki að geyma hann inni í skafli , raki skemmir allt auðvitað.


Er að velta fyrir mér að skifta út disknum sem er í tölvunni aftur í skottinu á bílnum mínum.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: SSD og virkni í kulda

Pósturaf Hargo » Fim 23. Sep 2010 00:10

Í hvað ertu að nota þessa tölvu í skottinu?



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2425
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 157
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: SSD og virkni í kulda

Pósturaf Black » Fim 23. Sep 2010 00:26

mjög líklega skjár í bílnum e-ð \:D/ gps,xbox,tónlist and such


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: SSD og virkni í kulda

Pósturaf hagur » Fim 23. Sep 2010 00:36

roadwarrior skrifaði:
BjarniTS skrifaði:Geri svosem ráð fyrir því að þú sért ekki að geyma hann inni í skafli , raki skemmir allt auðvitað.


Er að velta fyrir mér að skifta út disknum sem er í tölvunni aftur í skottinu á bílnum mínum.


Ú ... CarPC .... myndir/uppl. ?



Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 578
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: SSD og virkni í kulda

Pósturaf roadwarrior » Fim 23. Sep 2010 23:35

hagur skrifaði:
Ú ... CarPC .... myndir/uppl. ?


Er reyndar ekki með nýlegar myndir en ég er með speca:

7"Xenarc snertiskjár í mælaborðinu þar sem útvarpið á að vera, 7" skjár taka svipað pláss og 2din (venjulegt útvarp er 1Din)
Intel D945GCLF2 Atom móðurborð með 2gb minni
Garmin GPS móttakra og Garmin Mobile PC leiðsöguforrit
OBDII bluetooth lesara og forrit sem sýnir hvað vélin/bíllinn eru að gera hverju sinni
USB FM/DAB útvarp sérsmiðað fyrir carPc
3G pung frá símanum til að tengjast netinu "on the road" (fínt til að hlusta Ástralskar útvarpsstöðvar á rúntinum)
Þráðlaust USB netkort
40gb 2,5 ATA harðan disk sem þolir frá -20°c uppí 80°c og 900G(það á að vera hægt að henda honum í gólfið og hann lifir það af) en ég held að hann sé farinn að stríða mér eitthvað og því er ég að hugsa um að fara að skifta honum út
og fl og fl
Til að knýja þetta er ég með spennugjafa sem þolir/tekur inná sig allt frá 6v og uppí 36v (venjulegir fólksbílar eru að nota frá 12-14v) og sér um að knýja tölvuna sjálfa og svo er ég með annan spennugjafa sem sér um að knýja 3 USB hubba með 5v spennu.

Spurning um hvort ég taki myndir eftir helgi ef einhverjir hafa áhuga

Annars er til síða sem snýst bara um þetta hún heitir Mp3car.com og þar er hægt að fræðast allt um þetta



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: SSD og virkni í kulda

Pósturaf Hargo » Fös 24. Sep 2010 00:14

Nice =D>



Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 766
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 15
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: SSD og virkni í kulda

Pósturaf Saber » Fös 24. Sep 2010 00:22

roadwarrior skrifaði:OBDII bluetooth lesara og forrit sem sýnir hvað vélin/bíllinn eru að gera hverju sinni


Nice, hvernig bíll og hversu ítarlegar upplýsingar færðu úr þessu?



Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 578
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: SSD og virkni í kulda

Pósturaf roadwarrior » Þri 28. Sep 2010 21:02

janus skrifaði:Nice, hvernig bíll og hversu ítarlegar upplýsingar færðu úr þessu?


Er með VW Passat 2005 nýju týpuna. Reyndar eru voffarnir með auka kerfi við OBD2 sem kallast að mig minnir VAC. Ég næ býsna mikið af upplýsingum úr þessu td snúnings og km hraða (raun hraði ekki skífuhraði) og ýmsum upplýsingum úr hinum og þessum skynjurum. Einnig get ég lesið úr og fjarlægt hina og þessa bilanakvóta (vélarljósið)



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1052
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: SSD og virkni í kulda

Pósturaf Revenant » Þri 28. Sep 2010 21:27

Ef þú vilt vera öruggur um að SSD diskur virki undir frostmarki, þá verðuru að kaupa industrial grade SSD disk (þeir hafa yfirleitt hitabil frá -20° til +95°). Það er hinsvegar allt annar verðflokkur heldur en consumer diskarnir.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: SSD og virkni í kulda

Pósturaf biturk » Sun 03. Okt 2010 09:44

þú ættir klárlega að taka myndir af búnaði og tenginum og gera þráð um þetta, eflaust margir sem myndu hrósa þér fyrir það :P


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6379
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: SSD og virkni í kulda

Pósturaf AntiTrust » Sun 03. Okt 2010 14:09

Hljómar ekki svo ólíkt kerfinu sem ég setti í LR3 hjá mér.

Ef þú ert bara að nota Windows gluggakerfið til að managementa þetta, þá mæli ég klárlega með því að þú skoðir Centrafuse (http://www.centrafuse.com/).